Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.08.2022, Blaðsíða 8
það er allt gert fyrir alþjóðlegu risana. Þeir þurfa ekki að gangast undir neinar skyldur og mega vera með hvaða auglýsingar sem þeir vilja. Mér finnst allt er snýr að stafrænni umbreyt- ingu og nýtingu gagna áhugavert. Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðu- maður þjónustu og markaðar hjá Íslandspósti. Hún segir krefjandi að ná utan um öll tækifærin hjá Íslandspósti og er sífellt á höttunum eftir fleiri áhugamálum. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er alltaf á höttunum eftir fleiri áhugamálum, það er svo nauðsyn- legt að prófa eitthvað nýtt reglulega. Er með skotvopna- og veiðileyfi sem ekki hefur verið mikið nýtt en að vera úti að leika í náttúrunni, uppi á fjalli eða við sjó hentar mér afar vel. Ég tek líka alltaf annað kastið að mér að halda fyrirlestra fyrir hópa um stjórnun, stefnumótun og tæki- færin í tengslanetinu, það er mjög skemmtilegt. Best er að sameina þetta tvennt, eyða deginum uppi á sviði og virkja ástríðuna með hópi fólks og eyða svo seinni hluta sólar- hringsins í náttúrunni með fjöl- skyldunni. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Ef ég nefni þær sem ég er með á borðinu mínu núna, þá eru þær Dare to Lead og The Culture Code: The Secrets of Highly Successful Groups. Ég er alltaf með nokkrar bækur í gangi en ég skrifa mikið á LinkedIn þar sem gott er að tengja fræðin við aðstæður í atvinnulífinu í gegnum raundæmi og reynslu. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin á undanförnum miss- erum? Það getur verið krefjandi að ná utan um tækifærin sem koma fram hjá Póstinum á hverjum einasta degi, enda tímarnir sjaldan verið eins spennandi og núna þegar styttist í okkar vertíð með netversl- unardögum og jólatíð. Að vinna með sterkum hópi fólks á markaði þar sem óskir viðskiptavina taka miklum og hröðum breytingum í takti við tækniframfarir og sjálf- virkni, eru forréttindi. Mér finnst allt er snýr að stafrænni umbreyt- ingu og nýtingu gagna áhugavert enda hver dagur ólíkur þeim fyrri. Sameiginlegt er þó alltaf áherslan á markaðshneigð þar sem sjónum er beint að djúpum skilningi á þörfum og kröfum viðskiptavinar- ins. Áherslan alltaf á samband við viðskiptavini og framtíðartækifæri sem felast m.a. í betri nýtingu gagna og færunum í því að blanda saman þjónustu, reynslu og þekkingu við nýjungar og tækniþróun. Hver er uppáhaldsborgin þín? Uppáhalds er að blanda saman borg og bæ, það er til dæmis alltaf gaman að kíkja til Köben og rifja upp tímann þegar ég bjó þar á meðan ég var í námi. En það bætti við nýjum kaliber við klassískar borgarferðir að þvælast um landið á eigin vegum og leigja lítið kot í sveit. Það eru bestu ferðalögin, ys og þys stórborga í bland við náttúru og rólegheit. Fór einmitt þannig ferð í sumar, nokkrir dagar í hjarta Lond- on og svo sveitasæla í Cornwall. n Er sífellt á höttunum eftir fleiri áhugamálum Nám: MS í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands og BS í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. Störf: Forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, á sviðinu eru sala, markaðsmál, vefmál, þjónustuver og upplifun viðskiptavina. Aukastörf: Sit í sjórn Stjórnvísi og er stjórnarmaður í faghópnum Stafræn viðskipti á Íslandi hjá SVÞ. Fjölskylduhagir: Gift Magnúsi Frey Smárasyni, Product Structure Sérfræðingur hjá Marel, tvö börn og tveir kettir. n Svipmynd Ósk Heiða Sveinsdóttir Ósk skrifar mikið á sam- félagsmiðilinn LinkedIn til að tengja fræðin við aðstæður í atvinnulífinu. MYND/AÐSEND Fráfarandi forstjóri Sýnar segir breytingar á eigenda- hópi fyrirtækisins til marks um trú fjárfesta á fyrirtækinu. Hann segir stöðu innlendra fjölmiða erfiða því stjórnvöld hygli erlendum stórfyrir- tækjum á kostnað innlendra. ggunnars@frettabladid.is Það vakti athygli í síðasta mánuði þegar Heiðar Guðjónsson fráfarandi forstjóri fjölmiðla- og fjarskipta- fyrirtækisins Sýnar seldi