Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 14
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Því fer
fjarri að
verka-
lýðshreyf-
ingin ein
sé í vand-
ræðum
heima fyrir
í aðdrag-
anda kjara-
viðræðna.
Flug-
völlurinn í
Vatnsmýri
hefur alla
tíð verið
umdeildur.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Viljið þið flugvöll eða byggð í Vatnsmýrinni? Þessa
spurningu fengu oddvitar flokkanna sem buðu fram í
borginni í vor rétt fyrir kosningar, á fundi sem samtök
um bíllausan lífsstíl héldu. Allir nema einn svöruðu að
þeir vildu frekar byggð en flugvöll. Sumir með fyrir-
vörum reyndar. Oddviti Miðflokksins, sá eini sem vildi
frekar flugvöll en byggð, var frekar langt frá því að ná
kjöri.
Niðurstaðan kom ekki á óvart. Það er nokkuð breið
pólitísk samstaða í borginni um byggð í Vatnsmýrinni
í stað flugvallar. Það sýna meðal annars úrslit fernra
síðustu borgarstjórnarkosninga. Flokkar sem hafa lagst
gegn því að í Vatnsmýrinni rísi byggð í stað flugvallar
hafa ekki náð að mynda meirihluta.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri hefur alla tíð verið
umdeildur. Bjarni Benediktsson, borgarstjóri Sjálfstæð-
isflokksins, mótmælti harðlega árið 1940 þegar Bretar
settu niður herflugvöll og helguðu sér 270 hektara
svæði nánast í miðri borg. Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri sama flokks, sagði á fundi í nóvember 1959 að
bæjarstjórnin viðurkenndi ekki norður/suður flug-
brautirnar á vellinum. Ekki kæmi til greina að „skipulag
húsa í bænum ákvörðuðust af þeim“. Á fundinum var
rætt um fyrirhugað ráðhús við Tjörnina. Á sama fundi
stakk Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur upp á því
að leggja Reykjavíkurflugvöll niður og fá þannig svæði
í Vatnsmýrinni fyrir nýjan miðbæ og reisa ráðhús við
Öskjuhlíðina. Geir Hallgrímsson talaði í aðdraganda
Aðalskipulags Reykjavíkur 1962–1983 mjög ákveðið
um að flugvöllurinn færi í framtíðinni. Það var fyrir
tæpum 60 árum!
Eftir hverju erum við að bíða? Aðalskipulag Reykja-
víkur 2010–2030 gerir ráð fyrir að flugvöllurinn fari.
Þar segir að í Vatnsmýrinni felist einstakt tækifæri til að
gera Reykjavík að betri borg. Með uppbyggingu þéttrar,
blandaðrar byggðar verði Reykjavík sjálfbærari, hag-
kvæmari, fegurri. Grundvöllur verði lagður að nýjum
vaxtarpól á sviði háskóla, rannsókna, hátækni. Hljóð-
vist í vesturhluta borgarinnar batni verulega. Hættan
af flugi lágt yfir húsum borgarinnar hverfi. Gert er ráð
fyrir 6.900 íbúðum og stórum almenningsgarði sem
nær frá Hljómskálagarði niður í Skerjafjörð. n
Flugvöllur eða byggð
Hjálmar
Sveinsson
borgarfulltrúi
Samfylkingar
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30
Fréttaumfjöllun fyrir alla
í opinni dagskrá á virkum dögum
á Hringbraut og frettabladid.is
gar@frettabladid.is
Þúsunda manna makar
Hvergi virðist snöggan blett að
finna í starfsmannahaldi ríkisins.
Virðast að minnsta kosti tveir
skipa hverja stöðu og jafnvel fleiri
ef um aðstoðarmann ráðherra
er að tefla. Ráða verður minnst
þrjá í slíka stöðu svo ráðherrann
fari sér ekki að voða. Undan-
tekningar má þó finna ef vel er
að gáð. Það virðist til dæmis eiga
við um er kemur að þeim starfa
að forða gosgjörnu ferðafólki í
þúsundatali frá að ganga í kviku
jarðar í fjalllendinu í Meradölum.
