Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 10
Formaður Samtaka ferða- þjónustunnar segir að eftirspurnin í greininni hafi nánast verið of mikil og læra þurfi af þessari stöðu svo hún komi ekki upp aftur. Fram- kvæmdastjóri Travia segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á undanförnum mánuðum hafi verið ævintýralegur. magdalena@frettabladid.is Haukur Birgisson, framkvæmda- stjóri Travia, sem er markaðstorg fyrir ferðaskrifstofur, segir að vöxtur ferðaþjónustunnar á undan- förnum mánuðum hafi verið ævin- týralegur. Í júní hafi mátt sjá um 140 prósenta aukningu í sölu milli sumarsins 2021 og 2022 og her- bergjanýting var sambærileg og fyrir heimsfaraldur. „Júlí 2021 var í raun mjög góður mánuður, en það voru um 55 pró- sent f leiri nætur seldar árið 2022 miðað við sama mánuð í fyrra. Svipaða sögu má segja um ágúst, en það eru um 50 prósent f leiri nætur seldar í ágúst 2022 miðað við í ágúst 2021, og nýtingin er að sama skapi um 50 prósentum betri,“ segir Haukur og bætir við að áhugavert sé að bókunarglugginn, það er að segja sá tími sem ferðamaðurinn bókar gistingu, hafi verið að stytt- ast verulega. Tæplega 30 prósent af öllum bók- unum séu bókuð með innan við 20 daga fyrirvara. Um 32 prósent eru bókuð með 20 til 90 daga fyrirvara og um 32 prósent með 90 til 365 daga fyrirvara. Restin er bókuð með meira en árs fyrirvara. „Sjálfur hafði ég spáð því að á árinu 2022 myndi bókunarglugg- inn lengjast. Ég hélt að fólk myndi frekar bóka með lengri fyrirvara til þess að tryggja sig gagnvart heims- faraldrinum og hafa í raun tíma til þess að afbóka og fá endurgreitt ef bakslag yrði og ferðafrelsi skerðast á nýjan leik.“ Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að sumarið hafi gengið afar vel í ferðaþjónustunni. „Greinin hefur verið á gríðarlegri siglingu og í rauninni miklu hrað- ari siglingu heldur en reiknað var með,“ segir Bjarnheiður og bætir við að eftirspurnin hafi verið ótrú- lega mikil. „Það sá enginn greinandi fyrir að þetta færi svona rosalega hratt af stað. Þannig að það má kannski segja að það sé nánast of mikið að Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu hér á landi Ferðamenn í Meradölum að virða gosið fyrir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Spennandi vetur fram undan Haukur kveðst vera spenntur fyrir árinu 2023 hvað ferðaþjón- ustuna varðar. „Persónulega er ég spenntur fyrir árinu 2023 og tel að það eigi eftir að verða íslenskri ferða- þjónustu gott ár. Það verður sömuleiðis áhugavert að sjá hvernig verðbólguspá Seðla- bankans ásamt viðræðum um nýja kjarasamninga mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna á næsta ári, en það mun skila sér beint út í verðlag á afurðum ferða- þjónustunnar.“ Hann segir þó að í ljósi þess að bókunarglugginn sé alltaf að styttast sé erfitt að spá nákvæmlega fyrir um hvernig veturinn muni líta út. „Síðustu árin hefur veturinn verið að koma sterkur inn, bæði vegna þess að við erum að ná til ferða- manna sem fá frídaga um vetur, auk þess að vel hefur tekist að auglýsa og markaðssetja Ísland sem áfangastað á veturna. Ég myndi telja að eldgosið muni trekkja ferðamenn til landsins ef gosið heldur áfram.“ Haukur Birgisson, framkvæmda- stjóri Travia gera og við höfum ekki getað annað allri eftirspurn í rauninni.“ Aðspurð hvort eftirspurnin hafi nánast verið of mikil segir Bjarn- heiður að það liggi við að hún svari því játandi. „Við höfum ákveðna afkastagetu og erum með takmarkandi þætti sem eru sú þjónusta sem ferðamað- urinn þarf á að halda. Þar höfum við rekið okkur á veggi vegna þess að það er ekki nóg til. Hvorki gisting né bílaleigubílar né rúturnar og heldur ekki nóg til af leiðsögumönnum.“ Haukur segir að ljóst sé að ferða- þjónustan sé að koma til baka eftir erfið ár. „Það var orðið nokkuð augljóst að ferðaþjónustan þurfti að fá ferða- menn til landsins. Það er ótrúlegt að mörg fyrirtæki hafi haldið dampi í gegnum faraldurinn. Það hefur verið mín tilfinning að þeir sem starfa í ferðaþjónustu hafi verið mjög jákvæðir gagnvart árinu 2022 og það hefur svo sannarlega ræst úr því, ef miðað er við fjölda ferða- manna.“ Haukur bætir við að á veturna sé ekki jafn mikil dreifing á ferða- mönnum og á sumrin. Það er því búist við að ákveðnir landshlutar fái hlutfallslega færri ferðamenn yfir þann tíma. „Suðurlandið og suðvesturhornið trekkja til sín flesta ferðamenn yfir vetrartímann. Það er gömul saga og ný í íslenskri ferðaþjónustu. En eins og staðan er í dag er að minnsta kosti tvöföldun á sölu fyrir komandi mánuði ef miðað er við árið í fyrra, sé miðað við allt landið.“ Bjarnheiður bætir við að sums staðar hafi ferðaþjónustufyrirtæki þurft að hafna bókunum og að þetta sé staða sem læra þurfi af. „Markmið ferðaþjónustunnar er að vaxa meira og verða sterkari stoð í útflutningi heldur en hún er núna og þá verðum við að fara í ákveðna naflaskoðun, bæði greinin sjálf og stjórnvöld. Það er ýmislegt sem við þurfum að huga að sérstaklega því nú virðist sem f leiri gáttir séu að opnast og það verður flogið á fleiri staði úti á landi á næstu misserum.“ Bjarnheiður segir að í því ljósi þurfi að skoða þessi mál í stóru sam- hengi og huga að því hvernig hægt sé að anna þessari eftirspurn. „Mín skoðun er sú að þörf sé á talsverðri uppbyggingu bæði í almennum innviðum og fjárfest- ingu í gistirými ef við viljum ekki koma að punkti þar sem við getum ekki vaxið meira.“ Hún bætir við að einnig sé þörf á því að mennta fólk í greininni. „Við þurfum að leggja meiri áherslu á að mennta fólk í greininni. Bæði í veitingageiranum og leið- sögumenn. Það þarf að skoða.“ n Þannig að það má kannski segja að það sé nánast of mikið að gera og við höfum ekki getað annað allri eftirspurn í rauninni. Bjarnheiður Hallsdóttir, for- maður Samtaka ferðaþjónust- unnar 30% afsláttur af öllum skrifborðsstólum Gildir í ágúst 10 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.