Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 8
Þetta eru átök um ákveðin sameiginleg gildi. Þar sem lýðræðis- legar hugsjónir mæta grimmd og harðstjórn. Kira Rudik, þingkona í Úkraínu og leiðtogi stjórnarandstöðu- flokksins Voice Úkraínska þingkonan Kira Rudik hélt á riffli í fyrsta skipti daginn sem inn- rás Rússa í Úkraínu hófst. Hún segist þess fullviss að úkraínska hernum muni á endanum takast að brjóta þann rússneska á bak aftur. Ástandið heima fyrir eigi þó eftir að versna með haustinu. ggunnars@frettabladid.is ÚKRAÍNA Kira Rudik hefur setið á þingi í Úkraínu frá árinu 2019. Hún er 38 ára og fer fyrir stjórnarand- stöðuflokknum Voice sem kennir sig við frjálslyndi og lýðræði. Hún er stödd hér á landi meðal annars til að vekja athygli á aðstæð- um í heimalandinu og ræða við úkraínska flóttamenn. Nú þegar hálft ár er liðið frá innrás Rússa í Úkraínu segir Kira að komið sé að ákveðnum vendi- punkti. „Ástandið er erfitt en við munum á endanum ná aftur stjórn á eigin landi. Ég er handviss um það.“ Þrátt fyrir bjartsýnina segir Kira að búast megi við erfiðum vetri í Úkraínu. „Við vitum að orkukreppan mun bitna á okkur. Við vitum líka að Rússar munu beita lönd sem styðja okkur þrýstingi. Þetta stríð snýst nefnilega ekki bara um átök á milli Rússlands og Úkraínu. Þetta eru átök um ákveðin sameiginleg gildi. Þar sem lýðræðislegar hugsjónir mæta grimmd og harðstjórn. Það eru hinar raunverulegu átakalínur.“ Hún segir erfitt að færa ástandið í Úkraínu í orð. „Það er ekki til sá skóli í heim- inum sem getur búið þig undir stríð. Maður vaknar á hverjum morgni án þess að vita hvort maður muni lifa daginn af. Svo hugsar maður um það sem maður getur gert til að hjálpa og það drífur mann áfram. Þessi hugsun, að ef þetta verður minn síðasti dagur, þá vil ég verja honum í það sem raunverulega skiptir mig máli.“ Kira var nýkomin af þingfundi þegar innrás Rússa hófst. „Leyni- þjónustan sagði að við þyrftum annað hvort að yfirgefa landið eða búa okkur undir að berjast. Ég greip því byssu og sagðist ætla að berjast. Mér fannst ég ekki hafa neitt val,“ segir Kira. „Ég bý í venjulegu húsi og ég á fjöl- skyldu. Þess vegna valdi ég byssuna. Ég hafði aldrei komið nálægt skot- vopnum áður. Nú sex mánuðum síðar get ég sannarlega sagt að ég sé orðin mun betri skytta en ég var þá,“ segir Kira. Hún segist telja það eitt af sínum brýnustu verkefnum, sem þing- kona, að hlúa að öllu því fólki sem sé á flótta vegna stríðsins í Úkraínu. „Við stöndum á ákveðnum kross- götum nú þegar hálft ár er liðið frá innrásinni. Nær allur opinber stuðningur er hugsaður til skemmri tíma en nú verðum við að hugsa þetta skipulega og til lengri tíma. Ég vil leggja mitt af mörkum svo að það megi verða.“ Kira vill að endingu koma á fram- færi sérstökum þökkum til allra þeirra sem hafa rétt úkraínskum flóttamönnum hjálparhönd. „Þið trúið ekki hvað þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur. En þetta er líka það sem stríð kennir manni. Maður getur ekki tekist á við það einn. Samstaðan er eina leiðin til að mæta harðstjórn og grimmd. Það er þessi samstaða sem við finnum svo sterkt í öllum þeim löndum sem deila sömu gildum og við,“ segir Kira Rudik. n Byssan var eini valkostur Kiru Rudik Kira hafði aldrei haldið á skotvopni áður en stríðið braust út í Úkraínu. MYND/AÐSEND Pollahopp í Lundúnum Ungur herramaður stekkur yfir poll á götum Lundúna í gær en eftir gífurlega hita að undanförnu dró loksins fyrir sólu og byrjaði að rigna. Jarðvegurinn er mjög þurr í Englandi eftir hitabylgju og tekur ekki við neinu regnvatni. Haldi rigningarnar áfram eins og spáin lítur út gæti flætt í höfuðborginni líkt og gerðist á síðasta ári en breska veðurstofan hefur gefið út flóðaviðvaranir fyrir miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thorgrimur@frettabladid.is KENÍA Raila Odinga, sem tapaði forsetakosningum í Keníu sam- kvæmt lokatölum sem birtar voru á mánudaginn, neitar að viðurkenna ósigur. Samkvæmt niðurstöðum kjörstjórnar bar sitjandi varafor- seti landsins, William Ruto, sigur úr bítum en Odinga segir niður- stöðuna markleysu. Þetta var í f immta sinn sem Odinga býður sig fram til forseta Keníu og ekki fyrsta skiptið sem hann neitar að viðurkenna ósigur. Atkvæðamunurinn milli Ruto og Odinga í ár var aðeins um eitt og hálft prósent. Fjórir af sjö meðlimum kjör- stjórnarinnar neituðu að ábyrgjast niðurstöðu kosninganna og vísuðu til þess að talningarferlið hefði verið ógegnsætt. n Viðurkennir ekki ósigur og kærir Odinga hyggst kæra kosningarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is VESTFIRÐIR Enn er kríuvarpið við Tunguhverfi á Ísafirði að plaga íbú- ana. Tilraunir til að færa varpsvæðið hafa ekki borið nægilegan árangur. Íbúar í Tunguhverfi, sem er nýlegt hverfi innst í Skutulsfirðinum, hafa mátt þola bæði hávaða og loftárásir frá fuglunum. Í aðsendu erindi til Ísafjarðar- bæjar er sagt að ekki sé farandi um án þess að vera með hjálm og rökin að íbúarnir eigi að „sættast við nátt- úruna,“ ekki í gildi sökum árásar- girni fuglsins. Kríunum hafi fjölgað og séu nú farnar að ógna fólki sem vinnur í görðunum sínum. n Sambúð Ísfirðinga við kríurnar erfið kristinnhaukur@frettabladid.is AUSTURLAND Lögreglan á Austur- landi hefur fengið aðgang að eftir- litsmyndavélakerfi Seyðisfjarðar- hafnar. Bæði á hafnarsvæðinu sjálfu og tollsvæði ferjuhússins. Reiknað er með að Norræna sé í auknum mæli notuð sem vettvangur skipulagðrar brotastarfsemi. Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri Austurlands, segir að lögreglan sé sífellt að auka notkun eftirlitsmyndavéla. „Þarna koma upp stór mál og því er mikilvægt að hafa öfluga og góða löggæslu,“ segir hún. Lögreglan sótti einnig um að koma upp myndavélum utan hafnar- svæðisins. Sú beiðni hefur ekki verið afgreidd í bæjarráði Múlaþings. n Aukið eftirlit í Seyðisfjarðarhöfn Lögreglan mun fylgjast betur með umferð um Norrænu. 8 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.