Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 2
Við höfum mikið
meira en nóg að gera.
Þorvaldur
Þórðarson, eld-
fjallafræðingur
Siglt um sæinn
Það viðraði vel fyrir siglingakappana sem birtust á spegilsléttum haffletinum skammt frá Hörpu í gær. Þótt seglskútur vilji eflaust örlítið meiri vind en
höfuðborgin bauð upp á í gær mun það þó breytast með gulri viðvörun í dag. Þá er spurning hvort skipstjórarnir slökkvi á vélaraflinu eða sitji heima.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
birnadrofn@frettabladid.is
ÖRYGGISMÁL Borið hefur á aukn
ingu á þjófnaði úr innrituðum
farangri á f lugvöllum heimsins.
Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson,
sérfræðingur á samskiptasviði Ice
landair.
Fréttablaðið hefur fengið ábend
ingar um vaxandi þjófnað úr far
angri á aðalflugvellinum á Tenerife.
Ábendingin hljómaði svo að allir
ættu að plasta sína tösku eða setja
einhvers konar ólar utan um tösk
urnar til að þjófarnir gætu ekki
tekið varninginn svo auðveldlega.
Guðni segir vandamálið ekki
beintengt þeim flugvelli.
„Útskýringin gæti einfaldlega
verið sú að mikið af Íslendingum er
að ferðast til Tenerife,“ segir Guðni
en áfangastaðurinn hefur verið vin
sæll meðal Íslendinga mörg undan
farin ár, jafnt að sumri sem vetri.
Hann segir mikilvægt að fólk hafi
sínar dýrmætustu og nauðsynleg
ustu eignir, svo sem lyf, meðferðis
í handfarangri. „Svo er auðvitað
nauðsynlegt að hafa ferðatrygg
ingar í lagi.“
Þá segir Guðni allar varúðarráð
stafanir hafa jákvæð áhrif, svo sem
það að plasta töskurnar, læsa þeim
með lás eða hafa um þær ólar. „Því
betra aðgengi sem er að farangr
inum, því auðveldara og fljótlegra
er að stela úr honum.“ ■
Þjófar ganga í ferðatöskur á flugvöllum
Töskur í flugvélum eru auðveld bráð
fyrir þjófa séu þær ekki læstar.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Minnkandi rennsli í eldgos
inu í Meradölum gæti bent til
þess að gosið sé búið að missa
dampinn. Eldfjallafræðingur
segir í miklu að snúast þegar
kemur að mælingum.
arnartomas@frettabladid.is
ELDGOS Mjög hefur dregið úr eld
gosinu í Meradölum og rennsli þess
samkvæmt niðurstöðum mælinga á
gosinu frá laugardegi til mánudags
sem Jarðvísindastofnun birti í gær.
„Miðað við nýjustu tölur þá virð
ist rennslið vera komið í kringum
þrjá til fjóra rúmmetra á sekúndu,“
segir Þorvaldur Þórðarson eldfjalla
fræðingur. „Ef þær tölur eru réttar
og þetta dettur mikið niður fyrir
þrjá rúmmetra þá eiginlega stöðvast
gosið.“
Þorvaldur segir að þótt gosið hafi
hegðað sér ágætlega þá sé alltaf eitt
hvað sem komi á óvart.
„Þyngdin á nýja hrauninu er það
mikil að hún hefur ýtt út kjarnan
um í 2021 hrauninu,“ segir hann og
bendir á hve mikið rúmmál hrauns
ins hafi verið. „Það er verið að meta
þetta upp á einhverja 650 þúsund
rúmmetra sem eru að koma út úr
þessu endurgosi, ef svo má kalla.“
Þegar kemur að mælingum er með
nægu að fylgjast í gosinu.
„Á meðan við getum erum við
með næstum daglegar mælingar á
útbreiðslu hraunsins og svo höfum
við verið að gera ýmsar athuganir á
gígvirkninni, hvernig kvikustrók
arnir hegða sér, skoðum gasbólu
myndanir og fleira,“ segir hann. „Við
höfum mikið meira en nóg að gera.“
Í augnablikinu segir Þorvaldur
ekki líklegt að kvikan komi upp ann
ars staðar en í Meradölum.
„Við getum þó ekki útilokað neitt,“
segir hann og dregur fram tvær
mögulegar sviðsmyndir. „Annars
vegar er sú sviðsmynd að gosið sé
Ekki hægt að segja hvort
gosið hafi misst dampinn
Þorvaldur segir að í augnablikinu sé ólíklegt að kvikan komi upp á öðrum
stöðum þótt ekki sé hægt að útiloka neitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
komið á einhverja framlínu sem gæti
haldið því í gangi og það geti verið
að malla í einhverjar vikur eða jafn
vel mánuði. Hins vegar er sú sviðs
mynd að þessi stöðuga minnkun í
framlínunni sýni að gosið sé búið að
missa dampinn og sé að því komið
að hætta.“
Björgunarsveitarfólk hefur verið
undir talsverðu álagi vegna hins
mikla fjölda fólks sem leggur leið
sína að Meradölum til að skoða
gosið. Umhverfisstofnun auglýsti
nýlega eftir landvörðum til að létta
undir álaginu sem vonast er til að
geti tekið til starfa um mánaða
mótin.
„Þetta er auðvitað alltaf smá pressa
en álagið hefur verið svona innan
marka,“ segir Steinar Þór Kristinsson
hjá Björgunarsveitinni Þorbirni. Þótt
lokað sé á gosstöðvunum í dag sé þó
full ástæða til að vera á tánum. „Það
var nú um daginn sem við vorum að
grennslast fyrir um fólk sem var villt
og týnt, en það fór vel.“ ■
arnartomas@frettabladid.is
VEÐUR Gul viðvörun tekur gildi
á Suðurlandi, Faxaflóa og á mið
hálendinu klukkan sjö í dag.
Lokað verður að gos stöðvum í dag
vegna veðurs.
„Á Suðurlandi erum við aðallega
að horfa á svæðið undir Eyjafjöllum
þar sem gæti orðið mjög hviðótt og
svo líka á gossvæðinu,“ segir Birta
Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands. „Það verður ansi
afleitt veður svo fólk ætti alls ekki að
fara á gossvæðið á meðan þessi skil
fara yfir.“
Birta Líf segir einhverjar líkur á
því að gasefni frá eldgosinu berist
til byggða á Reykjanesinu.
„Við hvetjum fólk til að vera
vakandi fyrir því og fylgjast með á
loftgaedi.is,“ segir hún. „Ef það finn
ur fyrir einkennum eða er viðkvæmt
fyrir er gott að loka gluggum.“ ■
Gasefni gætu
borist til byggða
með rokinu í dag
Það verður ansi afleitt
veður svo fólk ætti alls
ekki að fara á gos-
svæðið.
Birta Líf Kristinsdóttir,
veðurfræðingur
2 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