Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 19
Eins og ég hef stundum greint frá, f lutti ég með fjölskyldunni – eigin- konu og fjórum fjórfættum sonum, þeir þrír tvífættu voru f lognir úr hreiðrinu – til Þýzkalands 1989. Stuttu eftir að við höfðum komið okkur fyrir þar, keyrði ég frúna í búð, þar sem okkur vantaði eitt- hvert smáræði. Ég er enginn sér- stakur búðarmaður, og beið því bara í bílnum. Með bílinn í gangi, af gömlum og góðum íslenzkum vana. Eldri maður, vingjarnlegur og kurteis, bankaði þá lauslega í bíl- rúðuna hjá mér, sem ég opnaði auðvitað með bros á vör. Ávarpaði hann mig með „Guten Tag, der Herr“, „Góðan dag, herra minn“, og sagði svo „Fyrirgefðu, það er bann- að að vera með bíl í lausagangi“. „Nú er það?“ svaraði ég hálf hlessa. Hvað var maðurinn eiginlega að fara? Hvers konar afskiptasemi var þetta eiginlega? Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, og hafa menn áttað sig á ýmsu og lært nokkuð. Auðvitað var loftmengun líka mál 1989, margir áttuðu sig bara ekki á því, hvað þá, að menn gerðu eitthvað í því. Undirritaður var ekki meðal ósyndugra. Annað dæmi: Þegar maður beið við járnbrautarteina, meðan lest fór hjá, átti skilyrðislaust að drepa á bílnum. Þar og þá var líka bannað, að aka á nagladekkjum. Þrátt fyrir svipaða vetrarveðráttu í Hamborg og hér, komumst við hjónin þó hjá óhöppum, slysum og öðrum vand- ræðum í umferðinni, á venjulegum vetrardekkjum, í 27 ár. Ég hef aldrei skilið nagladekkja- æðið hér. Heim til Íslands og í nútímann: Fyrir nokkru var ég í mínum morg- unæfingum. Bý við nokkra umferð- argötu. Var með bæði svalahurð og glugga opna. Út að götu. Vildi njóta ferska loftsins við andlegt og líkamlegt puðið. Þá kom þar að stór rúta, og lagði beint fyrir fram hjá okkur. Eitt var hávaðinn í bílnum, sem truf laði mig nokkuð í hugleiðslunni, en annað og verra var dísilstækjan, sem smám saman f læddi inn í íbúðina, eins og þokulæða í dal- botn. Bílstjórinn hafði sem sagt ekki fyrir því, að drepa á bílnum. Eftir nokkrar mínútur var stofan orðin full af dísilfýlunni, ég kominn úr stuði í mikilvægum æfingunum, auðvitað búinn að loka hurð og gluggum, en of seint. Alls stóð rútan þarna í um 15 mínútur, í blíðskaparveðri, alltaf í gangi. Eftir þetta hef ég fylgst nokkuð með bílum og bílstjórum, sem leggja í götunni hjá mér og annars staðar. Ef menn sitja í bílnum, og eru að bíða eftir einhverju eða einhverjum – tíma hjá lækni eða sjúkraþjálfa, viðtali við lögfræðing, tannfyllingu eða tanndrætti hjá tannlækni eða bara eftir því, að einhver komi inn í bílinn til þeirra, kannske eigin- konan úr búð, eins og hjá mér, eða tengdó til að passa krakkana – þá bíða menn bara rólegir; með bílinn í gangi. Safnast, þegar saman kemur, gleymist hér alveg, en auðvitað er þetta mest hugsunarleysi. Ekki er það ásetningur góðra manna að eitra blessað loftið að óþörfu. Versti þátturinn mun þó vera nagladekkjaæðið, sem er leyfilegt æði og stutt af lögreglu, sem fram- lengir gjarnan leyfilegan notkunar- tíma, reyndar án heimildar. Yfir í símanotkun við akstur, þá mætti ég þremur bílum á Egilsgöt- unni fyrir nokkru, bara á kaflanum milli Snorrabrautar og Barónsstígs, þar sem ökumenn voru allir gal- vaskir og hressir að tala í símann. Við þessu eiga víst með réttu að vera háar sektir, því svona aksturs- lag getur skapað stórfellda slysa- hættu, ekki bara fyrir málglaðan símanotanda, heldur líka fyrir aðra, sem álpast út í þessa umferð, með öllu þessu símaglaða fólki. Hvernig gat það eiginlega lifað, áður en farsímar komu til sögunn- ar!? Og, hvernig má það vera, að allt þetta símasnakk í bílum við- gangist, þrátt fyrir gildandi