Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 20
Kjarni
máls: Verð-
mæti kvóta
útgerðar-
fyrirtækja
er vantal-
inn í árs-
skýrslum.
Ástæðan
kann að
vera mis-
túlkun á
alþjóðleg-
um reikn-
ingsskila-
reglum.
Í grein í Fréttablaðinu 15-7-2022
benti ég á að í athugsemd í árs-
reikningi sjávarútvegsfyrirtækisins
Vísis hf. árið 2013 er eftirfarandi
tekið fram (athugasemd númer 18):
„Samkvæmt efnahagsreikningi var
eigið fé félagsins neikvætt um EUR
12,8 milljónir og tap ársins nam
EUR 1,07 milljónum. ... Stjórnendur
félagsins telja að rekstur félagsins
standi undir skuldbindingum þess
og það sé því rekstrarhæft.“ Endur-
skoðendur vísa sérstaklega til þess-
arar staðhæfingar í áritun sinni án
athugasemda. Þar með gera þeir
staðhæfinguna að sinni án þess að
kafa ofan í hvað standi á bak við
orðin: „Stjórnendur félagsins telja
að rekstur félagsins standi undir
skuldbindingum þess og sé því
rekstrarhæft.“
Endurskoðandi félagsins hefur
nú ritað þrjár greinar í Fréttablaðið
án þess að upplýsa á hvaða grund-
velli hann vísar athugasemdalaust í
fullyrðingu stjórnendanna. Í einni
greininni segist hann hafa skrifað
hjá sér minnisblöð, kannski eru
þau enn í skjalaskáp Deloitte. Í við-
tali við vefmiðilinn visir.is 28. júlí
sl. segist endurskoðandinn ekki
bera ábyrgð á fullyrðingunni, hún
sé stjórnarmannanna, ekki hans!
Samt vísar hann sérstaklega til full-
yrðingarinnar í áritun sinni!
Það teljast vart hleypidómar þótt
einfaldur hagfræðiprófessor spyrji
hvað sé að marka orð endurskoð-
anda sem í öðru orðinu rökstyður
ákvarðanir sínar með tilvísun í
athugasemd 18 og segist svo ekki
hafa neina skoðun á fullyrðingum
í athugasemd 18! Enn fremur má
spyrja hvaða gagn sé eiginlega að
endurskoðun sem felst í því, sam-
kvæmt orðum endurskoðandans
sjálfs, að vísa til óska og vilja stjórn-
armanna fyrirtækis sem samkvæmt
rekstrarreikningi er rekið með tapi
og samkvæmt efnahagsreikningi er
með neikvætt eigið fé. Það ætti ekki
að vera nóg fyrir endurskoðandann
í slíku tilviki að krota nokkur orð á
gulan miða, stinga í umslag og loka
inni í skjalaskáp í turni í Kópa-
vogi. En það virðist orðið að hinni
íslensk u endurskoðunar venju
þegar kemur að sjávarútvegsfyrir-
tækjum!
Skáldskaparmál
Endurskoðandinn kveinkar sér
mjög undan þeirri ábendingu
minni að bókfært eigið fé útgerðar-
fyrirtækja sé lítt upplýsandi um
virði fyrirtækjanna. Hann beitir
ýmsum vörnum: Að alþjóðlegir eða
innlendir staðlar banni honum að
gera betur. Sú fullyrðing stenst ekki
eins og ég hef þegar bent á í fyrri
grein. Þá er gripið til klassískrar
varnar: Aðrir gera sömu villu í sama
eða meira mæli.
Endurskoðandinn bendir á að
eigið fé Apple og f leiri tæknifyrir-
tækja sé stórlega vanmetið í talna-
efni í ársreikningi fyrirtækjanna.
Skoðum málið, en rifjum fyrst upp
að í grein í Fréttablaðinu 21.7.2022
leggur endurskoðandinn þunga
áherslu á gæði þess regluverks sem
mótar ársreikningagerð og endur-
skoðun. Samt er það svo að í þessu
regluverki eru þversagnir sem reynt
er að leysa úr með mis-skilvirkum
hætti. Ein reglan er sú að óheimilt er
að eignfæra óefnislegar eignir sem
verða til innan fyrirtækis, en hins
vegar er heimilt að eignfæra slíkar
eignir séu þær keyptar af utanað-
komandi aðila. Þetta verður t.d.
til þess að verðmat á vörumerkinu
Smirnoff er eignfært hjá eigand-
anum Diageo en Baileys er þar ekki
að finna þó svo Baileys sé mun verð-
mætara vörumerki (https://brand-
finance.com/insights/intangible-
assets-a-manifesto).
