Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2013, Blaðsíða 16
16 – Sjómannablaðið Víkingur Mikið er á döfinni. Arnbirni hef- ur tekist að leysa ágreining við Marselíus skipasmið á Ísafirði. Nýi bát- urinn, Ólafur Sólimann KE 3, siglir salt- an sjó og búið er að stofna hlutafélagið Kirkjuklett hf. Báturinn er góður og fyrirtækið fer svo vel af stað að Arn- björn og félagar taka að svipast um eftir stærra vinnsluhúsi. Og er þar komið frásögninni. Frystihús Um haustið bauðst okkur í gegnum Út- vegsbankann, að kaupa gamalt íshús við Hafnargötuna í Keflavík, sem hét Félags- hús hf. og var eingöngu notað til fryst- ingar á beitusíld. Einnig gat fólk fengið að leigja þar skápa til að geyma í kjöt og annað. Ég man eftir því að þegar ég var strák- ur voru tvær stórar tjarnir við endann á húsinu, þar sem ís var höggvinn og geymdur í frystiklefum og svo malaður eftir þörfum. Í þessu húsi voru ekki hraðfrystitæki, heldur voru pönnurnar settar í saltpækilsblöndu og var þetta talin mjög góð beita. Þeir vildu bara síld úr Jökuldýpinu. Hún var oft stærri og feitari, svo kom hún ópressuð úr pönn- unum. Sjöstjörnubræður höfðu átt þetta, en á undan þeim Jósafat Arngrímsson. Einhvern vegin gat hann selt part af lóð- inni, sem fylgdi húsunum, eða landið þar sem ístjarnirnar höfðu verið, en það voru hornlóðir frá Hafnargötu og Vatns- nesveg og voru náttúrulega veðsettar með eigninni. Þetta upplýstist ekki fyrr nokkrum árum seinna og þá fyrnt. Hann lenti í einhverjum ógöngum og þáver- andi póstmeistari á Keflavíkurflugvelli, sem hafði keypt af Jósafat einhverjar ávísanir, sem engin innistæða var fyrir, fékk á sig endurskoðun og missti jobbið. Þessvegna var Póstur og sími með fyrsta, eða annan veðrétt í húsunum. Jósafat hafði byrjað með einhverja rækjuvinnslu þar. Sjöstjörnubræður voru að gera upp hraðfrystihús, sem Karvel Ögmundsson í Njarðvík hafði rekið um áraskeið. Það var stórt og miklu stærra en þetta, enda þeir langt á undan okkur í útrásinni. Þetta hús átti heilmikla sögu. Það var reist 1913 af útgerðarmönnum úr Kefla- vík og Njarðvíkum, það er að segja fyrri helmingurinn. Enn svo kom fyrri heims- styrjöldin og seinni helmingurinn kom ekki til landsins, fyrr en að henni lok- inni. Nú er ég að segja söguna, eins og ég heyrði hana, sem krakki, en ég held að í höfuðdráttum sé hún rétt. Það var gaman að skoða innviði þessa húss, allar stoðir og bitar voru merkt með róm- verskum tölum, engu líkara en að það hafi verið sett saman úti í Noregi, merkt saman og tekið í sundur aftur. Seinni hlutinn, sem kom eftir stríðið, voru bara sperrur og þverbitar, því að hliðarnar í honum voru steyptar og veggirnir voru um hálfur metri á þykkt. Ég er ekki viss, hvenær frystivélar komu í húsið, en ég man að þegar dísel- vélin, sem dreif frystipressurnar og var af Ruston gerð og tveggja strokka, sem lágu á hliðinni, var sett í gang á morgnana, þá vöknuðu flestir í plássinu. Það voru ör- ugglega engir hljóðdeyfar við hana, því- líkir skellir. Sem sé, þetta hús fengum við hjá Út- vegsbankanum, það tók marga mánuði að koma því í skoðunarhæft ástand og mikla peninga, mest á yfirdrætti. Mig minnir að húsið væri klárt til vinnslu í byrjun árs 1974. Um haustið ´73 hætti Hörður bróðir hjá mér eftir fjórtán ára samveru, en hann hafði verið slæmur í baki megnið af árinu. Það var mikil eftirsjá í honum, bæði var hann fyrsta flokks vélstjóri og með afbrigðum geðgóður. Hann fór sem vélstjóri við frystihúsið, svo rak hann tvær sjoppur í Keflavík. Hann lést eftir hjartaaðgerð í London árið 1983 aðeins fjörutíu og sex ára. Efstir á vertíðinni Árið ´73 gekk sæmilega, við vorum með 635 tonn á vertíðinni og vorum 4. bátur í röðinni með afla. Þetta var áður en kót- inn kom til sögunnar og menn höfðu áhuga á aflamagni og máttu afla eins og hægt var. Einnig gekk bátunum í Sandgerði, þeim Jóni Oddi, Sandgerðingi og Arney Arnbjörn H. Ólafsson sÓtt Í reynslubankann Sjötti hluti Ólafur Súlimann á siglingu. Greinarhöfundur í brúarglugganum og Hörður bróðir hans er andaðist 1983, aðeins fjörutíu og sex ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.