Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 46

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 46
Árið 2005 tók ég blaðaviðtal við Sigstein Pálsson sem var síðasti bóndinn á Blikastöðum, hann var þá tíræður en enn mjög ern. Í viðtalinu kemur fram að þess yrði ekki langt að bíða að íbúðabyggð risi á Blikastaðatúnum. Síðan eru liðin 17 ár og Blika- staðaland hefur verið eins og óbyggð eyja milli Reykjavíkur og þéttbýl- isins vestast í Mosfellsbæ. Á sama tíma hefur ríkt mikill lóða- og húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu. Það er þess vegna mikið fagnaðarefni að nú sjái til lands og uppbygging hefjist á þessum slóðum. Stórfelld uppbygging Á síðustu misserum hafa rýnihópar verið að störfum, meðal annars til að skilgreina þá miklu innviðauppbyggingu sem er nauðsynleg á Blikastöðum, samfara þéttri íbúðabyggð þar. Einnig hófust viðræður milli Mosfellsbæjar og Arion banka sem er eigandi landsins. Eftir langar og strangar viðræður var viðamikill samningur um stórfellda uppbyggingu á Blikastöðum samþykktur á fundi bæjarstjórnar Mosfells- bæjar 4. maí síðastliðinn. Blikastaðaland verður byggt upp í áföng- um á næstu áratugum og fram undan er mikil skipulagsvinna hjá Mosfellsbæ vegna þessa viðamikla verkefnis. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri og blandaðri íbúabyggð, íþróttamannvirkjum, skólabyggingum og öðru sem fjölmenn íbúabyggð kallar á. Uppbygging á Blikastöðum mun draga úr lóðaskorti á höfuðborgarsvæðinu og flýta því að Borgarlínan verði lögð upp í Mosfellsbæ. Samkvæmt samningnum mun Arion banki leggja fram verulega fjármuni til uppbyggingar á inn- viðum, þar er m.a. um að ræða gatnagerð og skóla- og íþrótta- mannvirki. Að þessu leyti er samningurinn einsdæmi, það er einnig fátítt að svo stórt íbúasvæði sé skipulagt frá grunni, í því felast mörg spennandi tækifæri. Kennileiti Náttúruperlur og útivistarsvæði eru í seilingarfjarlægð frá Blikastaðalandi, til dæmis Úlfarsfell, Úlfarsá og Leiruvogur. Á síðustu öld var eitt stærsta kúabú landsins á Blikastöðum, þar voru allt að hundrað nautgripir þegar mest lét. Útihúsin standa enn, þau verða endurgerð, þeim fengið nýtt hlutverk og munu mynda „hjartað“ í þeirri íbúabyggð sem rís á Blikastaðalandi. Í áðurnefndu blaðaviðtali við Sigstein Pálsson var hann spurður að því hvernig honum litist á að byggja á þessari gömlu bújörð, hann svaraði með þessu orðum: „Mér líst bara vel á það. Þetta er þróunin og mér hefur alltaf þótt gaman að fylgjast með framkvæmdum og framförum hér í sveitarfélaginu. Það verður gott að byggja á Blikastaða- túnum. Þar fauk aldrei hey og fólki kemur til með að líða vel þarna.“ Bjarki Bjarnason, skipar 1. sæti V-listans í kosningunum 14. maí. Blikastaðir - Aðsendar greinar46 Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjar- félag þar sem er gott og eftirsókn- arvert að búa. Samkvæmt könnunum eru íbúar með þeim ánægðustu á landinu og hér hefur orðið ein mesta hlutfalls- lega fjölgun íbúa undanfarin ár. Samfara þessari þróun hefur verið í gangi mesta framkvæmdaskeið í sögu sveitarfélagsins í uppbyggingu innviða auk þess sem þjónusta við bæjarbúa er sífellt að aukast. Mos- fellsbær stendur vel fjárhagslega, þökk sé ábyrgri stjórn fjármála og á líðandi kjörtímabili hafa framkvæmdir í Mosfellsbæ aldrei verið meiri. Sú uppbygging mun halda áfram með miklum framkvæmdum á íþróttamannvirkjum að Varmá og nýjum leikskóla í Helgafellshverfi svo eitthvað sé nefnt. Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ hefur haft það að leiðarljósi að halda álögum á íbúa eins lágum og best getur við rekstur bæjarins. Við erum stolt af því að hafa lækkað álögur á íbúa á líðandi kjörtímabili m.a. með lækkun fasteignaskattaprósentu á íbúða- og atvinnuhúsnæði. Þá hafa álögur á barnafólk lækkað verulega þegar leik- skólagjöld lækkuðu um 20% á líðandi kjör- tímabili og nú býðst 12 mánaða börnum í Mosfellsbæ dagvistarpláss. Það er sterkt og faglegt skólasamfélag í Mosfellsbæ sem við ætlum að styrkja enn frekar og veita meiri stuðning fagfólks inn í skólana. Við ætlum að opna stafræna Fab Lab smiðju og viljum opna Þróunar- og nýsköpunarsmiðju sem veitir ótal tækifæri fyrir alla aldurshópa. Skipulagsmálin eru stór þáttur í vaxandi samfélagi og uppbygging í Mosfellsbæ heldur áfram. Búið er að ná samningum um uppbyggingu á Blikastaðalandi þar sem rísa mun glæsilegt vistvænt hverfi með fjöl- breyttu íbúðamynstri fyrir alla aldurshópa. Í Blikastaðalandi sem mun rísa í áföngum til næstu 20-25 ára mun einnig verða fyrsta flokks þjónusta þegar litið er til skóla- og íþróttamannvirkja auk hágæða samgangna. Uppbygging mun einnig halda áfram á öðr- um stöðum í bænum. Við munum áfram standa vörð um sérkenni Mosfellsbæjar sem „sveit í borg“ og huga vel að dýr- mætri náttúrunni allt í kringum okkur. Málefni fatlaðra er mikilvægur málaflokkur sem nauðsynlegt er að veita verðskuldaða athygli. Á líðandi kjörtímabili höfum við aukið þjónustu s.s. með opnun úr- ræðis fyrir geðfatlaða. Við munum halda áfram þeirri þróun, meðal annars með úthlutun lóðar und- ir nýjan íbúðakjarna í 5. áfanga Helgafellshverfis fyrir fatlað fólk og með áherslu á samþættingu þjónustu. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag með Aftureldingu sem hornstein í okkar frábæra bæjarfélagi. Við munum leggja mikla áherslu á að samþykktri upp- byggingu á Varmásvæðinu verði flýtt eins og aðstæður leyfa auk þess sem uppbygging á íþróttamannvirkjum muni hefjast á Blika- staðalandi, þar á meðal fjölnota knatthús í fullri stærð. Eldri borgurum fer fjölgandi og á þessu kjörtímabili höfum við lagt mikla áherslu á lýðheilsumál eldri Mosfellinga og munum halda því áfram. Í samstarfi við Eir mun íbúðum fyrir eldri borgara fjölga auk mik- illar stækkunar á rýmum fyrir félagsstarf. Jafnframt er búið að samþykkja aðkallandi stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra sem verður með 75 rými eftir stækkun. Ábyrgur og traustur rekstur undanfar- inna ára gerir það að verkum að framtíðin er björt í Mosfellsbæ. Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn á þessum uppgangs- tímum þar sem þjónusta og rekstur sveitar- félagsins hefur tekið miklum og jákvæðum breytingum og bærinn eflist og dafnar. Við ætlum að sjá til þess að rekstur bæj- arfélagsins verði áfram ábyrgur og traustur, álögur á íbúa muni halda áfram að lækka og að áfram verði best að búa í Mosfells- bæ. Til þess að ná þeim markmiðum okkar þurfum við þinn stuðning, hvert atkvæði skiptir máli. Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Hvers vegna XD í Mosó á laugardag? Félagsheimili okkar Mosfellinga, Hlégarður, á sér orðið rúmlega 70 ára sögu. Félagsheimilið er eitt kennileita bæjarins og hefur verið okkar stolt. Í húsinu hafa lengi verið ýmsir viðburðir haldnir og félagasamtök í bænum til dæmis haft þar athvarf og aðstaðan hefur verið ómetanleg til stuðnings ýmsu félagsstarfi og íbúar og fyrirtæki í bænum hafa í gegnum tíðina getað nýtt húsið til veisluhalda. Síðustu átta ár eða svo hefur rekstur Hlégarðs verið í höndum einkaaðila og Mosfelling- ar ekki haft sama aðgang að húsinu og áður. Félagsstarfið á ekki lengur neitt athvarf og hafa hin ýmsu félög því verið á hrakhólum og hefur það án efa dregið úr þeirra starfsemi. Hafist var handa við endurbætur á húsinu fyrir nokkru síðan og er nú end- urbótum að hluta til lokið og neðri hæðin tilbúin. Þar er því hægt að halda viðburði og er mjög mikilvægt að nýta aðstöðuna vel fyrir menningarstarfsemi í bæjarfélaginu. Þar eru möguleikarnir óteljandi. Þá þarf að klára endurbætur á annarri hæðinni og skapa þar aðstöðu fyrir félagsstarfsemi. Einnig mætti nýta útisvæðið betur og jafn- vel byggja við. Hvað vilja bæjarbúar? Samfylkingin vill efna til hugmynda- samkeppni meðal bæjarbúa um uppbyggingu á svæðinu og hvernig Hlégarðssvæðið getur nýst íbúum sem best. Hlégarður eins og hann er í dag er ekki nógu stór til að standa undir nafni sem menningarhús án þess að einhver uppbygging eigi sér stað. Listaskólinn þarf