Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 44

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 44
 - Aðsendar greinar44 Í baráttunni við lyktar- og sjón- mengun frá starfsemi Sorpu hafa íbúar í Leirvogstungu náð miklum árangri með stöðugu aðhaldi. Það sýnir að raddir íbúa hafa áhrif og skipta máli. Að sama skapi hafa kjörnir fulltrúar sýnt máttleysi gagnvart yfirgangi Reykjavíkur og hlutleysi annarra eigenda byggðasamlagsins. Eig- endur SORPU eru öll sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu. Í rúman áratug hafa íbúasamtök Leir- vogstungu átt hátt í hundrað fundi með fulltrúum Mosfellsbæjar og Sorpu um starfsemi þeirra í Álfsnesi. Árið 2013 var svo gert eigendasamkomulag. Í því fólst í stuttu máli eftirfarandi: • Fullkominni gas- og jarðgerðarstöð með lokuðu ferli yrði komið upp í Álfsnesi með samþykki Mosfellsbæjar og íbúasamtaka Leirvogstungu og urðun hætt í Álfsnesi. • Brennsla á lyktarsterkum úrgangi færi í Kölku á Suðurnesjum (Suðurnesjamenn og eigendur Sorpu hafa ekki náð samkomulagi um það vegna ósamstöðu). • Urðun á óvirkum úrgangi (að mestu lyktarlaus) yrði á Suðurlandi (Sunnlend- ingar bökkuðu út úr þessu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Sorpa setti þving- unaraðgerðir á þá en síðan hafa þeir flutt sitt sorp utan með skipum). Sveitarstjórnir vilja ýta þessu frá sér og enginn virðist vilja þetta í „sinn bakgarð“. Vandamálið liggur því þar og yfirgangur Reykjavíkur verið algjör og öðrum sveit- arfélögum finnst bara fínt að Reykjavík sjái um þetta því þetta trufli enga nema Mosfellinga. Staðan í dag er sú að Gas- og jarðgerðar- stöðin er klár og hefur hafið starf- semi. Umdeilt er hversu vel hafi tekist til. Athugasemdum íbúa um lokað ferli (þrær yfirbyggðar) og staðsetningu var þó mætt. Urðun átti að vera lokið en er á framlengdum fresti þar sem samstarfssveitarfélögin hafa ekki viljað axla ábyrgð og finna starfseminni staðsetningu. Framlengdur frestur rennur út í lok árs 2023. Allar líkur eru á því að hefja verði útflutning á sorpi að þeim tíma liðnum komist sveitarfélögin ekki að sam- komulagi. Til að hægt sé að hefja urðun á óvirkum úrgangi er nauðsynlegt að byggja sorpbrennslustöð því núverandi geta Kolku í Suðurnesjabæ er takmörkuð og ekki hefur náðst samstaða um stækkun hennar. Vinnuhópur sem skilaði skýrslu um áramót komst að þeirri niðurstöðu að hag- kvæmast væri að byggja sorpbrennslustöð- ina í Álfsnesi. Þetta munum við aldrei geta sætt okkur við. Aðgerðarleysi og samstöðu- leysi samstarfs sveitarfélaganna í Sorpu er búið að setja urðunarmálin í algjört óefni. Það skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir Mosfellinga að raddir íbúa heyrist áfram í þessu máli. Það hefur vissulega skilað okk- ur árangri. En það skiptir ekki síður máli að í nýrri bæjarstjórn verði fólk sem mun beita sér fyrir því að þetta stóra umhverfisslys verði ekki í bakgarðinum okkar. Við í Framsókn erum einhuga í því að koma málefnum Sorpu í réttan farveg. Munið X við B á kjördag. Rúnar Þór Guðbrandsson, í stjórn íbúasamtaka Leirvogstungu og skipar 10. