Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 78

Fréttablaðið - 20.08.2022, Side 78
Það er þannig með marga velli sem eru níu holur að það er oft horft til þess að stækka þá, oftast upp í átján holur. Klúbburinn vill það en til þess þarf hann að njóta stuðn- ings hjá sínu sveitar- félagi. Ólafur Pálsson olafur@vf.is - Páll Ketilsson pket@vf.is Golffréttir og umfjöllun alla daga „Þrjár fyrstu nýju brautirnar koma vel út og markmiðið er að vinna þrjár til fjórar brautir í einu og ef allt gengur vel verðum við komin með 18 holu völl árið 2026,“ segir Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Selfoss. kylfingur.is Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur undanfarin misseri unnið að hönnun og breytingum á Svarf- hólsvelli á Selfossi, í kjölfar þess að ákveðið var að nýr kafli á þjóðvegi norður fyrir Selfoss muni fara yfir hluta golfvallarsvæðisins. Hann klippir af tvær eldri brautir og hefur áhrif á þrjár. Golfklúbburinn gerði samning við sveitarfélagið Árborg um meira landrými á Svarf hóli til að gera nýjar brautir og stækka völlinn. „Það er þannig með marga velli sem eru níu holur að það er oft horft til þess að stækka þá, oftast upp í átján holur. Klúbburinn vill það en til þess þarf hann að njóta stuðnings hjá sínu sveitarfélagi eins og önnur íþróttafélög með íþróttamannvirki. Ekki síst í þessu tilfelli, því að klúbb- urinn leggur áherslu á að þetta verði ekki bara golfvöllur, heldur að nýr, breyttur og stækkaður völlur verði einnig fjölnota, alhliða útivistar- svæði. Það hljómar kannski ein- kennilega í eyrum margra því við erum vön því að sjá þessar skýru línur, golfvöll hér, útivist þarna, fót- bolta þarna, hestamennsku hér. Það eru til góð dæmi, aðallega á Norður- löndunum og annars staðar á land- inu, um vel heppnaða svona blöndu, jafnvel með reiðgötum, stígum til göngu, hjólreiða eða hlaups, fugla- skoðun o.fl. Þetta viljum við gera,“ segir Edwin í viðtali við blaðið Dag- skrána. Við gerð nýrra brauta hefur verið notaður jarðvegur úr húsgrunnum og gatnagerð, m.a. úr nýja mið- bænum á Selfossi. Hann hefur einnig verið nýttur til landmótunar sem verður hluti af golfvellinum og útivistarsvæðinu, til fegrunar. Framtíðarsýnin hjá golfklúbbnum er stórglæsilegur golfvöllur og úti- vistarsvæði. „Ef stuðningur fæst, fjárhagslegur og á aðra lund, frá sveitarfélaginu og jafnvel fleirum, til að stækka völlinn umfram þetta, þá sjáum við mögu- leika á því að vinna í þriggja til fjögurra brauta áföngum á tveggja ára fresti þ.e.a.s. 2023 og 2025 og svo yrðu í lokin væntanlega tvær holur sem lifa eftir. Þær gætu þá verið teknar í notkun 2027. Auðvitað eru öll svona plön langt fram í tímann dálitið viðkvæm, en þetta er hug- myndin,“ segir Edwin. Hlynur Geir segir að starfsemin í sumar hafi gengið vel. Heimamenn stundi íþróttina vel og þá hafi fjöl- margir gestir komið og leikið Svarf- hólsvöll. Almenn ánægja sé með nýjar brautir og framtíðarsýnina á svæðinu og framkvæmdir gangi vel. „Í ljósi þess hvað framkvæmdir ganga vel þá er stefnan að opna 14 holu völl ásamt par 3 holu velli árið 2024. Svo er markmið okkar í GOS að völlurinn verði orðinn 18 holur, grænn og fallegur, þegar ný brú opnar 2026,“ sagði Hlynur Geir. n Svarfhólsvöllur verður átján holur 2026 Ha r a ldu r Fr a n k l í n Mag nú s , atvinnukylfingur lék mjög vel á ISPS Handa World International mótinu á DP Evrópumótaröðinni á N-Írlandi í síðustu viku. Haraldur endaði jafn í 26. sæti og vann hann sér inn rúmar 2 milljónir króna í verðlaunafé fyrir árangurinn. Mótið var á DP Evrópumóta- röðinni en Haraldur er með þátt- tökurétt á Áskorendamótaröðinni. Nokkrir af efstu kylfingunum á stigalistanum voru fjarverandi og þá fá kylfingar á Áskorendamóta- röðinni tækifæri til að spila í efstu deild. „Það er virkilega gaman. Ég vil vera á þessari mótaröð og tel mig eiga fullt erindi þar og gott betur,“ sagði Haraldur Franklín. Nú í vikunni eru Haraldur og félagi hans, Guðmundur Ágúst Kristjáns- son, við leik í Stokkhólmi í Svíþjóð á Áskorendamótaröðinni. Nánar um það má lesa á kylfingur.is. n Haraldur Franklín góður á N-Írlandi Þeir voru aldeilis heitir kylfingarnir í Íslandsmóti klúbba í 5. deild á Silfur- nesvelli á Hornafirði um síðustu helgi. Fjórir kylfingar fóru holu í höggi, tveir og tveir í sitt hvorri við- ureigninni. Þetta er afar sjaldgæft og ekki vitað til að þetta hafi gerst áður hér á landi. Á fyrsta keppnisdegi fóru þeir Heimir Þór Ásgeirsson, Golfklúbbn- um Vestarr og Halldór Sævar í Golf- klúbbi Hornafjarðar holu í höggi í sama leiknum. Halldór náði drauma- högginu á 5. holu og Heimir Þór svar- aði með öðru á 11. holu. Þetta gerðist í holukeppnisleik þeirra í 5. deildinni á fyrsta keppnisdegi. Ótrúlegt en satt þá gerðist það aftur á lokadegi mótsins að kylfing- ar fóru holu í höggi í sama leiknum. Dalvíkingurinn Kristbjörn Arn- grímsson smellti kúlunni beint ofan í 2. braut í leik gegn Ásgeiri Ragnarsyni frá Golfklúbbi Vestarr. Ásgeir lét það ekkert á sig fá og lokaði leik þeirra félaga á 8. braut (17. holu) með því að setja boltann í holu með tilþrifum. Ásgeir gull- tryggði þar sigur Vestarr í mótinu. Ásgeir er faðir Heimis Þórs sem fór holu í höggi á fyrsta keppnisdegi. Hreint magnað. n Draumahögg á Hornafirði Ungir kylfingar landsins léku mjög gott golf á Íslandsmóti unglinga í golfi á Leirdalsvell og í Setbergi 4. - 7. ágúst. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, nýkrýndur Íslandsmeistari kvenna, aðeins 15 ára, tryggði sér annan Íslandsmeistaratitilinn í röð á tveimur vikum. Hún sigraði örugglega í f lokki 15-16 ára. Perla Sól lék á +6, 75-74-70. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG, varð önnur +16 og besta vinkona Perlu, Helga Signý Pálsdóttir, GR, varð þriðja. Í f lokki 17-18 ára stúlkna sigraði Berglind Erla Baldursdóttir, GM, á +14. Sara Kristinsdóttir, GM, varð önnur á +19 og þriðja varð Nína M. Valtýsdóttir á +21. Logi Sigurðsson úr Golf klúbbi Suðurnesja varð Íslandsmeistari í f lokki 19-21 árs drengja eftir spenn- andi keppni. Logi lék á -1 og þurfti að fá fugl á síðustu holunni til að tryggja sigurinn, en hann leiddi með höggi fyrir hana. Hjalti Hlíð- berg Jónasson, GKG, varð annar en hann sótti hart að Loga og lék síðustu tólf holurnar á f jórum undir pari. Spennan var mikil á lokaholunni en þeir voru saman í holli. Hjalti sló innáhöggið á 18. holuna á undan Loga og setti innan við tvo metra frá. Logi svaraði með innáhöggi sem endaði fet frá stöng. Hreint magnað. Þriðji varð Aron Emil Gunnarsson, GKG, á +1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, sigraði í f lokki 17-18 ára á sex höggum undir pari. Glæsileg spila- mennska, en hann vann með níu högga mun. Annar varð Róbert Leó Arnórsson, GKG, á +3. Í 3.-4. sæti urðu þeir Jóhann F. Halldórsson, GR og Jóhannes Sturluson á +12. Í f lokki 15-16 ára sigraði Akur- eyringurinn Skúli Gunnar Ágústs- son en hann var einu höggi betri en Valur Snær Guðmundsson sem einnig er frá GA. Skúli lék á -1 og Valur á pari. Þriðji varð Guðjón Frans Halldórsson, GKG; á +2. n Íslandsmeistari aðra vikuna í röð Perla Sól er óstöðvandi á golfvellinum. Þrjár nýju brautirnar á Svarfhólfsvelli lofa góðu. MYND/ KYLFINGUR.IS Einherjarnir fjórir á Hornafirði. Haraldur Franklín stendur sig vel. 46 Bílar 20. ágúst 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐGOLF FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.