Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 52

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 52
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2023 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða ármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að: • Öryggi ferðamanna. • Náttúruvernd og uppbyggingu. • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru. • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda. Sjóðnum er ekki heimilt m.a.: • Að bera rekstrarkostnað af mannvirkjum og vegna náttúruverndarsvæða eða annarra ferðamannastaða. • Að fjármagna framkvæmdir sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. • Veita fjármagni til verkefna sem þegar er lokið. Hvar ber að sækja um Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is en hlekkur á umsókn er á vefsíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is/umsoknir. Umsóknarfrestur Umsóknartímabil er frá og með 24. ágúst til kl. 13 miðvikudaginn 5. október. Umsóknir sem berast eftir þann tíma koma ekki til álita. Gæði umsókna Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þau lög og reglur sem um sjóðinn gilda og vanda umsóknir sínar í hvívetna. Umsækjendum er bent á að kynna sér gæðaviðmið sjóðsins sbr. gæðamatsblað ásamt frekari upplýsingum um sjóðinn, skilyrði lánveitenda og umsóknarferlið, sem finna má á vefsíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is/umsoknir. Geirsgötu 9, 101 Reykjavík Hafnarstræti 91, 600 Akureyri www.ferdamalastofa.is upplysingar@ferdamalastofa.is Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa og ferða- og menntunarstyrki. Umsóknarfrestur rennur út 6. september kl. 15. Starfsstyrkir til ritstarfa Til úthlutunar eru 19.000.000.-kr. Ferða- og menntunarstyrkir – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis - síðari úthlutun. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuld- lausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.-kr. Umsækjendur sækja um á vef Hagþenkis og nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjóns- dóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er annars vegar að styrkja ungt, blint eða sjónskert fólk til mennta, og hins vegar menntun eða vísindastarf í þágu blindra og blinduvarna. Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnum allt að 2 milljónum króna. Umsóknir sendist rafrænt (eða á pappír) til Ingu Lísar Hauksdóttur ingaliso@landspitali.is Augndeild LSH, Eiríksgötu 37, 3.h., 101 Reykjavík, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknin skal í stuttu máli gera grein fyrir þeirri skólagöngu, menntun eða verkefni sem sótt er um, ásamt upplýsingum um umsækjanda, náms- og starfsferil og sjónskerðingu, ef við á. Umsóknarfrestur er til og með fimmtudagsins 15. september 2022. 20 ATVINNUBLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.