Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 18

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 18
Ég var spenntur, hræddur, stressaður, alls konar Ég vil að íslensku ræturnar mínar séu hluti af öllu sem ég geri. 18 Íþróttir 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR Hafnaboltakappinn Kristófer Jonathan Bow varð í síðasta mánuði fyrsti Íslendingurinn til að vera valinn í nýliðavali Major League Baseball (MLB) vestanhafs. Ekki nóg með það, Kristófer var valinn af stór­ veldinu New York Yankees. ÍÞRÓTTIR Kristófer Jonathan Bow fæddist á Íslandi en f luttist til Bandaríkjanna aðeins eins árs gamall. Hann er alinn upp í Las Vegas þar í landi. Faðir hans, Jona­ than Bow, gerði garðinn frægan í körfuknattleik hér á landi, þar sem hann lék til að mynda með íslenska landsliðinu. Þá lék hann með Hauk­ um, Keflavík, KR og Val. Hann varð í þrígang Íslandsmeistari. Móðir hans er Ester Vigil Kristófersdóttir. Hún fæddist hér á landi. Hinn 21 árs gamli Kristófer var valinn af Yankees í fjórtándu umferð, val númer 430. „Það voru alls konar tilfinningar í gangi hjá mér á þessum degi. Þetta var á þriðja degi nýliðavalsins og ég vissi að ég fengi líklega ekki þann samning sem ég vildi upphaflega hvað pen­ ingaupphæðir varðar. Ég hafði því smá áhyggjur. En að lokum fór ég til Yankees,“ segir Kristófer, í samtali við Fréttablaðið. Átti erfitt val fyrir höndum Það stóð Kristófer einnig til boða að fara í eitt ár í háskólann í Arizona og leika þar, ásamt því að stunda sitt fjórða ár í háskólanámi. Hann hafði áður verið í Suður­Nevada háskól­ anum, hvaðan Yankees­liðið valdi hann. Kastarinn efnilegi taldi það besta kostinn að ganga strax til liðs við félagslið. „Ég hefði getað farið til Arizona. Fólk sagði mér að þá gæti ég þénað mun meira eftir nýliðavalið á næsta ári. Mig langaði hins vegar að byrja strax. Peningarnir eru eitthvað sem kemur síðar meir. Mér fannst mikilvægast af öllu að hefja ferilinn minn.“ Það var þó ekki auðvelt að segja nei við Arizona. Skólinn er þekktur fyrir það að þróa leikmenn áfram og gera þá betri. „Sá skóli er meira að segja oft kallaður æfingavöllur MLB. Þetta er mjög góður staður til að vera á. Þetta hefði hins vegar verið fjórða árið mitt í háskóla. Aldurinn skiptir líka máli í nýliðavalinu. Eftir að hafa tekið allt inn í myndina ákvað ég að fara ekki þangað,“ segir Kristófer. „Ég var spenntur, hræddur, stress­ aður, alls konar, en ég held að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Heilt yfir var ég mjög glaður með að geta verið með félagi eins og Yankees, sem kann virkilega að þróa leikmenn áfram.“ Jarðbundinn með skýr markmið Kristófer undirstrikar mikilvægi þess að finna félag sem gat þróað hann áfram og gert hann að eins góðum kastara og möguleiki væri á. „Ég var að leita að stofnun sem væri góð í að þróa leikmenn. Það eru ekki mörg lið sem þróa kastara eins og Yankees gera. Þau eru með mjög skýra mynd um hvað þau vilja gera með leikmenn. Það er vel skipulagt og rútínerað, þetta er bara frábært umhverfi. Mig langaði að fara í lið sem myndi leiða mig í átt að árangri í mörg ár, ekki bara nokkur.