Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 42
 - Aðsendar greinar42 Í síðasta tölublaði Mosfellings voru kynntar fyrir bæjarbúum fyrirætl- anir um byggingu þjónustuhúss við íþróttahúsið að Varmá. Þetta er löngu tímabær uppbygg- ing sem við í Viðreisn vorum með á stefnuskrá okkar fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar. En því miður þá lítur allt út fyrir að þessi bygging verði enn einn búturinn í bútasaumsteppið Varmá. Með byggingu þessa húss er verið að skapa félagsaðstöðu sem lengi hefur verið kallað eftir. Við bætast 4 búningsklefar og aðkoman að húsinu verður eins og hún á að vera í nútímalegri íþróttaaðstöðu. En er þetta nóg? Hvar er heildarsýnin fyrir svæðið? Mosfellsbær er í örum vexti og mun halda því áfram á næstu árum. Framtíðarsýnin Þessi byggingaráform bera það helst með sér að þau séu ætluð til þess að leysa stöðuna eins og hún er í dag en ekki vanda morgundagsins. Við í Viðreisn teljum að það þurfi að horfa lengra fram í tímann og vinna okkur í haginn. Við vitum að íbúum mun fjölga hratt á næstu árum og það er svekkjandi að vera ekki fyrr búin að vígja nýja aðstöðu en að hún er orðin úrelt. Síðast þegar búningsklefum var bætt við, árið 1986, voru íbúar sveitarfélagsins færri en 2.500. Við vorum ennþá Mosfellssveit. Núna á að bæta við fjórum klefum sem eiga að þjóna bæjarfélagi sem telur rúmlega 13.000. Tvöföldun á klefum fyrir meira en fimmfalt stærra bæjarfélag. Í mörg ár hefur ekki verið hægt að bjóða öllum gestaliðum sem koma hingað til að keppa að fara í sturtu eftir leik. Þó að fjórir klefar séu vissulega til bóta þá þarf ekki mikla stærðfræðikunnáttu til þess að átta sig á því að þetta er ekki nóg. Frístund á Varmá Það sem við í Viðreisn söknum þó einna mest er að þetta gullna tækifæri sé ekki nýtt til að huga að aðstöðu fyrir börnin okkar, fyrir og eftir að þau stunda sínar íþróttir. Við í Viðreisn viljum að á Var- mársvæðinu verði frístund sem börn geta nýtt þá daga sem þau sækja æfingar í íþróttahúsinu. Þarna verði aðstaða þar sem börnin geta geymt skóla- töskur og annað sem fylgir þeim á æfingar, geti borðað nestið sitt og séu í umsjón fagaðila sem myndu sinna þessu starfi á sömu faglegu forsendum og eru í frístund í skólunum sjálfum. Svona getum við tryggt að börnin séu í öruggu umhverfi og geti farið í frístund eftir æfingu, sem í dag er ekki hægt. Með þessari lausn er bæði hægt að einfalda líf foreldra og auðvelda Aftureldingu að bjóða börnun- um að prófa fjölbreyttar íþróttir. Við megum líka alls ekki gleyma því að við fáum varla betra tækifæri til þess að skapa aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir börn með fatlanir. Það er auðvelt að taka þarfir þessa hóps inn á þessu stigi en það getur reynst erfitt að breyta húsnæði eftir að það er risið. Það mætti telja upp mörg atriði til við- bótar; aðstöðu fyrir eldri borgara, aðstöðu við þjálfara og starfsfólk. Við þurfum að taka Varmársvæðið í heild, skipuleggja það í samráði við alla hagaðila og horfa til framtíðar. Þannig getum við eignast íþróttasvæði sem sæmir Mosfellsbæ. Þessu viljum við breyta. Þú getur breytt - Veldu Viðreisn. Lovísa Jónsdóttir, oddviti Viðreisnar í Mosfellsbæ Varmá til framtíðar Nú styttist heldur betur í sveit- arstjórnarkosningar og áherslur og stefnuskrár framboða í bæn- um hafa litið dagsins ljós. