Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 4
Að gefnu tilefni vill Jón koma á framfæri að liðsagi hafi ekki verið vandamál í landsliðum Íslendinga í bridds síðastliðna áratugi. Við vísum því ekki á bug á þessu stigi að um brot á náttúruverndar- lögum gæti verið að ræða, við bíðum úrskurðar. Jóhannes Gissurarson, oddviti Skaftárhrepps Skaftárhreppur hefur svarað kæru Landverndar og systur- samtaka vegna fyrirhugaðrar Hnútuvirkjunar. Oddvitinn segir mikilvægt að horfa til heildarhagsmuna. Klárt lög- brot að mati Landverndar. bth@frettabladid.is SKAFTÁRHREPPUR „Rök okkar í sveitarstjórn eru að styrkja stöðu samfélagsins með auknu raforku- öryggi,“ segir Jóhannes Gissurarson oddviti í Skaftárhreppi. Skaftárhreppur hefur afgreitt og sent frá sér greinargerð eftir að Landvernd og systursamtök kærðu fyrirhugaða Hnútuvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber. Af svörum hreppsnefndarmanna að dæma heldur sveitarfélagið sínu striki og svarar kærunni fullum hálsi. Samtökin sem kærðu eru Land- vernd, Eldvötn – samtök um nátt- úruvernd í Skaftárhreppi, Nátt- úruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar. Náttúruundur í sögufrægu Skaft- áreldahrauni eru að mati Land- verndar og fjölda heimamanna í hættu, gangi áform um virkjunina í Hverfisfljóti eftir. Framkvæmdir, vegagerð og bygging stöðvarhúss nálægt náttúruperlunni Lamb- hagafossum yrði á óröskuðu svæði og telja andstæðingar áformin ógn fyrir ferðaþjónustu. „Við vísum því ekki á bug á þessu stigi að um brot á náttúruverndar- lögum gæti verið að ræða, við bíðum úrskurðar,“ segir Jóhannes oddviti. „En við þurfum að horfa á heildarhagsmunina, umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega hags- muni.“ Framkvæmdir við virkjunina gætu hafist um leið og niðurstaða liggur fyrir, að því gefnu að ekki verði tekið tillit til kærunnar. „Ég ætla ekkert að tjá mig um málið, ákvarðanir um þetta voru teknar fyrir mína tíð,“ segir Einar Kristján Jónsson, nýráðinn sveitar- stjóri Skaftárhrepps, um deilur í héraðinu vegna áformanna, ekki síst meðal kjörinna sveitarstjórnar- fulltrúa. Auður Önnu Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir að það standi til að tengja Hnútu- virkjun tengivirki á Prestsbakka þar sem fyrir sé tenging. Varla sé því um aukið framboð af raforku í Skaftár- hreppi að ræða. „Þetta er einstakt svæði, þar sem við getum fylgst með landi í mótun rétt við þjóðveginn. Það er um klárt brot á náttúruverndarlögum að ræða,“ segir Auður. n Virkjunin styrki stöðu samfélagsins Lambhagafossar munu raskast ef virkjað verður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar bth@frettabladid.is SAMFÉLAG Jón Baldursson, heims- meistari í bridds og nýráðinn lands- liðseinvaldur, hyggst tilkynna landsliðshópinn í opnum flokki í bridds í dag. Jón segir að það hafi verið nokkuð snúið að velja úr hópi spilara, meg- inspurningin hafi verið um þriðja parið í hópnum. Alls munu sex spil- arar skipa liðið. „Framboðið var meira en ég hélt að yrði,“ segir Jón. Þriggja para hópur verður einnig valinn til að æfa með landsliðinu. „Við fengum átta umsóknir í æfingahópinn sem mér fannst mjög mikið. Ég er ánægður með ásóknina. Valið var mjög erfitt,“ segir Jón. Að gefnu tilefni vill Jón koma á framfæri að liðsagi hafi ekki verið vandamál í landsliðum Íslendinga í bridds síðastliðna áratugi. Þegar hann hafi sagt í Fréttablaðinu á dög- unum að áfengisneysla yrði aldrei umborin hafi hann að mestu átt við eitt einangrað tilvik á einu tilteknu stórmóti. