Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 28
Leikkonan Halldóra Þöll
leikur Frigg og er eini Íslend-
ingurinn í söngleiknum
Blóðlína The Viking Musical
sem er að rokka hressilega á
Edinburgh Fringe-hátíðinni.
Hún kom á hólminn vopnuð
íslenskum menningararfi
sem kom sér vel þegar dýpka
þurfti skilning leikhópsins á
íslenskri tungu og norrænni
goðafræði.
toti@frettabladid.is
„Ég held að þau hafi kannski bara
viljað fá svolítið skandinavísk áhrif
á stykkið og það heppnaðist bara
mjög vel og var ansi fyndið því allir
í teyminu eru Bretar nema ég,“ segir
leikkonan Halldóra Þöll Þorsteins
um Blóðlínu, nýjan, rokkþungan
söngleik á Edinburgh Fringe-hátíð-
inni.
„Lögin eru öll frumsamin og
hópurinn er yfir höfuð hæfileika-
sprengja. Við erum ellefu, sem
leikum og spilum á hljóðfæri, ásamt
höfundunum sem höfðu ekki mik-
inn tíma til að rannsaka hlutina
þannig að við hin gátum alveg sjálf
haft mikil áhrif á sýninguna og ég
kom sérstaklega með tungumála-
þekkinguna og norrænu goðafræð-
ina sem ég hef yfir höfuð mikinn
áhuga á.“
Taktfastur vopnaburður
Konur eru í forgrunni annars nokk-
uð hefðbundins víkingadrama í
Blóðlínu og Halldóra, sem leikur
gyðjuna Freyju og f leiri hlutverk,
segir söngleikinn ekki síst keyrðan
áfram af æsilegum bardagaatriðum
í bland við þungarokk og þjóðlaga-
tónlist.
„Það er rosalega mikið stuð og
mjög gaman að gera þetta og það
sem gerir þessa sýningu ansi bylt-
ingarkennda er að við erum að
berjast á sviðinu í takt við lögin sem
eru sungin.“
Sverð og skildir eru því á lofti með
tilheyrandi djöfulgangi þar sem
Halldóra segir að bardagar yfirtaki
hefðbundinn söngleikjadans í ansi
flottum og flóknum atriðum.
Fallið í frjóan jarðveg
„Þetta er frábær sýning og við
erum að fá mjög góð viðbrögð og
meðmæli frá áhorfendum og mjög
góða dóma og ég held að fólk sé að
verða ansi spennt fyrir þessu út af
því að þetta er alveg svolítið sér-
stakt út af fyrir sig,“ segir Halldóra
sem hefur meðal annars bæði verið
sögð bera af sem „rokkgellan“ Frigg
og að söngur hennar, í anda Jesus
Christ Superstar, sé besta lagið í
sýningunni.
Halldóra Thoell, eins og hún
kallar sig á erlendri grundu, lærði í
London en býr á Íslandi um þessar
mundir þótt hún gæti ílengst eitt-
hvað úti ef vel gengur. „Eins og
staðan er núna sýnum við hérna í
Edinborg út mánuðinn en það er
verið að stefna á túr um Bretland á
næsta ári. Það væri alger draumur,“
segir Halldóra og bætir við að stefnt
sé á að gefa tónlistina í sýningunni
út almennilega á plötu og að hóp-
söfnun sé í gangi fyrir útgáfunni og
frekari útrás Blóðlínu. n
Frigg rokkar
í æsilegum
blóðlínudansi
Halldóra Þöll hefur meðal annars leikið í Eurovision-myndinni The Story of
Fire Saga og Verbúð en tekur nú sviðið í Pleasance Dome í Edinborg sem til-
komumikil Frigg á Edingburgh Fringe-hátíðinni. MYNDIR/JANE HOBSON
Vígvöllurinn er blóði drifinn enda átökin hörð þar sem hjörtu jafnt sem
sverð bresta og brotna.
Þór og Loki
láta bassann
og gítarinn
tala þegar þeir
hlutast til um
málefni þorps-
búa.
