Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 50

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 50
K e t t l e b e l l s I c e l a n d laugardagInn 21. maí LíkLega skemmtiLegasta hLaup Landsins! utanvegahLaup með fjöLbreyttum þrautum skráning og uppLýsingar á www.kettLebeLLs.is kb þrautin tekur 1-3 klukkustundir. tekjur frá deginum fara til heilsueflandi málefna í mosfellsbæ. Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar50 guðjón svansson gudjon@kettlebells.is Heilsuefling og kosningar Tveir dagar í kosningar. Það skiptir máli hverjir stjórna. Heilsuefling er mér ofarlega í huga þegar ég velti því mér hvaða framboð á að fá kross í kjörklefanum. Ég er búinn að skoða nokkuð vel hvað framboðin segja um heilsueflingu okkar bæjarbúa og hvað þau hafa í hyggju að gera á því sviði. Það sem mér finnst skipta máli er að fólk viti hvað það er að tala um og að það sé trúverðugt að loforð og góðar fyrirætlanir muni verði að veruleika. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, félagslega, andlega og líkamlega. Því betri aðstaða sem íþróttafélögin okkar búa við, því fleiri eru líklegir til þess að æfa reglulega. Peningar sem eru settir í íþróttaaðstöðu skila sér margfalt til baka inn í samfélagið – það er staðreynd. En heilsuefling snýst ekki bara um skipulagðar íþróttir. Heilsuefling snýst líka um vellíðan barna og unglinga og þar skipta skólarnir mjög miklu máli. Því betur sem krökkum, unglingum og starfsmönn- um líður í skólanum, því betur líður okkur öllum. Margfeldisáhrifin eru mikil. Vellíðan og metnaður fara vel saman, það er gaman að gera vel, finna að maður er að ná betri tökum á lífinu og því sem maður fæst við. Heilsuefling snýst líka um eldri borgara. Við viljum halda eldra fólki eins hraustu og hressu eins lengi og við getum. Bæði vegna þess að þau eiga það skilið eftir allt sem þau hafa gert fyrir komandi kyn- slóðir og vegna þess að það skilar sér margfalt til baka inn í samfélagið. Því fyrr sem fólkið okkar missir heilsu og getu til að sjá um sig sjálft, því dýrara fyrir samfélagið allt. Umönnum kostar sitt. Forvarnir og skýr framtíðarsýn á sviði heilsu og vellíðunar er það sem ég legg mesta áherslu í kjörklefanum. Trúverðugleiki er lykilatriði. Innantóm loforð gera lítið fyrir mig. Heilsueflandi kosninga- kveðjur! Tenging við börnin okkar á því aldursskeiði sem þau þurfa mest á okkur að halda er mikilvæg. Þegar dætur okkar hjóna voru kornung- ar starfaði með mér kona, alveg hreint einstök kona sem er fóstra. Hún sagði við mig, er hún sá mig með dætrunum eitt sinn, að við þyrftum að nýta tímann okkar vel með þeim því þessi tími yrði fljótur að líða. Nú er eldri dóttirin erlendis í námi og sú yngri á leiðinni á eftir systur sinni. Svona týnist tíminn en minningin lifir. Já, þetta tók ekki langan tíma sé litið aft- ur. En búum við öll við það tækifæri sem ég gat gripið, þ.e. að vera til staðar heima sem faðir í hvert sinn sem þær komu heim úr skólanum? Nei, við búum ekki öll við það. Margir vinna baki brotnu og bæði hjón oft að heiman til að ná endum saman. Það dugir jafnvel ekki alltaf til. Einstæðir foreldrar berjast í bökkum og í sama mund hækkar húsnæðiskostnaður sem aldrei fyrr, skattar og aðrar álögur. Hvers vegna hefur sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu ekki tekist að svara þessu með úthlutun lóða svo tryggja megi nægt framboð til að halda megi niðri verðlagi á húsnæði? Eftir hrun fjármálakerfisins 2008 hurfu eignir fólks og fyrirtæki inn í nýja banka og lóðir fyrirtækja eins og ÍAV sem missti Blikastaðaland í hendur banka. Bankar fá nánast óendanlegt ráðrúm að halda þessu í eignasafni sínu og í dótturfélögum og sjóð- um. Það er í raun niðurgreiðsla frá ríkinu í formi laga til handa fjármálafyrirtækjum. Víða erlendis er bönkum gert að losa þetta út á markaðinn innan árs eða tveggja ára. Með því gæti komið leiðrétting rétt eins og gerist þar