“ Þó Kristófer hafi verið valinn af Yankees þýðir það þó alls ekki að hann sé þar með kominn í aðalliðið. Það getur tekið nokkur ár fyrir leik­ mann að spila í MLB eftir að þeir eru valdir. Kristófer er jarðbundinn og mun bíða þolinmóður eftir tæki­ færinu. Þangað til gerir hann það sem í hans valdi stendur til að verða enn betri. Kastari stórveldis heldur í íslensku ræturnar Kristófer þykir gríðarlega efnilegur kastari. MYND/COLLEGE OF SOUTHERN NEVADA Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar @frettabladid.is „Markmiðið mitt núna er að verða besti hafnaboltaleikmaður og kast­ ari sem ég get orðið. Mig langar að einbeita mér að sjálfum mér, ekki öðrum sem eru í svipaðri stöðu. Ég hef talað við marga og fólk talar um að margir leikmenn verði uppteknir af því sem er í gangi annars staðar. Ef það að einbeita mér að sjálfum mér tekur mig lengra en einhvern annan, er það allt í lagi. Þetta gæti tekið nokkur ár, gæti tekið meira en það eða minna, en ég reyni að hugsa ekki of mikið um framtíðina og einbeita mér að því sem er að gerast núna.“ Þessi misserin er Kristófer staddur í Tampa á Flórída, þar sem hann æfir og spilar með Florida Complex League Yankees, sem er undir sama hatti og New York Yankees. Þar spilar hann á einu af lægra deildar­ þrepinu í bandarískum hafnabolta, sem undirbýr leikmenn fyrir stærra svið. „Ég stefni á að vera hérna í Tampa í allavega ár í viðbót. Ég er á byrjunar­ stigunum, en það er þar sem allir byrja,“ segir Kristófer. Þó Kristófer sé með báða fætur á jörðinni er hann afar metnaðargjarn og ætlar sér langt. „Ég hef alltaf haft mikið keppnisskap og viljað verða frábær í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vil aldrei gera neitt með hálfum hug, ég fer alla leið.“ Sem fyrr segir var faðir Kristófers öflugur körfuboltakappi. Það var hins vegar aldrei sett pressa á hann að feta í sömu fótspor. „Mamma og pabbi vildu bara að ég gerði það sem ég vildi. Mamma sagði mér alltaf að vera sá sem ég er og ég er svo þakk­ látur fyrir það, ég ætti að gera það sem ég hef áhuga á og gerir mig glaðan. Ég hafði meiri áhuga á hafnabolta og var betri í honum,“ segir Kristó­ fer, sem spilaði þó körfubolta fram á menntaskólaárin. Þykir vænt um íslensku ræturnar Kristófer er ekki eini Íslendingurinn sem var valinn í nýliðavali MLB í ár. Magnus Ellerts, sem á ættir að rekja hingað til lands, var valinn af Cleve­ land Guardians. „Það væri frábært ef við gætum vakið áhuga á hafnabolta í landinu okkar. Það eru ekki margir sem búa þar en ef einn og einn fær áhuga væri frábært að eiga þátt í því,“ segir Kristófer. „Ég vil að íslensku ræturnar mínar séu hluti af öllu sem ég geri. Ég á fjölskylduvini þarna og amma og afi bjuggu þarna.“ Það er orðið langt síðan Kristófer heimsótti Ísland síðast. Hann er þó stoltur af landinu sínu og hlakkar til að hafa meiri tíma aflögu til að heimsækja það. „Ég fór síðast þegar ég var tólf ára. Mig langar að fara aftur eins oft og mögulegt verður þegar ég hef tíma. Ég er mjög upptekinn núna en við næsta tækifæri fer ég aftur og geri hluti sem ég hef áhuga á þar. Ég er mjög spenntur fyrir því að skoða landið sem fullorðinn maður.“ Kristófer langar einnig að læra meiri íslensku. „Ég tala hana ekki og skil ekki mikið heldur, en ég væri svo til í að læra hana,“ segir Kristófer Jonathan Bow, hafnaboltakappi. n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.