öll hluta- bréf sín í fyrirtækinu og lét af störf- um sem forstjóri. Félagið Gavia Invest keypti 12,72 prósenta hlut forstjórans á tæplega 2,2 milljarða króna. Gavia Invest er í dag stærsti hluthafi Sýnar. Heiðar á ekki von á því að þessi viðskipti þýði að fjarskiptahluti fyrirtækisins verði skilinn frá fjöl- miðlasamsteypunni. „Raunar tel ég að það væri glap- ræði. Það gekk ekki sem skyldi að sameina fjarskiptahlutann og fjölmiðlana í fyrstu, það verður að segjast, en okkur hefur tekist það núna. Fyrirtækið virkar mjög vel í dag sem heild og ég held að nýir hluthafar hafi einfaldlega tröllatrú á því sem hefur verið gert í fyrir- tækinu undanfarin ár.“ Heiðar segist deila þeirri trú með fjárfestum enda hefði hann glaður viljað stýra fyrirtækinu áfram ef heilsan hefði ekki gripið í taumana. „Það er það sem liggur að baki ákvörðuninni hvað mig varðar. Ég þurfti að taka upp hægari takt og þegar þetta tilboð kom þá leit ég á það sem ákveðin skilaboð sem rím- uðu við tilmæli sem ég hef fengið frá mínum læknum.“ Heiðar segist ekki bara vera að tala um fjarskiptahlutann þegar hann segir að fyrirtækið eigi mikið inni. „Það á ekki síður við um fjöl- miðlana. Við höfum séð það síðustu ár að vefmiðlarnir eru gjörsamlega að sigra fréttaleikinn. Auglýsinga- tekjur vefmiðla hafa margfaldast á síðustu tíu árum á meðan auglýs- ingatekjur dagblaða hafa minnkað um helming.“ En þótt tækifærin séu mörg segir Heiðar bæði flókið og erfitt að reka fjölmiðil á Íslandi. „Vegna þess að það er allt gert fyrir alþjóðlegu risana. Þeir þurfa ekki að gangast undir neinar skyld- ur og mega  vera með hvaða aug- lýsingar sem þeir vilja.“ Heiðar tekur talsetningar á erlendu efni sem dæmi. Þar krist- allist ólík staða eftir því hvort fjöl- miðillinn er íslenskur eða erlendur. „Menntamálaráðherra sendi bréf á Disney og bað þá náðarsamlegast um að nota íslenskar talsetningar sem voru þegar til staðar. Disney hirti auðvitað ekkert um að setja þær inn á sínar efnisveitur.“ „Ef við hefðum gerst sek um eitt- hvað slíkt hefðum við átt yfir höfði okkar himinháar sektir. Þannig að þarna, eins og á öðrum sviðum,  er einfaldlega verið að hygla alþjóðlegri starfsemi á kostn- að innlendrar,“ segir Heiðar Guð- jónsson. n Segir stjórnvöld hygla alþjóðlegum fjölmiðlarisum á kostnað innlendra magdalena@frettabladid.is „Það eru ekki aðeins greinendur hérlendis sem hafa verið að van- spá verðbólgunni heldur hefur það verið staðan víðs vegar í heiminum.“ Þetta sagði Bergþóra Baldursdótt- ir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, en hún var gestur Markaðarins sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan 19.00 í gær- kvöldi. „Það er verið að vanspá um allan heim og ekki bara hérlendis. Það er rosalega erfitt að spá fyrir um ástand sem hefur ekki gerst áður,“ segir Bergþóra og bætir við að helsta ástæðan fyrir verðbólgu um allan heim hafi verið afleiðingar farald- ursins og stríðið í Úkraínu. „Það hefur því reynst greiningar- aðilum mjög erfitt að spá fyrir um næstu skref, eins og hvenær aflétt- ingarnar verða, hvað sé að gerast varðandi framleiðslukeðjur erlendis og hvernig fasteignamarkaðurinn muni þróast.“ Bergþóra bætir við að margir þættir verði að ganga upp og þeir hafi verið öðruvísi heldur en grein- ingaraðilar gerðu ráð fyrir. „Við segjum það manna hæst að við höfum verið að vanspá verð- bólgunni og greiningaraðilar hér- lendis og erlendis hafa gert það líka.“ Í þættinum var rætt um ákvörðun Peningastefnunefndar að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig, verðbólguna, fasteignamarkaðinn og horfur í efnahagslífinu. n Greinendur um allan heim hafi verið að vanspá Heiðar Guðjónsson, fráfarandi forstjóri Sýnar, hefði glaður viljað stýra fyrirtækinu áfram ef heilsan hefði ekki gripið í taumana. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bergþóra Baldursdóttir, hagfræð- ingur hjá Íslandsbanka. 8 Fréttir 25. ágúst 2022 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.