Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 66
Elísabet Jóna Sólbergsdóttir
var ekki há í loftinu þegar
hún toppaði sitt fyrsta fjall,
Búrfell við Hesteyri, en nú um
helgina stefnir hún á að ljúka
göngu sinni á 100 hæstu tinda
landsins.
Elísabet er Vestfirðingur,
fædd í Bolungarvík upp úr
miðri síðustu öld og lærði
snemma að njóta sín í nátt
úrunni. „Foreldrar mínir,
Sólberg Jónsson heitinn og Lucie
Einars son, byggðu sumarbústað í
Leiru firði á sjöunda áratug síðustu
aldar og þar dvöldum við í sumar
fríum og við krakkarnir fórum í
göngu með foreldrum okkar, klifr
uðum sjálf og lékum okkur á árabát,“
segir Elísabet, aðspurð um áhugann
á fjallaferðum.
„Fyrsta eftirminnilega fjallið
sem ég fór upp á var Búrfell upp af
Hesteyri, sem ég gekk á með föður
mínum þegar ég var sex ára. Fjöl
skyldan var þá á Hesteyri á Reyr
hóli hjá Sölva og Sigrúnu, síðustu
ábúendunum þar. Á veturna fórum
við á svigskíði með föður okkar
bæði inn á Ísafjörð eftir að lyfta
kom þangað og einnig í Bolungar
vík, auk þess sem ég gekk mjög oft
eftir skóla með skíðin á öxlunum
upp í Traðarhyrnu fyrir ofan Bol
ungarvík og skíðaði. Í dag myndi sú
skíðun kallast fjallaskíðun,“ segir
Elísabet, sem sjálf á fjögur börn og
hafa þau öll bæði gengið og skíðað
með móður sinni.
Þriggja daga ganga í vaðstígvélum
Útivistin heillaði strax og Elísa
bet gerði allt til að komast í ferðir
í Jökulfirði og á Hornstrandir. „Ég
var fimmtán ára þegar ég komst í
þriggja daga ferð með Sigga Viggó
frænda mínum sem ég leit mjög
upp til, enda hafði hann verið í Flug
björgunarsveitinni á námsárunum
fyrir sunnan. Ég hafði áður farið
með honum á Drangajökul úr Leiru
firði en í þetta sinn sigldum við í
botn Hrafnfjarðar og fórum þaðan
í Furufjörð og áfram yfir í Reykjar
fjörð. Frá Reykjarfirði gengum
við á Hrollaugsborg og áfram yfir
Drangajökul í Leirufjörð,“ rifjar
Elísabet upp, en ekki var búnaður
inn á pari við það sem nú telst boð
legt. „Ég var í slitnum vaðstígvélum
og með þungan strigabakpoka sem
eldri bróðir minn hafði fengið í
fermingargjöf.“
Hún lýsir annarri ógleymanlegri
ferð þegar hún gerðist sjálfboðaliði
hjá Slysavarnafélagi Íslands. „Það
átti að mála öll slysavarnaskýlin á
Hornströndum og var varðskip til
aðstoðar. Ég var svo heppin að ég
fékk að mála skýlið í Barðsvíkinni
sem var fjærst. Við máluðum skýlið
um nóttina í dásemdarveðri og þar
sem við fórum síðust í land og fyrst
í skipið á bakaleiðinni var okkur
boðið í sunnudagslærið í varðskip
inu.“
Á þessum tíma var Elísabet farin
að ganga yfir í Leirufjörð úr Unaðs
dal í Ísafjarðardjúpi, sem er um
17 kílómetra leið og bauð ýmist
frænku eða vinkonu að slást í för.
„Ég átti hvorki áttavita né GPStæki,
eingöngu vaðstígvél, en í minn
ingunni fannst mér þessar göngur
ekkert mál.“
Ef þú býrð
alltaf við
lúxus þá
hættir þú
að vissu
leyti að
njóta og
þakka fyrir
hvað við
erum flest
heppin.
Við vorum í grenjandi
rigningu fyrstu dagana
og þar sem við maður-
inn minn áttum ekki
svefnpoka var notast
við sæng og ég var í
gamalli léreftsúlpu af
ömmu minni.
Elísabet ásamt
Guðjóni manni
sínum og dóttur
þeirra Aðalheiði
á Trölladyngju.
MYND/AÐSEND
Hundraðshöfðingi
eftir helgina
Henson-gallinn þvílík bylting
Elísabet gerði smáhlé á fjallgöngum
meðan á háskólanámi í lyfjafræði
stóð, en á námsárunum í Kaup
mannahöfn fjárfesti hún í göngu
búnaði frekar en húsgögnum, eins
og margir gerðu á þeim tíma. Eftir
heimkomuna fór hún í fimm daga
Hornstrandaferð með Guðjóni,
manni sínum, bræðrum og mág
konu.
„Við vorum í grenjandi rigningu
fyrstu dagana og þar sem við Guð
jón áttum ekki svefnpoka var notast
við sæng og ég var í gamalli lérefts
úlpu af ömmu minni. Þetta blotnaði
í upphafi ferðar og þornaði ekki fyrr
en sólin lét sjá sig á Bjarnarnesi. Vos
búðin var það mikil að augun sukku
og var það í fyrsta og eina skiptið í
öllum mínum ferðum,“ segir Elísa
bet og bætir við í léttum tón: „Þvílík
bylting þegar ég eignaðist Henson
trimmgalla úr gerviefni.“
Eins og fyrr segir byrjaði Elísabet
að ganga með föður sínum en síðar
gengu þau hjónin mikið saman
og snemma fóru börnin að koma
með. „Börnin byrjuðu að ganga
með mér nokkurra ára gömul, til
að mynda fór elsta dóttir mín með
mér á Drangajökul fimm ára og tví
burarnir urðu sjö ára í Laugavegs
göngu.“
Hún segir það hafa verið mikið
gæfuspor að byrja að hlaupa með
Trimmklúbbi Seltjarnarness eftir
að hún eignaðist börnin. „Þar hef
ég eignast marga skemmtilega
hlaupa og göngufélaga. Í sérgöngur
mínar í gegnum árin hef ég farið
með vinnufélögum mínum Elínu
og Halla og höfum við farið á ótal
tinda og jöklaferðir í 20 ár.“
Hún hefur einnig nýtt sér göngur
Ferðafélags Íslands og tekið þátt í
bæði Landvættum og Landkönn
uðum. „Ég elska að gera sitt lítið af
hverju og skoða náttúruna frá mis
munandi sjónarhóli,“ segir Elísabet
og bætir við: „Síðustu ár hef ég líka
verið í gönguskíðagengi Einars Torfa
Finnssonar og þveraði meðal annars
Grænland síðastliðið vor.“
Hundrað hæstu tindarnir
Elísabet segist elska fjallgöngur, allt
af hlakka til ferðanna og njóta und
irbúningsins. „Þó ég sé að fara aftur
og aftur á sama svæðið eða tindinn
þá er ferðin aldrei eins, litbrigðin og
víddirnar eru síbreytilegar sem og
félagsskapurinn. Ég veit ekkert betra
en þegar ég er búin að vera í göngu
tjaldinu mínu, borða þurrmat, allt
skorið við nögl ef ég er með allt á
bakinu að koma til byggða, borða
góðan mat og sofa í rúmi. Ef þú býrð
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Ef Elísabet toppar Gígtind í Eyjafjallajökli á morgun hefur hún gengið alla hundrað hæstu tinda
landsins og fær þá nafnbótina Hundraðshöfðingi. Fréttablaðið/Ernir
alltaf við lúxus þá hættir þú að vissu
leyti að njóta og þakka fyrir hvað
við erum flest heppin.“
Á 90 ára afmælisári Ferðafélags
Íslands árið 2017 var ýtt úr vör verk
efni sem ljúka mun þegar félagið
verður 100 ára. Verkefnið snýst um
ferðir á 100 hæstu tinda Íslands og
er sprottið af verkefni Þorvaldar
Þórssonar sem ákvað árið 2007 að
kortleggja 100 hæstu tindana. Allir
geta tekið þátt í ferðunum og býður
Ferðafélagið upp á vottun um að
fólk hafi klárað verkefnið og fá þeir
sem því ljúka nafnbótina Hundraðs
höfðingi.
„Verkefnið var samþykkt síðasta
ár mitt í stjórn Ferðafélagsins og
mér fannst það mjög spennandi.
Ég var spurð hvort ég ætlaði að taka
þátt og ég hélt það nú. Að vísu var ég
búin að fara á öll landsvæðin áður
og hélt að ég væri búin með miklu
fleiri tinda en raunin varð.“
Elísabet byrjaði á að skrá sig í
ferðir á vegum Ferðafélagsins en
miðaði hægt áfram. „Ég sá um mitt
sumar árið 2019 að ef ég ætti að vera
búin að ná tindunum fyrir 100 ára
afmæli FÍ, en ekki mitt, þá þyrfti ég
að fara að einblína sjálf á tindana
sem mig vantaði. Ég byrjaði það
sumar að nýta gott veður og fara á
tind eða tinda í hvert sinn sem eitt
af börnum mínum kom til landsins
og bjóða þeim í hálendisferð og var
maðurinn minn einnig oft með í för.
Vatnajökull verðugt verkefni
Árið 2020 skipulagði ég svo nokkrar
ferðir með vinnufélaga mínum og ég
kláraði það sumar alla tinda utan
jökla. Árið 2021 fékk ég svo Leif Örn
Svavarsson í lið með mér til að klára
Vatnajökul og Bjarni bróðir minn og
fleiri komu með mér í ferðirnar.“
Um 40 tindar eru á Vatnajökli og
getur verið bæði snúið að nálgast
svæðin á bíl og fá ásættanlegt veður
á sama tíma og jökullinn er ekki of
sprunginn.
„Við Leifur enduðum með að
fara í átta ferðir á Vatnajökul sum
arið 2021, ein ferðin var þverun frá
Breiðamerkurjökli yfir í Kverkfjöll.
Náðum við öllum tindunum nema
Bárðarbungu sem við toppuðum
svo þann 6. ágúst síðastliðinn á
gönguskíðum í nýföllnum snjó.“
Elísabet hefur nú náð 99 hæstu
tindum landsins og viðurkennir að
stundum hafi það reynst f lókið að
púsla saman vinnu og fjallgöngum
sem ná þurfi í þokkalegu skyggni.
„Hraðinn er oft mikill bæði við
undirbúning og að koma sér af stað
beint eftir vinnu.“ Á morgun, sunnu
dag, stefnir Elísabet á hundraðasta
tindinn, Gígtind í Eyjafjallajökli.
„Ég hef farið nokkrum sinnum á
Hámund sem er hæsti tindur jökuls
ins. Eftir Eyjafjallagosið myndaðist
gígur og er Gígtindur hæsti punktur
gígbarmsins,“ segir þessi tilvonandi
Hundraðshöfðingi að lokum. n
34 Helgin 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