Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 36

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 36
Verkefnastjóri upplýsinga-, kynningar- og gæðamála Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976. Samtökin vinna, í samstarfi við aðildarfélögin, að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með sérstaka áherslu á fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fötluð börn og ungmenni. Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála SÞ og heimsmarkmiðum SÞ. Hjá Þroskahjálp starfa 13 einstaklingar í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Þroskahjálp leggur sig fram við að vera fjölskylduvænn og sveigjanlegur vinnustaður. Nánari upplýsinga má finna á www.throskahjalp.is. Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225. Menntunar- og hæfniskröfur: • Kynningar- og útgáfumál samtakanna, s.s. umsjón með heimasíðu, samfélagsmiðlum, fréttum, póstlistum og öðrum upplýsingamiðlum auk samskipta við fjölmiðla • Textagerð, hönnun og uppsetning efnis fyrir alla miðla auk bæklingagerðar • Umsjón með gerð og þróun fræðsluefnis • Þátttaka í stefnumótun, eftirfylgni og framkvæmd ákvarðana • Yfirumsjón með skipulagi, utanumhaldi og eftirfylgni verkefna í samvinnu við ábyrgðaraðila verkefna, verkefnastjóra rekstrar og framkvæmdastjóra • Gerð og eftirfylgni með gæðastefnu, starfsmannastefnu og -handbók • Yfirumsjón með skjalamálum og ferlavinnu • Þátttaka í fjáröflunarverkefnum og gerð umsókna um styrki Helstu verkefni og ábyrgð: Umsóknarfrestur er til og með 5. september 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi sem nýtist í starfið. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. • Menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af sambærilegu starfi og verkefnum • Áhugi og þekking á málaflokknum og/eða mannréttindamálum er æskileg • Drifkraftur, frumkvæði og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi • Framúrskarandi samskiptahæfni, sveigjanleiki og jákvæðni • Þekking og reynsla af hönnunar- og uppsetningarforritum, t.d. Canva eða InDesign, er æskileg • Góð almenn tölvukunnátta • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti Landssamtökin Þroskahjálp leita að sveigjanlegum og drífandi liðsfélaga í stöðu verkefnastjóra upplýsinga-, kynningar- og gæðamála. Um fullt starf er að ræða og mun viðkomandi sinna fjölbreyttum verkefnum í skemmtilegu starfsumhverfi. RÁÐGJAFI VIRK á sviði starfsendurhæfingar með starfsstöð á Akranesi VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa hjá VIRK sem verður með starfsstöð hjá Verkalýðsfélagi Akraness, við Þjóðbraut 1. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Helstu verkefni • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Rík kostnaðarvitund • Góð tölvu- og tækniþekking • Þekking á verkefnastjórnun er kostur • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.