Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 1
Menntun og glæpir haldast í hendur. Guðmundur Ingi Þóroddsson for- maður Afstöðu 1 9 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 5 . Á G Ú S T 2 0 2 2 Merking og þýðing lista Lukkunnar pamfíll í Afríku Menning ➤ 22 Lífið ➤ 24 Sigraðu innkaupin með appinu Pssst ... Cotton candy vínberin eru komin takmarkað magn Mmm ... Safarík vínber eru best núna! Eftir að staða vel liðins náms- ráðgjafa á Kvíabryggju var skorin niður hefur formaður Afstöðu kallað eftir heildar- endurskoðun á menntun fanga. Fangar þurfi mikla eftirfylgni með náminu. birnadrofn@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is ME NNTAMÁL Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, kallar eftir því að menntamála- ráðherra stöðvi fjárveitingar til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU) vegna menntunar fanga. Einnig að gerð verði heildarúttekt á menntun fanga. FSU hefur hætt f jármögnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga á námsráðgjafa á Kvíabryggju. Guð- mundur segir námsráðgjafann hafa verið afar vel liðinn og nú sé náminu í fangelsinu sjálf hætt. „Náms ráðgjaf inn hefur komið eftir þörfum og fylgt föngum eftir í náminu,“ segir Guðmundur. Gylfi Þorkelsson, kennslustjóri FSU á Litla-Hrauni og Sogni, segist hafa heyrt af þessu frá varðstjóra á Kvíabryggju. Ákvörðunin hafi verið Olgu Lísu Garðarsdóttur skólameistara. Fréttablaðið hefur ekki náð tali af henni en sam- kvæmt Guðmundi Inga hyggst FSU senda námsráðgjafa þangað einu sinni á önn. „Nám fanga er hvorki fugl né fiskur í dag. Það er sífellt skorið meira og meira niður,“ segir Guð- mundur Ingi. Hann segir að aðeins séu kennd örfá grunnfög og lítið púður sett í námið. Hindranir séu í vegi verknáms og fangar hafi ekki fengið að vera viðstaddir útskriftir. En það er FSU sem sjái um mennt- un fanga á landsvísu fyrir hönd rík- isins og fái árlega fjárveitingu fyrir. Bendir Guðmundur á að viðvera námsráðgjafa skipti fanga gríðar- lega miklu máli. „Fangar þurfa mikla aðstoð til að sinna náminu,“ segir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá árið 2019 voru fangar í námi á Litla-Hrauni á bilinu 20 til 30 til ársins 2010 þegar námsráð- gjafi var ráðinn til starfa. Síðan þá hafa þeir verið í kringum 60. Guðmundur vill að ákvörðun- inni um Kvíabryggju, sem hýsir allt að 23 fanga, verði snúið við. Einnig að starfshlutfallið verði aukið. „Menntun og glæpir haldast í hendur,“ segir hann. Mikilvægt sé að fangar geti menntað sig til að fá vinnu og til að geta byrjað að gefa aftur til samfélagsins. n Menntun á Kvíabryggju sé sjálfhætt FJÖLMIÐLAR Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar, segir þær breytingar sem séu að eiga sér stað á eigendahópi fyrirtækisins til marks um trú fjárfesta. Hann segir stöðu fjölmiðla erfiða því stjórnvöld hygli erlendum stórfyrirtækjum á kostnað innlendra. „Það er allt gert fyrir alþjóðlegu risana. Þeir þurfa ekki að gangast undir neinar skyldur og mega vera með hvaða auglýsingar sem þeir vilja.“ Heiðar tekur talsetningu á erlendu efni sem dæmi. Þar kristallist ólík staða eftir því hvort fjölmiðillinn sé íslenskur eða erlendur. SJÁ SÍÐU 8. Segir stjórnvöld hygla erlendum fjölmiðlum Boðið var upp á tónleika, þjóðlegan mat, fánavinnustofu og fleira í Norræna húsinu í gær, þar sem Úkraínumenn héldu upp á þjóðhátíðardaginn. Tilfinningar voru vitaskuld blendnar en rétt rúmlega hálft ár er síðan rússneskar hersveitir ruddust yfir landamærin og hernámu hluta landsins. Nánar er fjallað um þjóðhátíðardaginn og ávarp Volodímírs Selenskís forseta á síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.