Fréttablaðið - 17.08.2022, Blaðsíða 13
Það er ekki
skynsam-
legt að
starfsmenn
hins opin-
bera leiði
launa-
þróun með
þessum
hætti.
Ari Fenger,
formaður
Viðskiptaráðs
Hildur Leifsdóttir starfar sem lög-
maður á lögmannsstofunni Mörk-
inni. Hún kveðst vera með fjölmörg
áhugamál og er vandræðalega for-
vitin að eðlisfari.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Verandi með aðeins ofvirkari
huga en meðaljóninn þá er svo
margt sem heillar og fátt útilokað.
Ferðalög, útivist, samvera með
vinum og fjölskyldu, lestur, líkams-
rækt og tónlist. Langmesta snilldin
er þegar mér tekst að tvinna þetta
saman, til dæmis í ræktinni með
mínum bestu konum, veiði með
góðu fólki eða að syngja með snill-
ingunum í Kvennakórnum Kötlu.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Ég er alæta á bækur og margar
hafa setið lengi í mér af mismun-
andi ástæðum. Mér er algerlega
ómögulegt að velja eina. Annars
er best að ná í góðar bækur í bóka-
skápinn hans Tomma sem bætir
reglulega við mörgum góðum. Sú
nýjasta heitir Life after life eftir Kate
Atkinson. Mæli með.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Síðasta ár var mjög krefjandi
og skemmtilegt bæði í vinnu og
einkalífi. Við fjölskyldan f luttum
í draumahúsið okkar eftir að hafa
eytt tveimur árum í viðamiklar
endurbætur. Það sér ekki enn fyrir
endann á þeim en geðheilsan er
hægt og bítandi á leið upp á við.
Í vinnunni sérhæfi ég mig í sam-
keppnisrétti og var svo lánsöm að
fá ýmis skemmtileg og f lókin mál
á því sviði á mitt borð sem ég lærði
gríðarlega mikið af og naut þess að
sinna.
Hvaða áskoranir eru fram undan?
Eins og alltaf er fjöldinn allur
af krefjandi og spennandi málum
fram undan hjá okkur á Mörkinni
sem ég hlakka til að glíma við. Dæt-
urnar eru að stíga sín fyrstu skref
í skólakerfinu og ég legg mig fram
við að taka þátt í þeirra lífi. Annars
styttist óðf luga í fertugsafmælið
og mér skilst að þá hefjist svokall-
aður Landvættakaf li í lífinu. Að
öllu gamni slepptu er helsta áskor-
unin að koma öllu því fyrir sem mig
langar til að gera, bæði fyrir mig
sjálfa og fjölskylduna.
Er vandræðalega forvitin að eðlisfari
Hildur segir að
sínar eftir-
lætisborgir séu
Kaupmanna-
höfn og París en
hún getur ekki
gert upp á milli
þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Nám: Lögfræðingur frá Háskóla
Íslands.
Störf: Lögmaður á Mörkinni lög-
mannsstofu hf. Þar áður lögfræð-
ingur hjá Samkeppniseftirlitinu.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með
Tómasi Hrafni Sveinssyni lögfræð-
ingi. Saman eigum við tvær dætur,
Margréti Maríu og Gerði.
n Svipmynd
Hildur Leifsdóttir
Formaður Viðskiptaráðs
segir mikilvægt að elta ekki
launahækkanir hins opinbera
í komandi kjarasamningum.
Hann kallar eftir auknu
aðhaldi í ríkisfjármálum. Það
hafi sjaldan verið jafn mikil-
vægt og nú.
Samkvæmt skýrslu kjaratölfræði-
nefndar hefur hið opinbera leitt
launaþróun á Íslandi síðastliðin
þrjú ár. Þannig voru heildarlaun
árið 2021 að meðaltali hæst hjá
ríkinu. Þá hefur grunntímakaup
hækkað mest hjá Reykjavíkurborg
frá árinu 2019, eða um 29,8 prósent.
Ari Fenger, formaður Viðskipta-
ráðs, segir ýmsa hafa varað við
þessari þróun um nokkurt skeið,
meðal annars Viðskiptaráð.
„Það sem við höfum einna helst
gagnrýnt er að á meðan launavísi-
tala á almennum vinnumarkaði
hefur hækkað um 16 prósent þá
hefur launavísitala opinberra
starfsmanna hækkað um tæp 25
prósent.
Það er þetta sem við höfum
áhyggjur af því það er ekki skyn-
samlegt að starfsmenn hins opin-
bera leiði launaþróun með þessum
hætti. Það er alltaf heppilegra að
einkageirinn geri það.“
Að hans mati verði almenn
launaþróun, þar með talið hjá
hinu opinbera, að vera í samræmi
við framleiðnivöxt og verðbólg-
umarkmið Seðlabankans. Launa-
hækkanir síðustu þriggja ára hjá
hinu opinbera hafi verið órafjarri
því. Síðustu ár hafi vissulega verið
óvenjuleg en það gefi samt auga-
leið að það þurfi að taka á þessum
auknu útgjöldum.
„Þetta er ekki eina orsök verð-
bólgunnar en við getum samt ekki
haldið áfram á þessari braut. Það
mun ekki skila okkur neinu og gerir
stöðuna enn snúnari nú þegar við
siglum inn í kjarasamninga í 10
prósenta verðbólgu.“
Ari segist meðvitaður um þær
ástæður sem liggja að baki útþenslu
Ótækt að ríkið leiði almenna launaþróun
Að mati
formanns
Viðskiptaráðs
hefur tekist
vel til við að
verja kaupmátt
launa í gegnum
faraldurinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
ríkisins á undanförnum árum. Að
baki liggi eðlilegar skýringar.
„Við höfum náð góðum árangri
síðustu ár þrátt fyri efnahags-
leg áföll. Það má ekki gleyma því.
Kaupmáttur launa hefur aukist um
8,6 prósent frá árinu 2019 og kaup-
máttur lægstu launataxta hefur
hækkað um 9,6 prósent sem ég held
að megi segja að sé algjört eins-
dæmi. Það má hrósa því sem vel
er gert. En við höfum einfaldlega
verið að benda á mikilvægi þess að
gæta aðhalds í ríkisfjármálum. Það
hefur sjaldan verið jafn mikilvægt
og nú.“
Ein birtingarmynd launaþró-
unar síðustu ára, að mati Ara, er að
fyrirtæki eigi sífellt erfiðara með að
keppa við ríkið um starfsfólk.
„Við gerðum könnun hjá okkar
aðildarfélögum í vor og þar kom
fram að tæplega helmingur fyrir-
tækja er að missa starfsmenn til
hins opinbera vegna launa. Þannig
að það er klárlega ákveðinn f lótti
úr einkageiranum yfir til hins opin-
bera vegna þessarar þróunar. Og
það er eiginlega alveg ótrúleg staða
og við þurfum að snúa þessu við.“
Hann leggur jafnframt áherslu á
að ef grípa eigi til beinna aðgerða
ríkisins í komandi kjaraviðræðum
þá verði þær hófstilltar .
„Þá er mikilvægt að þær aðgerðir
verði skýrar og beinist fyrst og
fremst að þeim hópum launþega
sem standa höllum fæti,“ segir Ari
Fenger. n
Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Við hestaheilsu að njóta lífs-
ins með fjölskyldunni minni og
vinum.
Ef þú þyrft ir að velja annan
starfsframa, hvað yrði fyrir valinu?
Ég er vandræðalega forvitin að
eðlisfari, elska ráðgátur og íslensk-
ar sumarnætur, svo líklega hefði
fornleifafræði steinlegið.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
Það er einfaldlega ekki hægt
að gera upp á milli Kaupmanna-
hafnar og Parísar. Tvær borgir sem
fá hjartað til að slá hraðar um leið
og vélin lendir. n
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars
@frettabladid.is
MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 2022 Fréttir 13FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 2022