Fréttablaðið - 20.08.2022, Page 45

Fréttablaðið - 20.08.2022, Page 45
Aðstoð á tannlæknastofu Aðstoðarmanneskja óskast í fullt starf á tannlæknastofuna Valhöll, Urðarhvarfi 8B, 203 Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Starfið felst m.a. í að aðstoða tannlækna við störf þeirra, símavörslu og afgreiðslu. Á tannlæknastofunni Valhöll starfa 20 manns, tannlæknar, aðstoðarfólk og tannsmiðir. Umsóknir berist á atvinna@frettabladid.is merkt ,,Tannlæknastofa“ ÖRYGGISVÖRÐUR SECURITY GUARD Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu öryggisvarðar lausa til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu sendiráðsins: https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic Recruitment Application (ERA) The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard. Application instructions and further information can be found on the Embassy’s home page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/ Applications must be submitted through Electronic Recruitment Application (ERA) 1. Vélstjóri UK Fisheries Ltd. óskar eftir að ráða 1.vélstjóra til starfa á frystitogaran Kirkella H-7. Viðkomandi þarf að hafa réttindi til að leysa af sem yfirvélstjóri. Um framtíðarstarf er að ræða Menntunar- og hæfniskröfur • Skilyrði að geta unnið sjálfstætt • Réttindi VF 1 • Góð færni í rafmagni • Góð enskukunnátta • Snyrtimennska • Hæfni í mannlegum samskiptum • Reglusemi skilyrði Umsóknir berist til Péturs Þórs Erlingssonar, petur@dffu.de 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Sérfræðingur á þjónustu- og upplýsingasviði Skattsins Nú er lag fyrir metnaðarfulla og kraftmikla einstaklinga að slást í góðan hóp starfsmanna á starfsstöð Skattsins í miðbæ Akureyrar. Helstu verkefni: Um fjölbreytt verkefni er að ræða er tengjast m.a. upplýsingagjöf um skatta-, innheimtu- og tollamál, úrvinnslu ýmissa gagna sem viðskiptavinir óska eftir, afgreiðslu erinda, ráðstöfun séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa eða greiðslna inn á húsnæðislán og öðru er tengist verkefnum Skattsins. Starfshlutfall er 100%. Á starfsstöð Skattsins á Akureyri starfa í dag 40 starfsmenn. Gildi Skattsins er fagmennska, framsækni og samvinna. Menntunar– og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Jákvæðni og þjónustulund. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Frumkvæði og metnaður. • Geta til að vinna undir álagi. • Góð almenn tölvukunnátta. • Hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar um störfin veitir Fanney Steinsdóttir í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið fanney.steinsdottir@skatturinn.is Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Erum við að leita að þér?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.