Bann við eignfærslu óefnislegra
eigna sem verða til innan vébanda
fyrirtækis kann að ýta undir van-
mat á verðmæti fyrirtækja á hluta-
bréfamarkaði og auðvelda herskáa
yfirtöku gamalgróinna fyrirtækja,
ef hinar „duldu“ eignir ýta undir
vanmat á hlutabréfum fyrirtækis-
ins (yfirtaka Kraft á Cadbury er
nefnd sem dæmi). Reikningshalds-
staðlasmiðir gera sér grein fyrir
þessum vanköntum, enda leyfi-
legt að ræða þá utan landsteina
Íslands. Þess vegna eru reglur eins
og þær sem settar eru í lögum
nr. 102/2020 (og í kafla 2.1 í Leið-
beiningum reikningsskilaráðs um
Upplýsingar í skýrslu stjórnar og
framsetningu þeirra, 2022) þar sem
stjórnendum fyrirtækja er uppálagt
að gera grein fyrir atriðum sem ekki
koma fram í talnaefni ársreiknings
með öðrum og skýrum hætti. Þann-
ig gerir t.d. Apple ítarlega grein fyrir
framleiðsluvörum sínum, þjónustu-
framboði, rannsóknar- og þróunar-
starfsemi, mannauði o.s.frv. í inn-
gangi ársskýrslu sinnar. Þá er gerð
grein fyrir þróun á verði á bréfum
félagsins sem aftur gefur upp-
lýstum greinanda færi á að meta
umfang óeignfærðra eigna sem
felast í félaginu. Með þeim hætti
er reynt að draga úr óæskilegum
áhrifum reglunnar um að óefnis-
legar eignir þróaðar „innanhúss“
á borð við notendaviðmót iPhone
skuli ekki eignfært í ársreikningum.
En ef reglan um að notendaviðmót
iPhone skuli ekki eignfært hjá
Apple er svona vitlaus af hverju lifir
hún sínu lífi áfram, kann einhver
að spyrja. Ástæðan er sáraeinföld.
Það er erfitt, jafnvel ómögulegt, að
finna markaðsverð á notendavið-
mót iPhone eða vörumerki á borð
við Coca-Cola. Eðli máls samkvæmt
er bara eitt „eintak“ til af hverju
þessara atriða, þó í mismunandi
útfærslum kunni að vera.
Gjafagerningur eða hvað?
Víkjum þá að veiðiheimildum og
íslensku reikningshaldi. Meðferð
veiðiheimilda í bókhaldi hefur
verið nokkuð sveiflukennd frá því
kvótakerfinu var komið á. Endur-
skoðendur og fjármálastjórar sjáv-
arútvegsfyrirtækja beittu reglunni
um óefnislegar eignir, bókfærðu
keyptan kvóta en ekki úthlutaðan
kvóta. Fram til ársloka 1997 gátu
sjávarútvegsfyrirtæki afskrifað
keyptan kvóta og þannig lækkað
skattgreiðslur sínar (https://www.
mbl.is/greinasafn/grein/444651/,
https://www.althingi.is/altext/
115/s/0196.html). Eðlilega voru
menn í nokkrum vanda í árdaga
kvótakerfisins, hvernig fara skyldi
með eignfærslu kvótans. Laga-
ákvæðin voru tímabundin, en það
breyttist með setningu laga um fisk-
veiðar (38/1990) er þar voru engin
tímamörk sett á gildistíma laganna.
En eftir 1990 hefðu fjármálastjórar
og endurskoðendur sjávarútvegs-
fyrirtækja átt að líta upp úr reikn-
ingum sínum og fara ofan í málið
á prinsippgrundvelli. Í fyrsta lagi
má spyrja hvort yfirhöfuð sé rétt
að meðhöndla af laheimildir með
sama hætti í bókhaldi sjávarút-
vegsfyrirtækja og vörumerki eru
meðhöndluð í reikningum fram-
leiðenda neysluvarnings.
Eins og fyrr segir er enginn mark-
aður til fyrir vörumerki Coca-Cola.
Því er f lókið að fá utanaðkomandi
mat á verðmæti vörumerkisins
sem sérfræðingar geta sammælst
um. Þessi rök eiga ekki við um afla-
heimildirnar. Þær ganga kaupum
og sölum á opinberum eða hálf-
opinberum markaði og auðvelt er
fyrir endurskoðendur og fjármála-
stjóra sjávarútvegsfyrirtækja að
nálgast greinargóðar upplýsingar
þar um. Það gilda því ekki sömu
rök um meðferð veiðiheimilda og
um notendaviðmót iPhone-síma í
reikningum Vísis hf. annars vegar
og Apple Inc. hins vegar.
