Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 20
 - Hvað ætlar þú að kjósa?20 Sjö framboðslistar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ þann 14. maí • Kjörstaður í Lágafellsskóla kl. 09-22 • Bæjarfulltrúm fjölgar í 11 • Nýr bæjarstjóri tekur við • Nýtum kosningarétt Hvað ætlar þú að kjósa? Lokaorð frá oddvitum framboðanna Kjósum XD í Mosó á laugardag Í sveitarstjórnarkosningunum býður Sjálfstæðisflokkurinn fram sterkan lista með öflugum frambjóðendum sem búa yfir fjölbreyttri þekkingu og reynslu úr samfélaginu. Hópurinn hefur brennandi áhuga á velferð Mosfellsbæjar og hlakkar til að gera bæinn okkar allra að enn betri stað til þess að búa á. Kosninga- baráttan hefur verið skemmtileg og lærdóms- rík. Í framhaldi af prófkjöri héldum við íbúafundi, fjölskylduskemmtanir og fleiri viðburði. Hápunkturinn var að ganga í öll hús í bænum og afhenda stefnuskrána og eiga skemmtileg og fræðandi samtöl við íbúa. Við höfum þannig fengið ómetanlegar upplýsingar frá hagaðilum og öðrum íbúum sem við munum hafa að leiðarljósi í okkar vinnu í bæjarstjórn. Takk Mosfellingar fyrir að taka svo vel á móti okkur. Við í XD í Mosó ætlum að halda Mosfellsbæ áfram í fremstu röð þegar kemur að ábyrgum rekstri, öflugri þjónustu og ánægju íbúa. Til þess þurfum við þinn stuðning. Ég hvet alla til að nýta kosninga- rétt sinn, hvert atkvæði skiptir máli. Sjálfstæðisflokkurinn (D) Ásgeir Sveinsson Merki Sjálfstæðisflokksins Merki Sjálfstæðisflokksins, Íslandsfálki með útþanda vængi, hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás, en árið 2013 var á ný tekið í notkun það merki, sem lengst af var í notkun og Halldór Pétursson teiknaði fyrir hann. Við mælumst til þess að það sé notað í auglýsingum og umfjöllun um flokkinn, en ekki önnur og eldri merki. Að öllu jöfnu er fálkinn svartur á hvítum grunni, með eða án nafns flokksins, en það má einnig notast við bláa útgáfu, sömuleiðis á hvítum grunni. Með fylgir einnig andhverf útgáfa, hvítur fálki, sem nota má á dökkum grunni ef þarf. Við mælumst þó til að sparlega sé farið með það. Í kosningastarfi hefur einnig verið notast við annað merki, D, sem einnig er að finna hér. Það er að öllu jöfnu birt í bláum lit á hvítum grunni, en þó má notast við aðra liti ef tilefni er til, þar á meðal í regnbogalitum. Við mælumst til þess að þá sé notast við þá liti, sem hér eru birtir, en það litróf tekur þó stundum breytingum. Þó það sé oftast á hvítum grunni má bregða út af því. Prentlitur C100 M0 Y0 K0 EKKI NOTA GÖMUL MERKI Prentlitur: C0 M0 Y0 K100 Prentlitur: C100 M0 Y0 K0 Skjálitur: R43 G171 B226 Skjálitur R43 G171 B226 Prentlitur C0 M0 Y0 K50 Ýmis önnur dæmi Á dökkum grunni Af hverju Viðreisn? Viðreisn vill breytt vinnubrögð í bæj- arstjórn og nefndum Mosfellsbæjar. Í lýðræðislegu samfélagi er nauðsynlegt að pólitísk umræða eigi sér stað inni í nefnd- um bæjarins. Að þar fari fram yfirveguð umræða þar sem sjónarmið allra heyrast og unnið er að sameigin- legri lausn. Á síðustu fjór- um árum höfum við hinsvegar upplifað að meiri- hlutinn vinni mál utan nefnda og kynni svo niðurstöðu sína í stað þess að taka umræðuna. Nýjasta dæmið um þessi vinnubrögð meirihlutans er samningur- inn um Blikastaðalandið. Engin umræða í bæjarstjórn um málið fyrr en fullbúinn samningur lá fyrir. Engin samtöl við samningsaðila. Engu hægt að breyta, bara samþykkja eða synja. Svona hefur vinnan verið, í stórum málum sem smáum. Við í Viðreisn viljum heyra skoðanir allra við borðið og vinna að sátt. Með því að kjósa Viðreisn þá ertu að kjósa raunverulega breytingu. Við munum vinna fyrir alla, ekki bara suma. Þú getur breytt, veldu Viðreisn. X-C Viðreisn (C) Lovísa Jónsdóttir Hlýr og mannlegur Mosfellsbær Kæri kjósandi, ef þú vilt hafa áhrif á það hvernig bærinn okkar þróast þá er mikilvægt að þú nýtir kosningaréttinn og mætir á kjörstað. Á síðustu vikum höfum við hitt marga og kynnt okkur málefni og stöðu þeirra hér í bæjarfélaginu. Það er svo gott að finna hvað fólki er umhugað að leggja sitt af mörkum fyrir bæinn sinn og gera gott samfélag enn betra. Rödd þín er mikilvæg og þú skiptir máli fyrir bæjarfélagið því þannig samfélagi viljum við búa í. Við þurfum þó öll að minna okkur á að draga fram það jákvæða og fallega í kringum okkur og að hafa bæinn okkar mannlegan, heilsueflandi og framsýnan. Þar sem allir skipta máli. Þar sem er hlustað og borin virðing fyrir öðrum og málin rædd. Ef þú leggur áherslu á mannlegt samfélag settu þá X við B á kjördag. Framsóknarflokkurinn (B) Halla Karen Kristjánsdóttir Sjö framboð bjóða fram til bæjarstjórnar Sjö framboðslistar skiluðu inn gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Mosfellsbæ 2022. Listarnir eru eft- irfarandi: B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæð- isflokks, L-listi Vina Mosfellsbæjar, M-listi Miðflokks, S-listi Samfylking- ar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Kosningar fara fram laugardaginn 14. maí og er kjörstaður í Lágafellsskóla. Kjör- fundur stendur frá kl. 09:00 til 22:00. Bæjarfulltrúm fjölgar nú úr 9 í 11 vegna örrar fjölgunar íbúa í Mos- fellsbæ en hér búa í dag rúmlega 13.000 manns. Í síðustu sveitar- stjórnarkosningum, árið 2018, urðu úrslitin þannig: B-listi 2,9%, C-listi 11,2%, D-listi 39,2%, Í-listi 7,9%, L-listi 10,6%, M-listi 9,0%, S-listi 9,5% og V-listi 9,6%. Kjörsókn árið 2018 var 64,7% og voru 7.467 manns á kjörskrá. D- og V-listi hafa starfað saman í meirihluta með Harald Sverrisson sem bæjarstjóra. Myndin að ofan er frá framboðsfundi sem Félag aldraðra stóð fyrir í Hlégarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.