sem markaðir eru raunverulega virkir og ekki stjórnað af fjármálafyrirtækj- um eins og á Íslandi. Þetta þýðir að íslenska húsnæðismarkaðnum er stýrt. Þetta er kostnaður almennings og samfélaga, eins og sveitarfélaga, sem í raun og sann er færður í bækur banka og oftar en ekki þar á tekju- og eignahliðina. Mosfellsbær hefði hugsanlega getað keypt Blikastaði á sínum tíma og verið nú að úthluta hagkvæmum lóðum á markaðinn en ekki Arion banki. Svo eiga sveitarfélögin að sitja eftir með alla þjónustuna og kröfur um bættan aðbúnað fyrir aldraða, börn og barnafólk. Í vikunni var ritað undir byggingu 44 nýrra hjúkrunarrýma að Hömrum í Mos- fellsbæ. Þau 74 rými sem þá verða til staðar nægja ekki nema fyrir komandi kjörtíma- bil því árgangarnir, sem eru að koma inn í hópinn 80 ára og eldri, eru um eða yfir 50 til 65 einstaklingar árlega. Þá er aðeins teknir þeir með sem hér búa í dag. Því á það að vera fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar að stefna að enn frekari uppbyggingu hjúkr- unarrýma og stórbæta stuðningsþjónustu bæjarins sem er afar döpur í dag. Samhliða þessu verður að stórbæta þjón- ustu skólaskrifstofu bæjarins svo bæta megi í sálargæslu, geðrækt og stuðning við börn með fjölþættan vanda. Biðraðir fyrir börn í íþróttum, í greiningar hjá fagfólki er glötuð ævi rétt eins og hjá okkur sem erum eldri. Sveinn Óskar Sigurðsson Bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ fyrir Miðflokkinn og oddviti fyrir komandi sveitastjórnarkosningar Hvers vegna eru fjármálafyrirtækin í forgangi? Í huga mínum er Mosfellsbær grænn og nútímalegur bær. Hér er góður aðgangur að óspilltri nátt- úru og grænum svæðum, byggðin fjölbreytt og í góðu samræmi við umhverfi sitt. Þegar ég var í fæðingarorlofi með litlu stúlkuna mína var ég dugleg- ur að ganga með hana í kerrunni sinni. Ég held að ég hafi á þessum sumar- mánuðum gengið nokkurn veginn hvern einasta göngustíg bæjarins þrisvar, og fannst mér það nær alltaf jafn skemmtilegt og endurnærandi - með einni undantekn- ingu. Það var ef þörf var á að gera krók á göngutúrnum til að skjótast í Bónus eða Krónuna. Umferðin, skarkalinn og breiðar göturnar fældu frá eftir rólega göngu upp með Varmánni eða niður í Leiruvog. Sé horft á loftmynd af miðbæ Mos- fellsbæjar kemur ein staðreynd í hug ofar öðrum. Það er að húsin eru smá og bílastæðin ógnarstór. Þegar við skipuleggjum umhverfi okkar og byggð er það augljóslega gert eftir þörfum mannfólksins sem þar býr. Þær þarfir eru þó síbreytileg- ar og þarf skipulagsvaldið að vera sveigjanlegt eftir því. Þegar umhverfið í miðbæ Mos- fellsbæjar er skoðað með það að sjónarmiði sjást glögglega þarfir fortíðarinnar. Mosfellsbær er bæjarfélag í örum vexti og eftirsótt. Þessi sístækkandi hópur bæjarbúa hefur fjölbreyttari þarfir og væntingar en áður og eðlilegt að bæjarumhverfið breytist í takt við það. Þótt einkabíllinn sé og verði áfram þarfur þjónn í þeim raunveruleika sem við búum við hér á landi þarf að gera öðrum sam- göngumátum og áherslum jafnhátt undir höfði. Við í Vinstri Grænum höfum þegar sýnt það í verki með stuðningi við Borgarlínu og uppbyggingu fjölþátta samgöngustíga hér í bænum. En við getum gengið enn lengra, sér í lagi í nærumhverfi okkar. Breiðgata getur hæglega orðið að göngu- götu, bílastæði að torgi eða almennings- garði þar sem börn geta leikið og foreldrar setið og sötrað kaffi. Þannig gætum við svarað kalli nútímans um vistvænni sam- göngur og lífshætti, en einnig gagnrýni þeirra sem kalla Mosfellsbæ svefnbæ. Ég sé fyrir mér að hér muni rísa lífvæn- legri, fjölbreyttari og grænni miðbær sem fólk mun vilja heimsækja og jafnvel eyða tíma í – hvort sem það komi gangandi, hjólandi, í strætó eða á bílnum. Það er bara að þora að taka af skarið. Bjartur Steingrímsson Höfundur skipar 3. sæti V-listans í kosningunum 14. maí. Mannvænt eða bílvænt skipulag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.