Systur munu berjast í Blóðlínu þar sem stíliserað vopnaglamur leysir hefð-
bundin dansatriði af hólmi. MYND/JANE HOBSON
Blóðlína
Söngleikurinn gerist í bænum
Birka einhvers staðar á
Norðurlöndum í kringum árið
900 og fjallar um víkingasyst-
urnar Magnhildi og Ingiríði
sem takast á um hvor taki við
leiðtogahlutverkinu að föður
þeirra látnum.
Mikið liggur við þar sem
óvinir ógna bænum og
íbúarnir þurfa að verja litla
bæinn sinn og tilverurétt um
leið gegn ofurefli þannig að
hjörtu og sverð munu brotna.
Afskipti goðanna Friggjar,
Þórs og Loka eru svo til þess
að flækja málin enn frekar
en þeir tveir síðarnefndu eru
sagðir halda gríninu gangandi
á bassa annars vegar og
rythma-gítar hins vegar.
TÓNLIST
Aldous Harding
Hljómahöll í Reykjanesbæ
Nina Richter
„Má þetta?“ var það sem ég hugsaði
þegar ég sá myndband með nýsjá-
lensku tónlistarkonunni Aldous
Harding í fyrsta sinn. Hún er ein af
fáum listamönnum sem tekst að
miðla nærveru í gegnum slíkt mynd-
band. Sú nærvera er hrá og einlæg.
Hún virkar óhrædd, sem er ótrúlegur
og afvopnandi seiður. Enginn filter.
Tónlist Aldous Harding er tónlist
sem gagnrýnendur tónlistartímarita
skrifa einna mest um. Útsetningarn-
ar eru lærðar og listaháskólagengnar,
og sungnu línurnar eru ljóð sem
myndu sæma sér í hvaða útgáfu sem
er. Það kemur lítið á óvart að fyrri
plötur hennar, Party og Designer,
hafi hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Þetta er sú tegund tónlistar sem fólk
sem vinnur við að skrifa um tónlist,
elskar að elska.
Nýjasta plata Harding, Warm
Chris, er ekki slæm plata. En það
háir henni að koma á eftir tveimur
frábærum. Tónleikarnir í Hljóma-
höll í Reykjanesbæ voru liður í tón-
leikaferð Warm Chris og það fannst
vel á áhorfendunum að fæstir voru
komnir til að heyra eitthvað annað
en stærstu smellina The Barrel og
Zoo Eyes.
Meðalaldurinn í húsinu var um
fertugt. Flestir þekktu nokkra, marg-
ir þekktu marga og þetta var svolítið
eins og að vera í stórafmæli. Flestir
höfðu ferðast frá sama frímerkinu.
Kærasti Aldous, velski tónlistar-
maðurinn H. Hawkline, sem einn-
ig spilar í bandinu með Aldous, tók
rosalega langa upphitun og fólkið
sem hafði komið snemma með rútu
frá BSÍ virtist geispa nokkuð mikið
yfir upplifun sem líktist karókí-
kvöldi fyrir einn.
Þegar Aldous steig á svið, látlaus
með tagl í hárinu klædd svörtum
kjól, upphófst sýning sem var öllu
risminni en ég hafði vonað. Hún
er frábær söngkona og flutningur
nánast fullkominn, en hún beitti
sér lítið fyrir einlægri tengingu við
áhorfendur. Þegar það gerist eru
áhorfendur sviknir um sameiginlega
hópupplifun: hún segir, ég tengdi,
við tengjum. Þessi svakalega seið-
magnaða persóna setti þannig vegg
milli sviðs og áhorfenda. n
NIÐURSTAÐA: Tónleikar Aldous
Harding í Hljómahöll voru fínir en
ekki mikið umfram það. Nándina
skorti þó að rýmið væri lítið. Það
er kannski betra að hlusta bara á
tónlistina í góðum heyrnartólum á
meðan maður spilar Sims.
Slöpp tenging en annars fínasta framkvæmd
Aldous Harding í Berlín 2019.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
24 Lífið 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGUR