Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 30
K y n n i n g Frænkurnar, Eygerður Helgadóttir og Bóel Kristjánsdóttir hafa báðar tekið mik- inn þátt í starfi Aftureldingar í gegnum árin og hafa mikla reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Nú gefst Mosfellingum á besta aldri tækifæri til að sækja fótboltanámskeið þeirra sér að kostnaðarlausu. Mosfelling- ur tók þær frænkur tali á dögunum. Dönsk fyrirmynd „Verkefnið hefur verið lengi í fæðingu og Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMSK hafði mikinn áhuga á að koma þessu af stað hér á Íslandi eftir að hafa fylgst með Football Fitness vaxa og dafna í Danmörku. Valdimar setti sig í samband við okkur og við vorum tilbúnar að skoða þessa hug- mynd, okkur þótti hún spennandi. Í fram- haldinu hafði hann samband við Danina og fékk frekari upplýsingar um verkefnið ásamt æfingabanka til að styðjast við.“ Samstarfsverkefni KSÍ, UMSK og Aftureldingar „Ákveðið var, í samstarfi við UMSK, KSÍ og Aftureldingu, að fara af stað með æfingar tvisvar í viku, iðkendum að kostnaðarlausu. UMSK og KSÍ útveguðu búnað og Aftureld- ing æfingaaðstöðu. Æfingar hófust í byrjun mars og hafa hátt í hundrað manns mætt í heildina síðan, þrátt fyrir það hefur ekki gengið vel að ná upp reglulegri mætingu. En smátt og smátt er að myndast kjarni sem vonandi þéttist þegar á líður.“ Gleði og hreyfing með og án bolta „Aðalmarkmið Fótboltafitness er gleði og hreyfing með og án bolta. Lagt er upp með þol, styrk, tækni og leikgleði. Það er gert í gegnum hinar ýmsu æfingar með eða án boltans. Það sem er skemmtilegt við þetta verk- efni er að allir geta mætt á æfingarnar sama hvaða grunn þeir hafa. Kannski hefur ein- hvern alltaf langað til að prófa fótboltaæf- ingu en ekki treyst sér, þá er þetta einmitt vettvangurinn. Við höfum fengið fótboltakempur á öllum aldri á æfingar og þær hafa einnig fengið heilmikið út úr æfingunum.“ Æfingar fram á sumar „Æfingar verða fram á sumar einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 20:30 og er mæting við Fellið og þar verða æfingarnar áfram eins og verið hefur en þegar fer að hlýna verður farið út á gervigras eða sparkvöll- inn.“ HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / texti í einni línu Lagt er upp með þol, styrk, tækni og leikgleði. Það er gert í gegnum hinar ýmsu æfing- ar með eða án boltans. - Kynning á Fótboltafitness30 Reynsluboltarnir Eygerður og Bóel sameina fitness og fótbolta • Æfingar í hverri viku iðkendum að kostnaðarlausu gleði og hreyfing í fótboltafitness æft í fellinu að varmá frænkurnar eyja og bóel allir geta mætt á æfingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.