Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 20.08.2022, Blaðsíða 39
Matvælaráðuneytið Embætti skrifstofustjóra fjármála í matvælaráðuneyti Hvaða kröfur gerum við? • Færni í að skapa liðsheild á vinnustað og leiða fólk til árangurs. • Samskiptafærni, jákvætt og lausnamiðað viðhorf, þjónustulund og metnaður. • Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi. • Árangursrík reynsla af stefnumótun, áætlanagerð og rekstri. • Farsæl reynsla af fjármálastjórnun, reikningshaldi og mannaforráðum. • Reynsla af því að stýra fjölbreyttum hópi sérfræðinga. • Reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu. • Góð færni í íslensku í ræðu og riti. • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur. • Þekking á Oracle-kerfi ríkisins (Orra) er kostur. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Umsókn skal skilað á postur@mar.is. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf á íslensku um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættið. Hæfnisnefnd skipuð af matvælaráðherra metur hæfni umsækjenda samkvæmt reglum nr. 393/2012 og skilar greinargerð til ráðherra. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 8. september næstkomandi. Nánari upplýsingar um embættið veitir Benedikt Árnason ráðuneytis- stjóri í gegnum netfangið postur@mar.is. Matvælaráðuneytið er öflugt ráðuneyti þar sem málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla mætast auk landgræðslu og skógræktar. Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni, jöfnuð og nýsköpun. Á skrifstofu fjármála er góð liðsheild starfsmanna sem vinnur að rekstri og mannauðsmálum ráðuneytisins. Hlutverk skrifstofu fjár- mála er að styðja við innra starf ráðuneytisins og þróun þess í nánu samstarfi við yfirstjórn. Við leitum að leiðtoga sem getur stutt við starfsfólkið okkar í þeim verkefnum sem eru framundan. Við viljum ráða til starfa einstakling sem þrífst á krefjandi verkefnum, skynjar tækfærin í samfélaginu, getur haldið utan um mannauðinn okkar og hefur reynslu af því að skapa liðsheild. Innsýn, þekking eða reynsla af rekstri, fjármálum og mannauðsmálum er nauðsynleg. Skrifstofustjóri stýrir starfsemi skrifstofunnar, annast rekstur og fjármálastjórn ráðuneytisins, hefur umsjón með fjárlagagerð og hefur eftirlit með rekstri undirstofnana. Mannauðsmálin skipta einnig miklu máli en þar viljum við vera í fararbroddi og þarf skrifstofa fjármála að styðja við aðrar einingar ráðuneytisins í mannauðsmálum. Skrifstofan annast rekstur ráðuneytisins, innkaup, skiptingu á fjárhagsramma ásamt framkvæmd og eftirfylgni fjárlaga. Þá fer hún einnig með mannauðsmál, innra eftirlit, stoðþjónustu og áætlana- gerð. Skrifstofan samræmir framsetningu stefnumörkunar ráðu- neytisins á þeim málefnasviðum og í þeim málaflokkum sem hún ber ábyrgð á. Hún hefur umsjón með fjárveitingum til málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á og hefur eftirlit með stofnunum ráðuneytis- ins ásamt stefnumótun og árangursstjórnun er þeim viðkemur. Skrifstofustjóri leiðir samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti og Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.