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að flestir flokkar, ef ekki allir, leggja áherslu á lýð- heilsumál og áframhaldandi uppbyggingu Heilsueflandi samfélags hér í Mosfellsbæ með einum eða öðrum hætti. Í því samhengi er vert að rifja upp að nú eru liðin 10 ár frá því að Mosfellsbær, fyrst allra sveitarfélaga, hóf formlegt samstarf við Embætti landlæknis og heilsuklasann Heilsuvin í Mosfellsbæ um uppbyggingu Heilsu- eflandi samfélags hér í bæ. Samvinna er lykilatriði Til að ná árangri við slíka uppbygg- ingu er lykilatriði að allir hagaðilar stefni að því sameiginlega markmiði að auðvelda fólki að taka heilsusamlegar ákvarðanir og lifa heilbrigðu lífi. Rannsóknir hafa sýnt að áhrifaþættir heilbrigðis felast m.a. í geðrækt og líð- an, mataræði, hreyfingu og útivist sem saman skapa lífsgæði okkar auk um- hverfis- og efnahagslegra þátta. Stjórn- völd þurfa að taka tillit til heilsu við allar stefnumótandi ákvarðanir í samfélaginu varðandi t.d. skóla-, umhverfis-, íþrótta, tómstunda-, samgöngu-, skipulags-, at- vinnu-, menningar- og öldrunarmál. Íbúar þurfa jafnframt að vera virkir þátttakendur og grípa eða benda á öll þau tækifæri sem hægt er að nýta til að byggja hér upp fyrirmyndarsamfélag sem leggur áherslu á vellíðan og lífs- gæði íbúa. Samvinna allra, að ógleymdu frumkvæði, er lykillinn að árangri. Lýðheilsustefna Nú hefur Lýðheilsustefna Mosfellsbæjar litið dagsins ljós og hafa þar verið hnýttir saman þræðir þeirrar miklu vinnu við uppbyggingu Heilsueflandi samfélags í bænum okkar undanfarin ár. Næsta mál á dagskrá er að bretta upp ermar og sameinast um kraftmikla innleiðingu þeirrar stefnu sem talar að sjálfsögðu við allar aðrar meginstefnur bæjarins. Það mun renna enn styrkari stoðum undir þann heilsubæ sem bær- inn okkar sannarlega er og tryggja nauð- synlega framþróun á öllum sviðum. Ávinningur allra Uppbygging Heilsueflandi samfélags er ávinningur fyrir alla og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hver króna sem varið er í heilsueflingu og forvarnir skilar sér margfalt til baka til samfélagsins svo ekki sé minnst á bætta heilsu og aukin lífsgæði allra, þar liggja raunverulegu verðmætin. Leggjumst öll á árarnar til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu Heilsu- eflandi samfélags í bænum okkar því við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem áhersla er lögð á vellíðan og lífsgæði allra íbúa. Ólöf Kristín Sívertsen, lýðheilsu- fræðingur og verkefnisstjóri Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Sameinumst um heilsueflandi samfélag H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Við Mosfellingar urðum vitni að óvönduðum og vondum vinnu- brögðum á síðasta fundi bæjar- stjórnar Mosfellsbæjar þann 4. maí. Þar var til umfjöllunar og af- greiðslu leynisamningur við Arion banka um uppbyggingu á Blika- staðalandinu, samningur sem ekki mátti sýna eða ræða úti í samfélag- inu fram að setningu fundarins. Við hjá Vinum Mosfellsbæjar, þar með talinn bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar, erum ekki efnislega á móti því að Blikastaðalandið sé byggt upp heldur á móti þeim óvönduðu vinnubrögðunum sem voru viðhöfð. Það er fáheyrt að svo risastórt mál sé dregið upp úr hatti núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í lok kjörtímabilsins og það án allrar kynningar eða umræðu úti í sam- félaginu og keyrt í gegnum bæjarstjórn með valdi. Íbúar Mosfellsbæjar fengu enga að- komu og voru ekki spurðir álits, þrátt fyrir að lýðræðisstefna Mosfellsbæjar mæli fyrir um að svo skuli vera í svo stórum málum sem þessu. Í fljótu bragði þá sýnist okkur að þessi samningur getur ekki verið annað en bara viljayfirlýsing þar sem innihald hans fram- selur skipulagsvald til þriðja aðila og er það að okkar mati í hæsta máta ósiðlegt og ekki eftir laganna bókstaf. Samningurinn bindur hendur kjörinna fulltrúa langt fram í tímann. Þéttleiki byggðar í Blikastaðal- andi verður samkvæmt samningn- um helmingi meiri en í Helgafells- landinu og mætti líkja við að settar yrðu 4 – 5 hæðir ofan á hverja blokk í Helgafellshverfinu og þykir nú mörgum nóg um þéttleika þess hverfis. Svona mikill þéttleiki, er það það sem við viljum? Samningurinn gengur svo langt að hann formar ítarlega skipulag svæðisins að næsta bæjarstjórn og næstu bæjarstjórnir verða eins konar afgreiðslunefndir fyrir þá sem kaupa samninginn af Arion banka, afgreiðslunefndir sem munu lítil eða engin áhrif hafa um byggðaþróun landsins. Kæru íbúar Mosfellsbæjar, við hjá Vinum Mosfellsbæjar erum andstæðan við svona vinnubrögð. Við viljum að allt sé uppi á borðum. Þess vegna lagði bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar til að málinu yrði frestað svo hægt væri að skoða það og kynna, en meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna felldi þá tillögu. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar greiddi atkvæði einn gegn samþykkt samningsins vegna skorts á lýðræðislegum vinnubrögð- um og skorts á að kynna svo stóra ákvörðun meðal íbúa bæjarins. Guðmundur Hreinsson skipar 2. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar Stefán Ómar Jónsson er bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar Vond vinnubrögð Það er gott að vera Mosfellingur. Bærinn vex og dafnar og það er ánægjulegt að fylgjast með fleira og fleira fólki setjast hér að og gera Mosfellsbæ að sínum heimabæ. Fjölbreytt menningarlíf, öflugt íþrótta- og tómstundastarf og tækifæri til fjölbreyttrar útivistar í náttúrunni allt um kring eru með- al margra góðra þátta sem við Mosfelling- ar erum svo lánsamir að búa við. Því skal kannski engan undra að samkvæmt árlegri könnun Gallup segjast nú 89% bæjarbúa ánægðir með Mosó sem stað til að búa á. Undirstaða þess sem tryggir gott bæjarfé- lag hvar íbúar eru ánægðir er meðal annars ábyrgur og traustur rekstur. Til viðbótar við það þarf framsýna menn og konur í brúnni sem hafa hugmyndaauðgi, hugrekki og þor til að hugsa út fyrir hið hefðbundna, vera skapandi við úrlausnir áskorana og taka ákvarðanir byggðar á framtíðarsýn og í góðu samráði við íbúa. Á komandi kjörtímabili viljum við sjálf- stæðismenn að Mosfellsbær verði áfram fjölskylduvænn, heilsueflandi og framsæk- inn bær sem hefur velferð og þarfir allra íbúa að leiðarljósi og að hér verði áfram eftirsóknarvert að búa, bæði fyrir nýja og eldri Mosfellinga. Við vitum að skapandi umgjörð um menningarmál er öllum samfélögum holl og því viljum við sjálfstæðismenn gera okkar til að stuðla að fjölbreyttu og blóm- legu menningarlífi í Mosfellsbæ. Við vilj- um vinna að því að skapa frjóan og góðan jarðveg til að efla og styðja við menningar- starfsemi í bænum, efla menningartengda ferðaþjónustu og auka við framboð menn- ingarviðburða í bænum. Við viljum auk þess stuðla að byggingu á fjölnota menningarhúsi á sama tíma og við hugum að því hvernig hægt er að nýta enn betur húsakynni bæjarins í þágu lista og menningar. Öflugt íþrótta- og tómstunda- starf er annað sem við Mosfelling- ar höfum verið lánsamir að njóta en þar hefur ómetanleg þátttaka sjálfboðaliða spilað lykilhlutverk. Við þekkjum mikilvægi þess að fólk á öllum aldri, börn, fullorðnir og eldri borgararar, hafi gott aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi, meðal annars vegna þess hversu mikið heilbrigð hreyfing getur stuðlað að líkamlegu hreysti og skipt sköp- um fyrir andlega vellíðan. Við viljum því tryggja að það íþrótta- og tómstundastarf sem er í boði í Mosfellsbæ sé vel kynnt íbúum svo þeir geti með auð- veldum hætti leitað sér upplýsinga og nýtt sér til heilsueflingar. Við viljum einnig stuðla að áframhald- andi uppbyggingu íþróttasvæða og íþrótta- mannvirkja, meðal annars með því að bæta við íþróttamiðstöðvarnar í Lágafelli og að Varmá og ljúka við endurnýjun á Tungu- bökkum. Þá viljum við hækka enn frekar frístundaávísanir, halda áfram uppbygg- ingu til útivistar, tryggja áframhaldandi stuðning við jaðaríþróttir og þannig stuðla að heilbrigðri samveru fjölskyldna og ann- arra í Mosfellsbæ. Tryggjum áframhaldandi vöxt og mótum framtíðina saman. Setjum X við D þann 14. maí. Hilmar Stefánsson Höfundur skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mosó – bær íþrótta, menningar og lista Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.