Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is ragnarjon@frettabladid.is „Það er mikil þörf á að f leiri en einn valkostur sé í boði þegar selja á aðgöngumiða,“ segir Ómar Már Jónsson, framkvæmdastjóri MiðiX, sem sækir nú á íslenskan miðasölu- markað með nýju sölukerfi. Ómar, sem var sjálfur viðburða- haldari í sjö ár, segir hugmyndina að fyrirtækinu hafa sprottið upp rétt fyrir heimsfaraldurinn en honum hafi þótt leitt að sjá einungis eitt miðasölufyrirtæki á markaði. „Það gera sér allir grein fyrir því að það er ekki hollt fyrir nokkurn mann að vera einn á markaði,“ segir Ómar sem hélt á sínum tíma, ásamt félaga sínum, ráðstefnur, vöru- og þjónustusýningar og flutti inn hljómsveitir og þekkir því miða- söluumhverfið vel. Hann tekur fram að MiðiX muni bjóða sanngjarnt verð og stuðla þannig að aukinni samkeppni og fjölbreytni í miðasölu. „Í svona litlu umhverfi eins og við erum í þá vitum við hvað fákeppni gerir við fyrirtæki. Þess vegna erum við búin að vera að vinna tvö síð- ustu árin í greiningu á því hvernig svona kerfi þarf að vera svo hægt sé að bjóða upp á af burðagóða þjón- ustu í miðasölu. Þetta er annars vegar miðasölu- kerfi eins og við þekkjum í dag þar sem seldir eru miðar á staka við- burði,“ segir hann og víkur síðan að nýrri viðbót sem henti betur þeim sem selja miða reglulega, eins og til dæmis leikhús. „En þá er í rauninni þessi hugbúnaður sem hægt er að taka á leigu og viðkomandi getur síðan selt úr kerfinu sjálfur.“ n MiðiX boðar meiri samkeppni Ómar Már Jónsson, framkvæmda- stjóri MiðiX. frettabladid.is Þú finnur allar nýjustu fréttir dagsins á frettabladid.is. Innlendar og erlendar fréttir, léttar fréttir, íþróttafréttir, viðskiptafréttir, skoðanapistla, spottið og auðvitað blað dagsins ásamt eldri blöðum. Hvað er að frétta? Stefán Ingvar Vigfússon ætlar að gera nokkrar tilraunir á sviði Tjarnarbíós í dag og láta meðal annars reyna á kenn- ingar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmála- ráðaherra, um ákjósanlegt ástand uppistandsgrínara. toti@frettabladid.is Uppistandarinn Stefán Ingvar Vigfússon frumsýndi sýninguna Fullkomið ójafnvægi á Act Alone á Suðureyri fyrr í þessum mánuði og ætlar að endurtaka leikinn á sviði Tjarnarbíós í dag klukkan 17.30 og gera í leiðinni nokkrar tilraunir sem geta mögulega skilað honum gagn- legum niðurstöðum. „Upphaflega stóð ekki til að halda sýninguna oftar, en hún gekk svo vel að mig langaði til þess að halda hana í Reykjavík líka,“ segir Stefán Ingvar og bendir á að um einhvers konar tilraunasýningu sé að ræða þar sem hann er að láta reyna á ýmislegt í fyrsta skipti. „Það eru nokkrir hlutir. Í fyrsta lagi er ég að prófa að standa svona einn og óstuddur á sviðinu eftir að hafa starfað við uppistand í þrjú ár með uppistandshópnum VHS. Það er persónulega tilraunin,“ segir Stefán Ingvar, sem hefur á þessum þremur árum haldið fjórar sýningar með VHS. Þar á meðal eina vinsæl- ustu sýningu síðasta leikárs, VHS krefst virðingar. Brynjars þáttur Níelssonar „Sýningin er tilraun til þess að komast að því hvort það sé rétt hjá honum,“ segir Stefán Ingvar, um yfirskriftina Fullkomið ójafnvægi, sem vísar til viðbragða Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, við Bak- þönkum grínarans sem birtust í Fréttablaðinu í sumar. „Ég skrifaði þessa Bakþanka, sem Brynjar Níelsson tók eitt- hvað illa, í sumar og í kjölfarið sagði hann að það færi illa fyrir mönnum ef þeir væru með uppi- stand í fullkomnu ójafnvægi,“ segir Stefán Ing var, sem sendi Brynj- ari, Jordan Peter- son og Sigmundi D av í ð G u n n - laugssyni tóninn undir fyrirsögninni Umræða. Og ertu í fullkomnu ójafnvægi? „Nei, nei. Ekki núna. Ég er alveg í þokkalegu jafnvægi og ef ég er í full- komnu ójafnvægi þá hefur það bara gengið þokkalega fram að þessu. Ég var að semja þetta efni um það leyti sem Bakþankarnir birtust og frumsýndi eftir það. Engin gremja Ég nefndi þetta út af þess- um belgingi í Binna. Mér fannst það við hæfi. Þetta hét fyrst Í fullkomnu ójafnvægi þegar ég sýndi á Act Alone en síðan finnst mér bara Full- komið ója f n- vægi betra.“ S i t u r þe t t a eitthvað í þér? Ertu gramur út í Brynjar og finnst þér hann leiðin- legur? „ Nei, ég er ekkert gramur út í hann en ég fíla hann hins vegar ekki neitt,“ segir Stefán Ingvar og bætir við að Brynjar sé alveg á listanum yfir þá sem hann vilji síst hitta. Þér finnst hann ekkert fyndinn? „Nei, mér finnst hann bara vera búllí sem Sjálfstæðisf lokkurinn hefur nýtt sér,“ segir grínarinn og lýkur Brynjars þætti Níelssonar með því að snúa sér aftur að sýn- ingu dagsins. Tilraunarinnar virði „Það er líka ákveðin tilraun að sýna svona snemma dags og vera þarna á „happy hour“ en ekki að vera að mæta á svið klukkan 9 eða 10 á kvöldin. Ef það gengur, þá er svo stór draumur að rætast hjá mér að geta giggað og vera kominn heim í kvöldmat.“ Eitthvað sem hann telur vel þess virði að láta reyna á, en sýn- ingin fer fram á nýju sviði á barnum í Tjarnarbíói og hefst sem fyrr segir klukkan hálf sex. „Ég er að vonast til þess að þetta verði á tveggja vikna fresti í vetur, fram að jólum. Svo fáum við nýja VHS sýningu eftir áramót.“ n Jafnvægiskenning Brynjars Níelssonar rannsökuð Stefán Ingvar er ekki með neina bakþanka þegar hann lætur í dag reyna á kenningu Brynjars Níelssonar um afdrif grínara í ójafnvægi. MYND/AÐSEND Stefáni finnst Brynjar ekkert fyndinn. 26 Lífið 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.