Ef ekki er hægt að meðhöndla
af laheimildir með sama hætti og
tæknipatent í ársskýrslu, hvað er þá
til ráða? Það vill svo til að Alþjóða-
reikningsskilaráðið (International
Accounting Standards Board) hefur
gefið út leiðbeiningar í þessu efni:
IAS 20 Accounting for Govern-
mental Grants and Disclosure of
Governmental Assistance. Grunn-
tónninn er að færa skuli verðmæti
fjárhagslegs stuðnings og annarra
verðmætra réttinda sem fyrirtækin
fá afhent frá hinu opinbera í bækur
viðtakandans (af laheimildir ætti
samkvæmt þessu að tekjufæra við
afhendingu og eignfæra í efnahags-
reikningi). Sömuleiðis að færa skuli
þessi verðmæti úr bókum fyrir-
tækisins afturkalli hið opinbera hin
verðmætu réttindi.
Eftir þessu er ekki farið í tilfelli
íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja!
Það er freistandi að álykta sem svo
að sjávarútvegsfyrirtækin hafi valið
að horfa fram hjá leiðbeiningum
Alþjóðareikningsskilaráðsins vegna
þeirra skattalegu af leiðinga sem
rétt meðferð úthlutunar aflaheim-
ilda í ársreikningi hefði ella haft.
Endurskoðendur fyrirtækjanna
hafa síðan blessað þessa aðferða-
fræði stjórnenda fyrirtækjanna
með áritun sinni, vissulega með
góðri aðstoð Alþingis.
Sögulegur skáldskapur?
Í ársreikningi Vísis hf. fyrir 2020
kemur fram að verðmæti varan-
legra af laheimilda í árslok hafi
numið 90,6 milljónum ev ra.
Hvernig varð sú tala til? Hvað segir
hún okkur? Talan varð til við það
að Vísir hf. hefur bæði keypt og selt
af laheimildir. Þegar varanlegar
af laheimildir eru seldar lækkar
þessi tala. Vegna þess að úthlutaðar
aflaheimildir eru ekki tilgreindar á
þessum lið gæti sú staða komið upp
að varanlegar af laheimildir væru
neikvæð stærð í efnahagsreikningi
sjávarútvegsfyrirtækis í fullum
rekstri! Ekki mikil skynsemi í slíkri
reikningsfærslu.
En aftur að Vísi hf. Hafi fyrir-
tækið keypt af laheimildir fyrir
árslok 1997 voru þær afskrifaðar
um 9% á ári fram til áramóta 1997.
En eftir þau áramót hefur slíkt ekki
verið heimilað. Færslan Varan-
legar af laheimildir í ársreikningi
samanstendur því af afskrifuðum
og óafskrifuðum keyptum af la-
heimildum, þ.e.a.s. þar eru epli lögð
að jöfnu við appelsínur. Þetta er jafn
absúrd og hitt að möguleiki sé á að
verðmæti af laheimilda sjávarút-
vegsfyrirtækis í fullum rekstri sé
neikvætt.
Lokaorð
Í 1. gr. laganna um fiskveiðistjórnun
(38/1990) er kveðið á um að nytja-
stofnar við Íslandsstrendur séu
sameign íslensku þjóðarinnar. Illa
hefur gengið að gefa þeirri yfirlýs-
ingu praktískt innihald þrátt fyrir
eindreginn þjóðarvilja. Einfaldasta
aðgerðin til að gera umrædda laga-
grein virka er innheimta afgjalds
fyrir afnot sjávarútvegsfyrirtækj-
anna af auðlindinni. Upphæð slíks
afgjalds ætti að vera umtalsvert
hærri en núverandi veiðigjald. Upp-
hæðina er hægt að ákvarða annað
tveggja með hefðbundnum hætti
eða með uppboði aflaheimilda eða
með blöndu af þessu tvennu.
Sjávarútvegsfyrirtækin beita afli
sínu og fjármunum til að koma í
veg fyrir að lausnir af þessu tagi nái
fram að ganga. Endurskoðandi Vísis
hf. leggur sitt af mörkum í þeim
leik, meðvitað eða ómeðvitað, með
kæru sinni til siðanefndar Háskóla
Íslands. Ég óttast ekki umfjöllun
siðanefndar sjái hún ástæðu til þess
að fjalla efnislega um kæru endur-
skoðandans. En á meðan við bíðum
niðurstöðunnar í því máli ætla ég
að biðja lesendur að taka annan
snúning á Verbúðinni í spilara RÚV.
Það er mun skemmtilegri umfjöllun
um þessi mál en tuð mitt og útúr-
snúningar endurskoðanda Vísis hf.
Kjarni máls: Verðmæti kvóta
útgerðarfyrirtækja er vantalinn í
ársskýrslum. Ástæðan kann að vera
mistúlkun á alþjóðlegum reikn-
ingsskilareglum. n
Skyn og skynsemi
Þórólfur
Matthíasson
hagfræði prófessor
við Háskóla
Íslands
16 Skoðun 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