Þá dugar að senda tvo fulltrúa
ríkisvaldsins á vettvang. Sem er
dálítið rýrt. Meira að segja land-
vættirnir í gamla daga voru fjórir.
Öfugsnúnir nautnabelgir
Hverjum öðrum en Íslendingum
gæti fundist gott að láta okra á
sér? Sama virðist hvar borið er
niður; verð á bensíni og áfengi
er hærra en á öðrum byggðum
bólum, bankar rukka ótal hug-
vitsamleg gjöld ofan á vexti sem
eru mestir í okkar heimshluta
og sjálfsagt víðar og trygginga-
félögin standa svo sannarlega
fyrir sínu í þessum efnum. Helst
virðist sem landinn hafi sérstaka
nautn af því að borga ríflegt yfir-
verð fyrir alla hluti því þannig fá
menn þá tilfinningu að þeir séu
ríkir – þangað til þeir eru komnir
á hausinn og ekkert er eftir nema
að borga þjónustugjaldið fyrir
gjaldþrotaskiptin. n
Töluverðar áhyggjur eru uppi um að
ófriður í verkalýðshreyfingunni
muni lita komandi samningagerð
á vinnumarkaði með neikvæðum
hætti. Því fer þó fjarri að á hinni
hlið samningaborðsins ríki eilífar ástir. Þann-
ig hafa fréttir af ofurlaunum og ríkulegum
bónusum lykilstarfsmanna stærstu fyrirtækja
landsins ekki aðeins vakið reiði og hneykslun
verkalýðsins í landinu heldur hafa eigendur
lítilla og meðalstórra fyrirtækja líka fussað.
Þeir vita að spjótum verður beint að þeim í
komandi kjaraviðræðum.
Í grein í Viðskiptablaðinu í síðustu viku
lýsir framkvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda þessum ótta og líkindum til þess að
afleiðingar ofurlauna bitni harðast á litlum og
meðalstórum fyrirtækjum. Í greininni skorar
Ólafur Stephensen á stjórnir stórfyrirtækja að
lækka ofurlaun og bónusa áður en sest verður
að samningaborðum. Nú þegar komið er að
birtingu álagningarskrár skattstjóra má búast
við að launakjör helstu stétta og áhrifafólks
í samfélaginu verði fréttaefni næstu daga.
Samninganefndir þeirra stétta sem eiga lausa
samninga fá því úr nægu að moða í heima-
vinnunni.
Gera þarf upp útspil ríkisstjórnarinnar
vegna Lífskjarasamninganna, hvað hefur verið
efnt og hversu vel var að því staðið. Fljótt á
litið virðast málin sem setið hafa á hakanum
einkum lúta að hagsmunum þess fólks á
vinnumarkaði sem lakast stendur. Endur-
skoðun húsaleigulaga er enn á byrjunarreit
og viðurlög gegn launaþjófnaði og annarri
brotastarfsemi gegn launafólki hafa enn ekki
verið fest í lög. Þótt fjármálaráðherra hafi lýst
litlum áhuga á aðkomu að samningagerðinni
hlýtur sitjandi ríkisstjórn, sem skipuð er
sömu flokkum og stjórnin sem liðkaði til fyrir
Lífskjarasamningunum, að vera reiðubúin að
horfast í augu við efndir þeirra loforða sem
þegar hafa verið gefin.
Ýmsar nýjungar sem kynntar hafa verið á
vinnumarkaði þurfa einnig endurskoðun.
Efst þar á lista er stytting vinnuvikunnar,
sem kemur helst vel út hjá opinberum starfs-
mönnum í þægilegri innivinnu.
Að lokum hafa daggæslumálin komið inn í
upphitunartímabil kjaraviðræðna með krafti
með sviknum loforðum sveitarfélaga.
Því fer fjarri að verkalýðshreyfingin ein sé í
vandræðum heima fyrir í aðdraganda kjara-
viðræðna og ljóst að allir sem vettlingi geta
valdið til að koma á góðum samningum í
haust þurfa að taka sig saman í andlitinu. n
Uppgjör
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR