Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Side 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Mikið er á döfinni. Arnbirni hef- ur tekist að leysa ágreining við Marselíus skipasmið á Ísafirði. Nýi bát- urinn, Ólafur Sólimann KE 3, siglir salt- an sjó og búið er að stofna hlutafélagið Kirkjuklett hf. Báturinn er góður og fyrirtækið fer svo vel af stað að Arn- björn og félagar taka að svipast um eftir stærra vinnsluhúsi. Og er þar komið frásögninni. Frystihús Um haustið bauðst okkur í gegnum Út- vegsbankann, að kaupa gamalt íshús við Hafnargötuna í Keflavík, sem hét Félags- hús hf. og var eingöngu notað til fryst- ingar á beitusíld. Einnig gat fólk fengið að leigja þar skápa til að geyma í kjöt og annað. Ég man eftir því að þegar ég var strák- ur voru tvær stórar tjarnir við endann á húsinu, þar sem ís var höggvinn og geymdur í frystiklefum og svo malaður eftir þörfum. Í þessu húsi voru ekki hraðfrystitæki, heldur voru pönnurnar settar í saltpækilsblöndu og var þetta talin mjög góð beita. Þeir vildu bara síld úr Jökuldýpinu. Hún var oft stærri og feitari, svo kom hún ópressuð úr pönn- unum. Sjöstjörnubræður höfðu átt þetta, en á undan þeim Jósafat Arngrímsson. Einhvern vegin gat hann selt part af lóð- inni, sem fylgdi húsunum, eða landið þar sem ístjarnirnar höfðu verið, en það voru hornlóðir frá Hafnargötu og Vatns- nesveg og voru náttúrulega veðsettar með eigninni. Þetta upplýstist ekki fyrr nokkrum árum seinna og þá fyrnt. Hann lenti í einhverjum ógöngum og þáver- andi póstmeistari á Keflavíkurflugvelli, sem hafði keypt af Jósafat einhverjar ávísanir, sem engin innistæða var fyrir, fékk á sig endurskoðun og missti jobbið. Þessvegna var Póstur og sími með fyrsta, eða annan veðrétt í húsunum. Jósafat hafði byrjað með einhverja rækjuvinnslu þar. Sjöstjörnubræður voru að gera upp hraðfrystihús, sem Karvel Ögmundsson í Njarðvík hafði rekið um áraskeið. Það var stórt og miklu stærra en þetta, enda þeir langt á undan okkur í útrásinni. Þetta hús átti heilmikla sögu. Það var reist 1913 af útgerðarmönnum úr Kefla- vík og Njarðvíkum, það er að segja fyrri helmingurinn. Enn svo kom fyrri heims- styrjöldin og seinni helmingurinn kom ekki til landsins, fyrr en að henni lok- inni. Nú er ég að segja söguna, eins og ég heyrði hana, sem krakki, en ég held að í höfuðdráttum sé hún rétt. Það var gaman að skoða innviði þessa húss, allar stoðir og bitar voru merkt með róm- verskum tölum, engu líkara en að það hafi verið sett saman úti í Noregi, merkt saman og tekið í sundur aftur. Seinni hlutinn, sem kom eftir stríðið, voru bara sperrur og þverbitar, því að hliðarnar í honum voru steyptar og veggirnir voru um hálfur metri á þykkt. Ég er ekki viss, hvenær frystivélar komu í húsið, en ég man að þegar dísel- vélin, sem dreif frystipressurnar og var af Ruston gerð og tveggja strokka, sem lágu á hliðinni, var sett í gang á morgnana, þá vöknuðu flestir í plássinu. Það voru ör- ugglega engir hljóðdeyfar við hana, því- líkir skellir. Sem sé, þetta hús fengum við hjá Út- vegsbankanum, það tók marga mánuði að koma því í skoðunarhæft ástand og mikla peninga, mest á yfirdrætti. Mig minnir að húsið væri klárt til vinnslu í byrjun árs 1974. Um haustið ´73 hætti Hörður bróðir hjá mér eftir fjórtán ára samveru, en hann hafði verið slæmur í baki megnið af árinu. Það var mikil eftirsjá í honum, bæði var hann fyrsta flokks vélstjóri og með afbrigðum geðgóður. Hann fór sem vélstjóri við frystihúsið, svo rak hann tvær sjoppur í Keflavík. Hann lést eftir hjartaaðgerð í London árið 1983 aðeins fjörutíu og sex ára. Efstir á vertíðinni Árið ´73 gekk sæmilega, við vorum með 635 tonn á vertíðinni og vorum 4. bátur í röðinni með afla. Þetta var áður en kót- inn kom til sögunnar og menn höfðu áhuga á aflamagni og máttu afla eins og hægt var. Einnig gekk bátunum í Sandgerði, þeim Jóni Oddi, Sandgerðingi og Arney Arnbjörn H. Ólafsson sÓtt Í reynslubankann Sjötti hluti Ólafur Súlimann á siglingu. Greinarhöfundur í brúarglugganum og Hörður bróðir hans er andaðist 1983, aðeins fjörutíu og sex ára.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.