Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 30
Reynt hefur verið að koma Sandman á skjáinn frá 1991 og það tók því þrjá áratugi. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. *Mjúka deildin samanstendur af dýnum, sængum, koddum, rúmfötum, lökum, sloppum, dýnuhlífum, mottum, inniskóm og handklæðum. MJÚKIR DAGAR 20% afsláttur af öllum rúmum og mjúku deildinni* Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. Neil Gaiman gríðarlega sáttur við Sandmanninn Tom Sturridge fer með hlutverk Morpheusar, aðalpersónu The Sandman. NETFLIX/SKJÁSKOT Sjónvarpsaðlögun Netflix af The Sandman, einu vin- sælasta verki myndasöguhöf- undarins Neil Gaiman, er í 3. sæti hjá streymisrisanum á Íslandi og höfundurinn segist stoltur af því hvernig lang- þráð aðlögunin hefur tekist. ninarichter@frettabladid.is Fantasíuþættirnir The Sandman á Neflix eru með þeim mest streymdu á Íslandi í dag. Þeir byggja á mynda- sögum Íslandsvinarins Neil Gai- man, sem komu út frá 1989 til 1996, í 75 heftum. Sagan hverfist um Draum, eða Morpheus eins og hann er einnig kallaður. Draumur er konungur draumanna. Hann er einn af hinum sjö „Endalausu“, og er jafngamall mannlegri tilvist. „Hin endalausu“ eru holdgerving grunn- fyrirbæra sem varða mannlegt líf. Auk Draums eru Dauðinn, Þráin, Örlögin, Örvænting, Firring og Tor- tíming. Seinfær framleiðsla Tilraunir til að kvikmynda söguna má rekja til ársins 1991 en það var ekki fyrr en um 2013 sem hjólin hófu að hreyfast fyrir alvöru þegar David Samuel Goyer kom að verk- efninu. Goyer sá er þekktastur fyrir handritavinnu við Blade-mynd- irnar, Batman-myndir leikstjórans Christopher Nolan og f leiri stór myndasögutengd kvikmyndaverk- efni, auk þess að vera einn aðal- handritshöfunda fyrir Call of Duty tölvuleikjarisann. Goyer fékk stórleikarann Joseph Gordon-Lewitt með í verkefnið, en hann hafði í hyggju að túlka aðal- persónuna og hugsanlega leikstýra þáttunum einnig. Samstarfið fór út um þúfur árið 2016, Gordon-Lewitt sagði sig frá verkefninu og Warner Bros, eigandi framleiðsluréttarins, beindi sjónum sínum að sjónvarps- aðlögun í staðinn. Samningar náð- ust við Netflix árið 2019 og tökur fóru fram í miðjum heimsfaraldri. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem verk Gaiman eru kvikmynduð eða áhrif úr sagna- heimi höfundarins notuð í formið. Nýleg dæmi eru sjónvarpsþættirnir American Gods, Good Omens og Lucifer. Sáttur við sitt fólk Neil Gaiman hefur lýst yfir mikili ánægju með The Sandman. Í sam- tali við bandaríska tímaritið Variety mærir hann Tom Sturridge og segir meðal annars frá því að nafn Toms, sem leikur aðalpersónuna, hafi komið upp í fyrsta tölvupóstinum um leikaravalið. „Svo hittum við fimmtán hundruð eða tvö þúsund Morpheusa en enginn þeirra var Tom. Hann hafði réttu nærveruna og hann sannfærði okkur alveg um að hann væri margmilljarða ára gömul vera, einhver sem var til í draumum fólks og ekki mennskur,“ segir höfundurinn í viðtali við bandaríska tímaritið Variety við frumsýningu á stiklu þáttanna í Los Angeles fyrr á árinu. „Leikhópurinn, tökuliðið og framleiðendurnir, algjörlega allir sem komu að þessari framleiðslu, elska Sandman og gáfu sig alla í þessa þáttaröð,“ segir Neil Gaiman við erlenda fjölmiðla. Grét yfir sjötta þætti Aðspurður sagði hann að sjötti þátt- urinn hefði komið sér mest á óvart. „Ég grét þegar ég horfði á sjötta þátt- inn. Þegar ég horfði á þáttinn nánast fullkláraðan, áður en við gengum endanlega frá tæknibrellunum. Ég áttaði mig skyndilega á því að tárin láku niður kinnarnar.“ Gaiman segist hafa velt vöngum yfir því, hvernig hann gæti grátið yfir eigin skáldskap. „Hvernig gat ég grátið yfir orðum sem ég skrifaði sjálfur í myndasögu fyrir þrjátíu og eitthvað árum síðan? Hvernig getur þetta eiginlega hreyft við mér til- finningalega?“ spyr höfundurinn. „En þetta náði mér alveg rosalega. Það kom mér mjög á óvart að ég gæti upplifað mig meðal áhorfenda gagnvart verki sem ég bjó sjálfur til,“ segir hann. Önnur þáttaröð líkleg Hvað framhaldið varðar hefur Netf lix ekki enn þá staðfest aðra þáttaröð með formlegum hætti. Þó þykir mjög líklegt að af henni verði. Einn af framleiðendum þáttanna, Allan Heinberg, sagði í samtali við bandaríska miðilinn Entertain- ment Weekly að undirbúningur fyrir handritagerð seinni þáttaraðar væri hafinn. Í sömu grein fullyrðir blaðamaðurinn Josh Rosenberg að næsti kafli í sögunni um Morpheus sé jafnan talinn sá allra besti í sög- unni um Sandmanninn. n toti@frettabladid.is „Mætingin fór fram úr öllum vonum,“ segir stuðþingmaður- inn Jakob Frímann Magnússon sem tókst með lagni að fá Bjarka Tryggvason til þess að syngja aftur Í sól og sumaryl eftir áratuga þögn í sumarfögnuði Flokks fólksins á sunnudaginn. „Allar dætur Bjarka, ásamt barna- börnum, óku norður til að upplifa þessa óvæntu endurkomu föður síns og heimamenn létu sig sannarlega ekki vanta og fögnuðu ákaft endur- komu Bjarkans,“ heldur Jakob áfram og bætir við að stappfullt hafi verið á Café Lyst og ýmsir þurft frá að hverfa. Upphaflega stóð til að gleðin yrði í Lystigarði þeirra Akureyringa en þegar á reyndi lét sumarylurinn á sér standa og Bjarki söng því innan- dyra. Jakob segir skemmtilega til- viljun að Gylfi Ægisson hafi samið lagið í Lystigarðinum fyrir nákvæm- lega hálfri öld. „Og að sá lögreglu- maður sem sendur hafði verið á staðinn til að fjarlægja þennan ölv- aða mann með gítar skuli hafa verið ungur verðandi séra Pálmi Matthí- asson sumarafleysingamaður gerir þetta enn þá skemmtilegra,“ segir Jakob, kominn á söguleg mið. n Töfrastund í hverfulum sumaryl Jakob og Bjarki í skýjuðum sumaryl á sunnudaginn. MYND/SKAPTI/AKUREYRI.NET GEFÐU GJÖF TIL HEILLA HEILLAGJAFIR.IS 26 Lífið 17. ágúst 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.