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ. Raddir íbúa hafa áhrif Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæj- ar sem hefur nú verið samþykkt af bæjarstjórn. Lærdómssamfélagið í Mos- fellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa. Haldið var skólaþing í Helgafellsskóla, rafrænt íbúaþing, lögð fyrir viðhorfskönn- un fyrir allt starfsfólk í skóla- og frístunda- starfi og sérstaklega var rætt við börn í leikskóla. Reglulega var vinnan kynnt og rædd í fræðslunefnd. Verkefnateymi sá um alla vinnu og framkvæmd stefnunnar en í teyminu sátu fulltrúar frá leikskólum, grunnskólum, frístund, Listaskóla og Fram- haldsskólanum í Mosfellsbæ. Stefnan ber merki um mikinn metnað í skólastarfi og umhyggju fyrir nemendum og mun tryggja að Mosfellsbær verði áfram í fremstu röð í skólamálum. Vöxtur, fjölbreytni, samvinna Menntastefnan byggir á þremur stoðum en þær eru vöxtur, fjölbreytni og samvinna. Innan hverrar stoðar eru markmið og lyk- ilorð. Aðaláherslan er á velferð og líðan nemenda en eins og fram kemur í stefn- unni er „Öryggi og vellíðan eru undirstaða þess að börn blómstri í námi og leik. Því skal tryggja að börn fái tækifæri til þess að efla styrkleika sína og takast á við áskoranir í öruggu og hvetjandi umhverfi.“ Við innleiðingu stefnunnar er sett upp aðgerðaráætlun með mælaborði sem tekur til alls skóla- og frístundastarfs. Jafnframt mun hver og einn skóli setja upp aðgerð- aráætlun sem birtist í framkvæmdaáætlun skólanna. Stefnan er sett upp með þeim hætti að auðvelt er að vinna með innihaldið á alla mögulega máta. Innleiðing stefnunnar hefst næsta haust á nýju skólaári og verður formlega ýtt úr vör 23. september á sameiginlegum fræðsludegi grunn- og leikskóla í Mosfellsbæ. Horft til Mosfellsbæjar í skólamálum Skólamál eru mikilvægustu mál sveitarfélaganna og þar stendur Mosfellsbær sig einna best. Horft er til skólaþróunar í Mosfellsbæ því hér er framúrskarandi skólastarf og framúrskar- andi starfsfólk. Við höfum mætt mikilli barnafjölgun með breytingum og farið ótroðnar slóðir. Í bæinn hefur flutt metfjöldi barnafólks en hér eru engir biðlistar á leikskólum. Þann 1. apríl var búið að bjóða öllum börnum, sem fædd eru í ágúst 2021 eða fyrr, leikskólapláss í leikskólum bæjarins. Hvergi eru fleiri ungbarnapláss á leikskól- um þar sem eins árs gömul börn fá þjón- ustu að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nýr grunnskóli, Helgafellsskóli, var byggður nú er leikskóli að fara í byggingu í sama hverfi. Ekkert sveitarfélag fór í jafn mikið átak í að láta skanna allt húsnæði og viðhald stofnana ávallt verið efst á blaði hjá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Börnin mikilvægust Ég óska Mosfellingum til hamingju með nýja menntastefnu og vona að skólastarf megi blómstra áfram. Börnin í bænum eru mikilvægustu íbúarnir og veit ég að framtíðarbæjarstjórn mun tryggja að svo verði áfram. Ég er ákaflega stolt að hafa fengið að sitja í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Mosfellsbæ og tekið þátt í að byggja upp bæinn og styðja við skólastarf á mesta upp- byggingartíma í sögu bæjarins. Ég þakka fyrir mig og kveð stjórnmálin í Mosfellsbæ og lít um leið stolt yfir farinn veg. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar Heimurinn er okkar ný menntastefna Mosfellsbæjar Í kosningum á laugardaginn gefst okkur Mosfellingum í fyrsta skipti kostur á að velja 11 einstaklinga til að stýra bænum okkar. Þessir 11 einstaklingar eru fulltrúar ólíkra hreyfinga, með mismunandi áherslur og stefnu- mál, en við það að taka sæti í bæjarstjórn verða þeir um leið líka fulltrúar okkar allra. Ábyrgð á stjórnun bæjarins liggur nefnilega hjá bæjarstjórn sem slíkri, ekki hjá flokkum eða listum. Bæjarstjórn og nefndir bæjarins eru það sem kallast fjölskipað stjórnvald, þ.e. fyr- irbæri þar sem stjórnsýsluákvarðanir