Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 2022
Andlitsmynd af Birni Jóhannssyni
bónda eftir Kjarval frá 1927.
MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR
starri@frettabladid.is
Fyrsta miðvikudag í ágúst hófust
vikulegar hádegisleiðsagnir um
sýninguna Andlit úr skýjum
– mannamyndir Jóhannesar
S. Kjarval, sem er haldin á Kjar-
valsstöðum í Reykjavík. Það er
starfsfólk Listasafns Reykjavíkur
sem sér um leiðsagnirnar og í dag
er það Halla Margrét Jóhannes-
dóttir, verkefnastjóri hjá Listasafni
Reykjavíkur, sem leiðir gesti í
gegnum sýninguna.
Andlitsmyndir Kjarvals hafa
skipað veglegan sess á yfirlitssýn-
ingum á verkum listamannsins en
hingað til hefur sjónum ekki verið
beint sérstaklega að þeim.
Mörkuðu þáttaskil
Jóhannes Sveinsson Kjarval er
einn ástsælasti listamaður þjóðar-
innar og málverk hans og túlkun á
náttúru Íslands skipa stóran sess í
menningar- og listasögu landsins.
Færri vita að hann hóf opinbera
listamannsferil sinn árið 1923 sem
málari og teiknari andlitsmynda.
Teikningar hans af íslensku
alþýðufólki frá 1926-30 mörkuðu
svo hin stóru þáttaskil á ferli hans.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Frítt er fyrir handhafa Árskorts
Listasafns Reykjavíkur og Menn-
ingarkorts Reykjavíkur.
Leiðsögnin hefst klukkan 12.15
og stendur yfir í um 20 mínútur. n
Nánar á listasafnreykjavikur.is.
Mannamyndir
Kjarvals
Nýja verslun Brandtex í Skipholti er glæsileg. Hér má sjá Berglindi Ásgeirsdóttur, eiganda Brandtex, láta fara vel um sig í hægindastól í nýju búðinni. Við hlið
hennar til hægri situr Bryndís Sigurðardóttir. Fyrir ofan þær standa Laufey Jónsdóttir og Ásrún Traustadóttir. FRÉ TTABLAÐIÐ/ERNIR
Stórglæsileg opnunarhátíð
í nýrri verslun Brandtex
Kvenfataverslunin Brandtex flytur sig um set en Brandtex, sem hefur verið starfrækt í
Kringlunni undanfarin ár, opnar nýja verslun í Skipholti 33 á morgun, fimmtudag. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is