Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 12
 Við teljum að íbúða- verð muni halda áfram að hækka á allra næstu mánuðum.GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Sölu- og markaðsstjóri áfengisnetverslunarinnar Acan Wines kveðst vera bjart- sýnn á að skýrt regluverk hvað varðar netverslanir með áfengi muni líta dagsins ljós. Nýverið funduðu stjórnendur Acan Wines með Jóni Gunn- arssyni dómsmálaráðherra. Áfengisnetverslunin Acan Wines var opnuð í maí síðastliðnum en að baki versluninni standa þeir Hjörvar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, og Einar Freyr Bergsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Að þeirra sögn hefur allt gengið eins og í sögu síðan þeir hófu rekstur. „Við höfum séð þvílíka aukningu í rekstrinum hjá okkur, nú höfum við aðeins verið með opið síðan í maí og við sjáum aukningu í sölu með hverjum mánuði. Það bætist stöðugt við úrvalið hjá okkur. Við höfum verið að taka inn vörur frá íslenskum brugghúsum og birgjum, auk þess sem við flytjum inn vörur sjálfir í gríð og erg,“ segir Einar og bætir við að hann sé virkilega ánægður með viðtökurnar. „Við höfum fengið þvílíkt góðar viðtökur frá samfélaginu í kringum okkur, nú sérstaklega vegna heim- sendingarþjónustunnar og góðs vöruúrvals.“ Einar segist skynja það að fólk sé almennt ánægt með þjónustuna og að fólk sé jákvætt gagnvart því að heimila þessa starfsemi. „Fólk hefur lýst yf ir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag hjá okkur og margir góðir fastakúnnar sem versla ekki á öðrum stöðum en hjá okkur. Auðvitað eru ekki allir sammála þessari þróun en það er bara gangur lífsins.“ Nýverið funduðu Einar og Hjörv- ar með Jóni Gunnarssyni dóms- málaráðherra, sem er að þeirra sögn jákvæður gagnvart því að ráðast í breytingar á regluverkinu í kringum netverslanir með áfengi. „Fundurinn gekk vel og margt áhugavert kom fram, þar ræddum við meðal annars hugsanlegt reglu- verk í kringum starfsemina, kosti og galla. Við sjáum að vilji löggjafans er Bjartsýnir á að nýtt regluverk líti dagsins ljós Stofnendur Acan Wines segja að allt hafi gengið eins og í sögu síðan þeir hófu rekstur í maí síðast- liðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Magdalena Anna Torfadóttir magdalena @frettabladid.is sá sami og okkar, það þurfa að vera leikreglur og þær koma með skýru regluverki.“ Einar kveðst vera bjartsýnn á að nýtt regluverk muni líta dagsins ljós. „Það er nú þegar búið að brjóta ísinn með brugghúsafrumvarpinu og nú tekur bara við að sigla skip- inu í höfn.“ Einar gefur lítið fyrir þá gagnrýni að ef starfsemin verði heimiluð fari þjónusta versnandi og verð muni hækka. „Við höfum oft heyrt að með þessari þróun fari þjónustan versn- andi og verðin upp. Það er bara gömul mýta. Við leggjum gríðar- lega mikið upp úr því að veita fag- mannlega þjónustu og sanngjörn verð, við viljum að allir starfsmenn séu kunnugir vörunum og geti ávallt svarað öllum spurningum viðskiptavina okkar.“ Einar bætir við að margir spenn- andi hlutir séu í bígerð hjá Acan Wines. „Við erum farin að horfa lengra fram í tímann í þessum málum og erum að vinna í stærðarinnar verkefni sem kemur til með að líta á dagsins ljós bráðlega.“ n Fólk hefur lýst yfir mikilli ánægju með þetta fyrirkomulag hjá okkur og margir góðir fastakúnnar sem versla ekki á öðrum stöðum en hjá okkur. Einar Freyr Bergsson magdalena@frettabladid.is Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 25,5 prósent á ársgrundvelli og hækkunin á þann mælikvarða hefur ekki verið meiri frá því í árslok 2005. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá sem birtar voru í gær. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð- ingur hjá Íslandsbanka, segir það vera greinilegt að aðgerðir Seðla- bankans séu farnar að bíta talsvert og vísar þar til hækkandi vaxta og hertra skilyrða á lánamarkaði. „Nú hefur íbúðaverð hækkað hægar síðustu tvo mánuði en mán- uðina á undan og einnig eru aðrar vísbendingar um það að markað- urinn sé farinn að róast. Vonandi sjáum við hægari hækkun á næstu mánuðum og þar til jafnvægi mynd- ast,“ segir Bergþóra og bætir við að hafa þurfi í huga að íbúðaverð sé enn að hækka þó svo að hægja hafi tekið á hækkunartaktinum. „Við teljum að íbúðaverð muni halda áfram að hækka á allra næstu mánuðum en hægar en verið hefur. Það mun svo vonandi ná jafnvægi um mitt næsta ár og jafnvel fyrr með auknu framboði af nýjum íbúðum og dvínandi eftirspurn.“ Hagfræðingur segir að aðgerðir Seðlabankans séu farnar að bíta Bergþóra Bald- ursdóttir, hag- fræðingur hjá Íslandsbanka, segir að nýjar tölu frá Þjóð- skrá séu í takt við væntingar þeirra. MYND/AÐSEND Bergþóra segir að tölurnar hafi verið í takt við væntingar Grein- ingar Íslandsbanka. „Við bjuggumst við minni mán- aðarhækkun en í júní og þetta eru góðar fréttir. Gögn fyrir næstu mán- uði munu því líklega og vonandi staðfesta að það sé farið að draga úr eftirspurnarþrýstingi á íbúða- markaði.“ n 12 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.