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var landsliðseinvaldurinn að vísa til hnökra sem komu upp hjá aðeins hluta landsliðsins í opnum f lokki á Evrópumótinu í sumar. Árangur á því móti var sá versti um áratugaskeið og talinn óviðunandi. Íslendingar urðu heimsmeistarar í bridds árið 1991. Íslenska keppnis- liðið hefur margoft eftir að sá árang- ur náðist unnið Norðurlandamót í íþróttinni. Stefnir Jón að því að koma lands- liðinu aftur í hóp bestu liða heims, þótt við ramman reip sé að draga. Spilarar bestu landsliða eru meira og minna atvinnumenn í íþróttinni nú um stundir, ólíkt íslenskum spil- urum. n Einvaldur segir agabrot í briddslandsliðinu einangrað tilvik benediktboas@frettabladid.is UMFERÐ Í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem komu út í gær kemur fram að 20 slys verða á ári á einbreiðum brúm, slysin séu alvar- legri í dreif býli og það sé há slysa- tíðni í einbreiðum jarðgöngum. Stofnunin skoðaði slys og óhöpp í 10 jarðgöngum, auk slysa 200 metra fyrir utan og 50 metra inn í þau, árin 2011 til 2020. Segir að ekki þurfi að koma á óvart hversu há slysatíðni sé við einbreið jarðgöng. Skoða eigi hvort lækka megi tíðnina. Þá kemur fram að á árunum 2002 til 2021 séu 400 slys skráð á einbreiðum brúm eða 20 á ári. Af þessum slysum eru átta banaslys. Er bent á að samhliða fækkun á ein- breiðum brúm hafi slysum fækkað. Þó svo að slysatíðni sé hærri í þéttbýli verði hlutfallslega alvar- legri slys í dreifbýlinu og banaslysin verða frekar þar. Þá segir að meira en 50 prósent alvarlegra slysa og banaslysa á þjóðvegum í dreif býli verði við útafakstur. Mannleg mistök eru aðalorsök flestra umferðarslysa, segir í Fram- kvæmdafréttunum. n Einbreiðu göngin eru slysagildra Einbreiðar brýr eru um 30 talsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Verð á matarkörfunni breytist lítið milli júlí og ágúst hér á landi, mun minna en í Bretlandi og Frakklandi. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Veritabus framkvæmdi í net- verslunum í síðustu viku. Matarkarfan hér hækkaði ein- ungis um 0,15 prósent milli mánaða, sem jafngildir 1,8 prósenta verð- bólguhraða á heilu ári. Ávextir og grænmeti lækkuðu í verði og einnig kjöt og fiskur. Mjólkur- og drykkjarvörur stóðu að mestu í stað en mestu hækkanirnar voru í dósa- og þurrmat, sælgæti og snakki, auk þess sem brauðmeti hækkar eitthvað. Talsverðar hækkanir virðast enn vera að koma inn í verðlag í Frakk- landi og á Bretlandseyjum og mán- aðarhækkunin í Frakklandi er 2,8 prósent en 2,1 prósent í Bretlandi. Mjög miklar hækkanir eru á mjólkurvörum, dósamat og f leiri vörum í Bretlandi og Frakklandi. Af þessu má draga þá ályktun að mjög dragi úr verðbólguþrýstingi vegna matarverðs hér á landi. Óvar- legt er þó að reikna með áhrifum þess í vísitölu neysluverðs sem Hag- stofan birtir 30. ágúst næstkomandi vegna þess að þar styðst Hagstofan við eldri mælingar á matvælaverði. Veritabus kannaði 100 vörur í netverslunum. Þar sem verð vantaði var kannað hilluverð í verslunum. Um sömu vörur er að ræða á Íslandi. Erlendu vörurnar eru valdar af sér- fræðingum Veritabus til að endur- spegla samsvarandi innlendar vörur. n Matarkarfan stendur nánast í stað Mannleg mistök eru orsök flestra slysanna. Grænmeti og ávextir lækka milli mánaða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 4 Fréttir 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.