eru teknar saman. Ákvarðanir verða ekki teknar nema á fundum. Við hjá Vinum Mosfellsbæjar trúum því að þar eigi að gefast tækifæri til að ræða málin og skoða þau út frá mismunandi sjónarmiðum, til að finna bestu lausnina og niðurstöður sem þóknast flestum, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ræða málin endalaust og er hin almenna regla lýðræðisins að meirihlutinn ræður en sá meiri- hluti þarf ekki að vera fyrirfram ákveðinn, heldur endurspegla upplýsta ákvörðun, eins og í öllum vinahópum. En hvernig er það, ræður bæjar- stjóri ekki öllu? Nei, alls ekki. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins og ber því eingöngu ábyrgð á að framkvæma það sem bæjarstjórn hefur ákveðið. Þess vegna teljum við hjá Vinum Mosfellsbæj- ar að fagráðinn bæjarstjóri, sem er ekki bæjarfulltrúi og situr þannig ekki báðum megin borðsins, sé heppilegast leiðin til að halda hlutverkum skýrum og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Veljum breytta stjórnarhætti, verum Vinir. Michele Rebora skipar 4. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar 11 bæjarstjórar Mosfellsbær er ört vaxandi sam- félag og hér býr fjölbreyttur hópur fólks og er því mikilvægt að hér sé öflugt og fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Við í Sjálfstæðisflokknum vilj- um stuðla að aukinni hreyfingu almennings og efla lýðheilsu bæj- arbúa. Í heilsueflandi samfélagi er algjört lykil- atriði að góð aðstaða sé til íþróttaiðkunar en við í Sjálfstæðisflokknum ætlum að halda áfram að bæta aðstöðuna við íþrótta- miðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá og jafnframt lengja opnunartíma í Lágafells- laug. Við stefnum á að taka í notkun glæsilega 900 fermetra nýbyggingu við íþróttamið- stöðina að Varmá og viljum við hraða sam- þykktum uppbyggingaráætlunum á íþrótta- svæðinu að Varmá eins mikið og aðstæður leyfa og stefnum á að ljúka við endurnýjun á Tungubökkum. Þá viljum við einnig stuðla að frekari útiveru bæjarbúa, einkum eldri íbúa bæj- arins, og ætlum við því að setja upp fleiri æfingatæki og bekki á útivistarsvæðum og gönguleiðum bæjarins sem verður vonandi hvatning til aukinnar útivistar. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að börn og unglingar finni sig í íþróttum og/eða tómstundum. Á síðustu árum hefur verið mikil þróun á samfélaginu, einkum á sviði íþrótta og tómstunda, hér má t.d. nefna rafíþróttir og nýjar jaðaríþróttir. Með tilkomu nýrra íþrótta- og tómstunda fá börn, sem ekki finna sig í hefðbundum íþróttum, aukin tækifæri á að finna sér grein sem hentar þeim. Mikilvægt er að Mosfellsbær fylgi þessari þróun, við viljum styðja áfram við nýsköp- un í lýðheilsumálum og finna þeim farveg og traustan sess innan Mosfellsbæjar. Við leggjum áherslu á fjölbreyttar tóm- stundir fyrir eldri borgara því eins og með börnin er mikilvægt að eldri íbúar bæjarins finni sér afþreyingu sem hentar þeim. Við í Sjálfstæðisflokknum viljum halda áfram stuðningi við eldri borgara og auka við uppbyggingu á íþrótta- og félagsstarfi eldri íbúa Mosfellsbæjar. Við ætlum að hækka enn frekar frí- stundaávísanir hjá ungmennum og eldri borgurum til að tryggja jafnan aðgang barna og unglinga að íþrótta og tóm- stundastarfi bæjarins og stuðla að aukinni hreyfingu, virkni og lýðheilsu eldri íbúa Mosfellsbæjar. Brynja Hlíf Hjaltadóttir skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Íþrótta- og tómstunda- starfsemi í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.