Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 36

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 36
 - Íþróttir36 N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Skarphéðinn með brons á NM unglinga Norðurlandamótið í júdó fór fram á Íslandi 23. og 24. apríl. Skarphéðinn er á sínu fyrsta ári í U21 og endaði í 3. sæti í sínum þyngdarflokki -90 kg. Hann keppti einnig í fullorðins- flokki en tapaði naumleg brons- glímunni. Skarphéðinn var einn af þeim sem fékk styrk frá Mosfellsbæ sem veittur er efnilegum unglingum og fram undan er Íslandsmót í U21, æfingabúðir og mót erlendis í sumar. Fótboltinn kominn á fleygiferð Fótboltasumarið er farið af stað og báðir meistaraflokkar léku heima- leiki um síðustu helgi. Meistara- flokkur karla gerði 1-1 jafntefli við Grindavík í fyrsta leik í Lengjudeild karla á meðan meistaraflokkur kvenna tapaði 2-1 gegn Þór/KA í hörkuleik í Bestu deild kvenna. Fjölmargir heimaleikir eru fram undan en á laugardag fær meistara- flokkur karla lið Vestra í heimsókn á Malbikstöðina á Varmá klukkan 14:00. Næstkomandi miðvikudag, 18. maí, mætir meistaraflokkur kvenna Stjörnunni á Malbikstöðinni klukkan 19:15 og föstudaginn 20. maí mæta strákarnir okkar síðan Selfyssingum á heimavelli. Mætum í stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs! Á myndinni má sjá núverandi og fyrrverandi leikmenn meistaraflokks kvenna í glænýjum búningum félagsins. Úrslitakeppnin í blaki kláraðist í byrjun maí og voru stelpurnar okkar þar í eldlínunni. Þær töpuðu gegn KA stúlkum og því fór bikarinn norður á Akureyri þetta árið. Stelpurnar okkar komust einnig í úrslitakeppni Bikarkeppni BLÍ, Kjörísbik- arnum, og mættu þá einnig KA sem unnur úrslitaleikinn sem var hreint frábær skemmtun og spiluðu liðin eitt besta blak sem sést hefur á Íslandi en leikurinn var sýndur beint á RÚV. Það má því segja að stelpurnar okkar séu silfurstelpur eftir veturinn. Afturelding átti 3 fulltrúa í liði ársins, María Rún Karsldóttir sem kantur, Valdís Unnur Einarsdóttir miðja og Thelma Dögg Grétarsdóttir díó. Auk þess fékk Thelma Dögg viðurkenningar fyrir að vera stigahæst í sókn og stigahæst í uppgjöf. Að lokum var Thelma Dögg valin besti leikmaður úrvalsdeildiar kvenna á leiktíðinni. Blakdeildin getur vel við unað eftir leiktíðina því karlaliðið komst einnig í úrslit Íslandsmótsins en þurfti að játa sig sigraða í undanúrslitunum gegn HK. Næstu tvö árin mun Tindahlaup Mosfells- bæjar bera nafnið Tindahlaup Mosfells- bæjar í boði Nettó en á dögunum skrif- uðu Mosfellsbær, Nettó og aðstandendur Tindahlaupsins undir tveggja ára sam- starfssamning þar um. Aðspurð segist Ingibjörg Ásta Halldórs- dóttir markaðsstjóri Samkaupa hlakka til samstarfsins en markmið Nettó væri að styðja við íþróttastarf á landsvísu. „Við styðjum margþætt æskulýðs- og forvarnar- starf á landsvísu sem stuðlar að heilbrigð- um lífsstíl og endurspeglast þessir þættir að öllu leyti í samstarfinu við Tindahlaupið,“ segir Ingibjörg Ásta. Nettó opnaði verslun í Sunnukrika í Mos- fellsbæ í byrjun júní í fyrra. Í versluninni er m.a. að finna gríðarlegt úrval af heilsu- vörum fyrir hlaupara og alla sem huga að heilsunni. Fjórar vegalengdir í boði 27. ágúst Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Tinda- hlaupið skemmtilegt og krefjandi utan- vegahlaup sem haldið er síðustu helgina í ágúst ár hvert í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima. Hlaupið býður upp á fjórar leiðir og vegalengdir eða 1, 3, 5 og 7 tinda þar sem hlaupið er um fjöll, heiðar og dali Mosfells- bæjar. Geta því allir áhugasamir fundið leið og vegalengd við sitt hæfi í hlaupinu, óháð fyrri hlaupareynslu eða -getu. Fyrir utanvegahlaupara sem stefna á hlaup erlendis má greina frá því að Tindahlaupið hefur staðist kröfur ITRA (International Trail Running Association) og fengið þrjár af fjórum hlaupaleiðum viðurkenndar sem punktahlaup. Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að nálgast inn á vefsíðunni Tindahlaup.is. Tveggja ára samstarfssamningur undirritaður • Tindahlaup Mosfellsbæjar 27. ágúst Tindahlaupið í boði Nettó hrannar frá kyndli, ingibjörg frá nettó og gunna stína frá blakdeild aftureldingar GoTT silfur Gulli beTra María rún, thelMa dögg og Valdís unnur Frítt á völlinn fyrir eldri borgara Eldri borgarar fá frítt inn á heimaleiki Aftureldingar í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla í sumar. Af því tilefni mættu leikmenn í heimsókn í Félagsstarfið á Eirhömrum í Mosfellsbæ á dögunum og kynntu leiki sumarsins. Á myndinni eru Georg Bjarnason, Sigrún Gunndís Harðardóttir, Sesselja Líf Valgeirsdóttir og Elmar Kári Enesson Cogic leikmenn meistaraflokkanna ásamt stjórnarfólki FAMOS og fólki í Félagsstarfinu í Mosfellsbæ. heiMaleikjakortin afhent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.