Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr bæjarlífinu8 Fuglavernd skorar á kattaeigendur Félagið Fuglavernd skorar á kattaeigendur að halda köttum inni yfir varptíma fugla. Kettir eru öflug og afkastamikil rándýr sem höggva stór skörð í stofna fugla sem verpa í nágrenni við mannabústaði ár hvert. Á varptíma er því mikilvægt að lausaganga katta sé takmörkuð og sérstaklega yfir nóttina. Bjöllur og kattakragar eru í sumum tilfellum betri vörn en engin en langbest er að halda þeim inni. Í Mosfellsbæ verpa margir smáfuglar sem myndu njóta góðs af því ef kattaeigendur myndu halda köttum sínum að mestu inni á þessum tíma. Kattakragar hafa gefið góða raun við að draga úr veiðum katta. Þeir eru í skærum litum og gera það að verkum að köttunum tekst síður að læðast að bráðinni, þar sem fuglar sjá skæra liti mjög vel. Hilmar nýr formaður karlakórs Kjalnesinga Mosfellingurinn Hilmar Stefánsson var kjörinn nýr formaður Karlakórs Kjalnesinga á aðalfundi kórsins sem haldinn var í Fólkvangi mánu- daginn 9. maí. Hilmar tekur við af Jóhannesi Baldurssyni sem lætur af störfum eftir 5 ára starf. „Þetta er auðvitað mikill heiður og ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Það er margt spennandi fram undan hjá kórnum, við stefn- um meðal annars á kórferð saman utan landsteina og svo er ýmislegt annað á döfinni næstu misserin,“ segir Hilmar. Karlakór Kjalnesinga var stofnaður árið 1991 af nokkrum félögum af Kjalarnesi og Kjós. Kórinn hefur á að skipa rúmlega 60 félögum og kemur reglulega fram á hinum ýmsu viðburðum. Mánudaginn 9. maí voru afhentir styrkir úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ. Í sjóðinn getur sótt starfsfólk skóla- og frístundastarfs og verkefnin geta verið sam- starfsverkefni bæði innan og utan skóla. Í ár var áhersla lögð á umhverfisfræðslu og fengu Krikaskóli og Helgafellsskóli úthlutað til eftirfarandi verkefna. Tími og rými til að kanna umhverfið UM HVERFIÐ er verkefni sem ætlað er gefa börnunum í Krikaskóla tíma og rými til að kanna umhverfi sitt sérstaklega út frá sínum veruleika, skóla og búsetu hér í Mos- fellsbæ. Markmið verkefnisins er að gefa börnunum færi á að að auka skilning sinn á umhverfinu og samspili þess við búsetu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna mun hafa sérstakt vægi í fyrirhuguðu umhverfis- verkefni. Verkefnið hefur öfluga tengingu við skólastarfið í Krikaskóla eins og það er sett fram í almennum hluta skólanámskrár Krikaskóla frá 2021. Skólanámskrá Krikaskóla er nánari út- færsla skólans á Aðalnámskrám leik- og grunnskóla ásamt þeim lögum og reglum sem um íslenskt skólastarf gilda. Að sama skapi er verkefnið með tengingu við ný- útgefna menntastefnu Mosfellsbæjar en vöxtur, fjölbreytni og samvinna eru þrjár grunnstoðir nýrrar menntastefnu Mos- fellsbæjar. Gönguskíði fyrir leikskólabörn FJÖLBREYTT HREYFING OG ÚTIVIST er verkefni sem hugsað er fyrir leikskólabörn í Helgafellsskóla. Markmiðið er að börnin fái sem fjölbreyttasta hreyfingu og útivist, með því erum við að efla lýðheilsu og umhverf- isvitund barnanna. Með styrknum er ætlunin að fjárfesta í sex pörum af gönguskíðum til að auka hreyfifærni barna og útivistaráhuga. Gott svæði er til að stunda útiveru í nærum- hverfi Helgafellsskóla og með hverri ferð út fyrir skólalóðina á sér stað ákveðin um- hverfisfræðsla. Verkefnið er langtímaverkefni sem væri í stöðugri þróun, það gefur augaleið að það myndi eiga sér stað yfir vetrartímann þegar aðstæður leyfa. Búnaðurinn væri eign skólans en vissulega opnað fyrir þann möguleika að lána hann til annarra skóla í sveitarfélaginu. Stuðlað að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi • Umhverfi og gönguskíði Úthlutað Úr Klörusjóði styrkþegar ásamt kolbrúnu formanni fræðslunefndar Á 98. ársþingi UMSK hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningar- verðlaun UMSK fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra. Verðlaununum fylgir peningastyrkur. „Við erum ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum,“ segir Margrét Dögg formaður Harðar. Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Mar- grét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenn- ingunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanns UMSK. hörður hlýtur hvatn- ingarverðlaun uMsK tekið við verðlaununum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.