boð og bönn? Skýringin virðist einföld: Hér sést nánast aldrei nokkur lögreglu- maður í eftirliti í umferðinni, að leita að einum væri nánast eins og að leita að útilegumanni í Esjunni. Þetta vita allir og menn fara því bara sínu fram; í símtölum, hraða, bjórdrykkju fyrir akstur, nagla- dekkjaakstri eftir tíma og öðru atferli. Lausagangur er ekki bann- aður, þykir bara fínn. Það er ágizkun undirritaðs, að, ef 5-10 lögreglumenn væru settir í að fylgjast með því, sem er þó bannað, og kærðu fyrir margvísleg umferð- arlagabrot, hér á höfuðborgar- svæðinu, gætu sektir borgað laun 5-10 lögreglumanna til viðbótar, og, það, sem meira væri, stóraukið öryggi og velferð í umferðinni. n Litlu málin sem líka skipta máli – jafnvel miklu Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Ungt fólk gegnir lykilhlutverki við að móta þá framtíð sem bíður komandi kynslóða. Framtíð sem einkennist af félagslegu réttlæti, sjálfbærni og stafrænni þróun. Til að auka vægi ungu kynslóðarinnar í umræðunni og beina sjónum að því sem skiptir hana mestu máli ákvað Evrópusam- bandið að árið 2022 yrði Evrópuár unga fólksins. Vegna Evrópuársins hafa verið skipulagðir um 4.000 viðburðir fyrir ungmenni og af ungmennum í Evr- ópu þar sem málefnin sem standa hjarta þeirra næst eru í brennidepli. Hér á landi hefur Landskrifstofa Erasmus+, sem rekin er af Rannís, nú þegar veitt 3,4 milljónum króna í styrki til 18 viðburða eða viðburða- raða sem virkja að minnsta kosti 1.500 unga einstaklinga. Þessir við- burðir skapa vettvang til samtals um fjölbreytt viðfangsefni, svo sem loftslagsmál, stuðning við flóttafólk og geðheilbrigðismál. Fimmtudaginn 18. ágúst verður gleðin allsráðandi í Laugardals- lauginni því þar fer fram sumar- hátíð unga fólksins. Þarna mun ungt tónlistarfólk leika listir sínar meðan sundlaugargestir njóta ofan í laug eða uppi á bakka, því einn- ig verður opið inn á laugarsvæðið. Boðið verður upp á sætar veitingar, þjálfun í strandblaki og sundballett, fataskiptimarkað og upplýsingar um þau fjölmörgu tækifæri sem standa ungu fólki til boða í Evrópusamstarfi á vegum Rannís. Miklu máli skiptir að ungt fólk fái að taka virkan þátt í samfélaginu og hafa raunveruleg áhrif alltaf og alls staðar – ekki aðeins í tengslum við ákveðið ár eða átak. Þess vegna eru áætlanir eins og Erasmus+, European Solidarity Corps og Creative Europe til staðar. Þær gefa ungmennum tækifæri til að efla sig gegnum nám og þjálfun, taka þátt í menningar- samstarfi þvert á landamæri, láta gott af sér leiða gegnum sjálfboða- störf og þróa samfélagsverkefni þar sem þau finna sjálf leiðir til að takast á við áskoranir samtímans og koma þeim í framkvæmd. Við hvetjum allt ungt fólk og fjölskyldur þeirra til að vera með í Evrópuári unga fólksins, hvort sem það er með því að fagna í Laugardalnum, taka þátt í málefna- tengdum viðburðum yfir árið eða sækja um styrk í evrópska sjóði á vegum Rannís. Aðgangur í laugina er ókeypis og boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá milli kl. 16 og 19. n Árið 2022 er tileinkað ungu fólki í Evrópu – Sumarhátíð 18. ágúst í Laugardalslauginni Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur hjá Rannís Rúna Vigdís Guðmarsdóttir forstöðukona Landskrifstofu Erasmus+ hjá Rannís Miklu máli skiptir að ungt fólk fái að taka virkan þátt í samfélag- inu og hafa raunveru- leg áhrif alltaf og alls staðar – ekki aðeins í tengslum við ákveðið ár eða átak. Versti þátturinn mun þó vera nagladekkja- æðið, sem er leyfilegt æði og stutt af lög- reglu, sem framlengir gjarnan leyfilegan notkunartíma, reyndar án heimildar. Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.