Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 21
Sjö framboðslistar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ þann 14. maí • Kjörstaður í Lágafellsskóla kl. 09-22 • Bæjarfulltrúm fjölgar í 11 • Nýr bæjarstjóri tekur við • Nýtum kosningarétt Hvað ætlar þú að kjósa? Lokaorð frá oddvitum framboðanna Kveðja til kjósenda Laugardaginn 14. maí göngum við til kosninga og kjósum þann framboðslista sem við treystum best til að koma að stjórn bæjarins næstu fjögur árin. Það hefur verið afskaplega mikil og dýr- mæt lífsreynsla að stíga inn í þennan heim og kynna sér sveit- arstjórnarmál og hefur það kveikt í mér enn frekari áhuga að fá að koma að málum. Við sem bjóðum okkur fram til setu í bæjar- stjórn eigum það sameiginlegt að vilja bænum okkar allt það besta. Fyrir hönd Vina Mosfellsbæjar er ég tilbúin til að verja mínum kröftum í þágu sveitarfélagsins og geri það með heiðar- leika, gagnsæi, traust og fagleg vinnu- brögð að leiðarljósi. Ég tel að reynsla mín og fagþekking sé mikill ávinningur fyrir sveitarfélagið í þeirri vegferð til framtíðar sem samfélagið er í. Ef þú vilt sjá breytta stjórnarhætti, óháðan faglega ráðinn bæjarstjóra og lýðræðislegt samtal íbúa og þeirra sem stjórna hvet ég þig til að setja X við L á laugardaginn. Vinir Mosfellsbæjar (L) Dagný Kristinsdóttir Einfalt val fyrir raun­ verulegar breytingar Kæri íbúi Mosfellsbæjar. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir þig á síðasta kjörtímabili og afskaplega ánægjulegt að hitta fólkið í bænum undanfarna daga, rætt við fjölda kjósenda og hitt svo marga frá- bæra íbúa sem greinilega kalla eftir breytingum. Á laugardaginn greiðir þú at- kvæði og tekur beinan þátt í því hverjir munu gæta að börnum bæjarbúa í skólunum, í íþróttum, hverjir munu sjá um aðhaldið, ákvarða útsvarið og önnur gjöld. Því verður ekki breytt næstu fjögur árin hverjir fara með völdin í bænum þínum. Við verðum að tryggja hágæða þjónustu við börnin sem og aldraða. Í nærsamfélagi okkar verðum við að hlúa að fötluðum og öryrkjum, börnum með fjölþættan vanda og fjölskyldum þeirra. Við verðum að treysta tekjustofna með uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs. Með nægt framboð á góðu byggingarlandi ásamt því að sinna viðhaldi innviða komumst við lengra. Viljir þú raunverulegar breytingar með raungóðum flokki er valið einfalt. X við M á kjördag fyrir mig, þig og Mosfellsbæ. Miðflokkurinn (M) Sveinn Óskar Sigurðsson Saman byggjum við betri Mosfellsbæ Kæru Mosfellingar. Á laugardaginn göngum við til kosninga. Við höfum í kosningabaráttunni lagt megináherslu á að stórefla þarf sérfræðiþekkingu inni í skólunum svo börnin okkar fái bestu kennslu og atlæti sem kostur er; endurskoðun miðbæjarskipu- lags svo takist að búa til raunveru- legan miðbæ; framtíðarsýn varðandi um- hverfisvæna atvinnuupp- byggingu; fjölbreytta búsetukosti fyrir fólk á öllum æviskeið- um; stórefldan stuðning til sjálfstæðrar búsetu aldraðra; frístundaávísun í 75.000 kr.; metnaðarfull mælanleg markmið í loftslagsmálum og hugmyndasamkeppni um nýtingu Hlégarðs. Allt miðar þetta að því að búa til gott samfélag þar sem haldið er utan um alla og enginn skilinn eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt hér öllu í 20 ár. Breytingar þar á eru samfélaginu holl- ar og Samfylkingin leikur þar lykilhlutverk. Við bjóðum fram fólk með mikla þekkingu og reynslu af bæjarmálunum og nýtt fólk með ferska sýn og áherslur. Við búum yfir reynslunni, þekkingunni og framtíðarsýn- inni sem þörf er fyrir í okkar góða bæ. Samfylkingin (S) Anna Sigríður Guðnadóttir Vinstri græn setja umhverfismál á oddinn Kæru Mosfellingar. Framboðslisti vinstri grænna er skipaður fólki sem vill skapa fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Við setjum umhverfismál á oddinn, enda hafa þau aldrei verið mikilvæg- ari en á okkar dögum. Ég hvet bæjarbúa til að kjósa V-listann næstkomandi laugardag og læt hér fylgja með vinstri græna sonnettu. Nú kviknar vorið, ljúfan býður blæinn og blómin anga eftir grimman vetur. Það er líkt og baslið gangi betur, börnin sér leika allan sólardaginn. Og fuglar fljúga sunnan yfir sæinn þeir syngja ljóð um næturþelið ljósa. Hvað hyggst þú nú í kosningunum kjósa, þeir kveða í runni út um allan bæinn. Sveitunginn káti, á kjörstaðinn hann fer; með krossinn að vopni velur fólkið væna. Hvað skal nú velja? Það er vandi minn. Kjóstu það eina sem af öllu ber einvalalið og kennt við vinstri-græna. Kjósandinn ljúfi, það er listinn þinn! BB Vinstri hreyfingin - Grænt framboð (V) Bjarki Bjarnason I I I HYGGE gefur reiðhjólahjálma f. krakka* VÍSkynnir nýjahúsvagna-tryggingu HYGGE gefur rafmagnshjól í sumarleik Útilegumannsins TILBOÐá völdum vörum Sumarhátíð Lokaorð oddvita - 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.