til dæmis varanlegt húsnæði og leik- félagið þarf húsnæði, svo eitthvað sé nefnt. En einhvers staðar þarf að byrja. Samfylkingin vill fyrst og fremst fá Hlégarð aftur heim, að rekstur hússins verði í höndum bæjarins og bæjarbúar fái aftur aðgang að húsinu. Það er orðið löngu tímabært að hlúa að menningu og listum í Mosfellsbæ. Listafólk þarf að fá aðstöðu til að sinna list sinni, halda sýningar, efna til tónleika og leiksýninga og leyfa íbúum bæjarins að njóta allrar þeirrar listar og menningar sem kraumar í Mosfellsbæ. Fyrsta skrefið er að fá Hlégarð aftur í hendur bæjarins og hefja uppbyggingu saman. Settu x við S á kjördag og við hefjum menningarlífið til vegs og virðingar sam- an! Elín Árnadóttir og Jakob Smári Magnússon, skipa 4. og 5. sæti á lista Samfylkingarinnar Hlégarð heim! Nú þegar kosningabaráttan er að líða undir lok langar mig að nefna eitt málefni sem hefur ekki fengið mikla umræðu – leikskólamálin. Í Mosfellsbæ komast flest börn inn í dagvistun við 12 mánaða ald- ur, það er vel gert og má segja að bærinn standi sig betur þar en sum önnur sveitarfélög. Það sem við þurfum að skoða á komandi misserum eru starfsaðstæður inni í leik- skólunum, hvernig búið er að börnunum og hvernig hægt er að fjölga menntuðum leikskólakennurum. Einnig þarf að skoða sérstaklega varan- lega lausn á leikskólahúsnæði í Leirvog- stungu – við getum ekki talið það lausn við hæfi að hafa einn leikskóla í færanlegum kennslustofum. Það er erfitt að nálgast tölur um fag- menntaða leikskólakennara sem starfa hjá bænum en eftir því sem ég kemst næst er hlutfallið um 20-25%. Í samningum leikskólakennara er kveðið á um tiltekna tíma í starfi með börnum og aðra tiltekna tíma sem fara í faglegt starf, eins og und- irbúning. Deildarstjóri á leikskóla fær, svo dæmi sé tekið, 10 tíma í undirbúning á viku. Aðrir kennarar fá 5 tíma og eiga að skila sömu útkomu í faglegu starfi. Það að starfa í skóla er hópvinna, ef einn veikist þarf að leysa hann af og þá stíga samstarfsmenn inn í. Þann tíma taka þeir af sínum undirbúningstíma sem aftur þýðir að þeir mæta óundirbúnir til að sinna sínum hópi. Það hefur bein áhrif á faglegt starf í skólum. Stytting vinnuvikunnar hefur haft gríð- arleg áhrif inn í leikskólum. Tökum sem dæmi, 20 starfsmenn taka út styttingu, færri eru að störfum, börnin eru jafnmörg og þeim þarf að sinna. Það á að veita sömu þjónustu, með sama opnunartíma en með færra starfs- fólki. Aðstæður leikskólabarna í bænum eru mismunandi. Nýrri leikskólar ná að bjóða upp á rými barna til athafna samkvæmt leið- beiningum frá Félagi leikskóla- kennara en í eldri leikskólum er þrengra um hópinn. Sérstaklega vil ég benda á húsakost Leirvogstunguskóla, en skólastarfið þar fer fram í færanlegum kennslustofum. Við getum ekki horft á aðstæður skólans, húsnæðislega séð með öðrum gleraugum en þeim að þetta sé tímabundið úrræði. Við hjá Vinum Mosfellsbæjar teljum afskaplega mikilvægt að farið sé í þá vinnu að byggja upp varanlegt skólahúsnæði í hverfinu. Til að hlúa faglega að leikskólastarfinu í bænum þarf að taka tillit til mikils álags vegna veikinda starfsfólks og styttingar vinnuvikunnar. Við þurfum að skoða hvernig við getum gert starfsumhverfið hjá leikskólum bæjar- ins aðlaðandi og eftirsóknarvert. Til að það geti gerst þurfum við að fara í naflaskoðun og fá liðsinni stjórnenda leikskólans. Við þurfum að standa við bakið á stjórn- endum og létta af þeim ákveðnum verk- efnum svo þeir geti verið faglegir leiðtogar í sínu húsi. Það þarf að jafna aðstöðumun barnanna í bænum, öll okkar börn eiga að vera í góðu, varanlegu húsnæði, með jafnmikið rými til athafna. Þá horfum við sérstaklega til eldra skólahúsnæðis og skólahúsnæðis Leirvogstunguskóla. Börn eru best – hlúum að þeim eins vel og við getum, þar sem allir sitja við sama borð. Dagný Kristinsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar Nokkur orð um leikskóla Þú finnur öll blöðin á netinu www.MosfelliNgur. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.