Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 6
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ6 sunnudagur 15. maí Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson þjónar. sunnudagur 22. maí Guðsþjónusta kl. 11 í Lágafellskirkju. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar. sunnudagur 29. maí Hestamannaguðsþjónusta kl. 14 í Mosfellskirkju í samstarfi við hesta- mannafélagið Hörð. sumarnámskeið lágafellssóknar Ævintýraleg námskeið fyrir 6-9 ára krakka í júní og ágúst. Lofum stuði og ævintýrum í sumar! Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu. Foreldramorgnar - fimmtudaga kl. 10- 12 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. 12. maí: Opið hús 19. maí: Síðasti foreldramorgunn fyrir sumarfrí - opið hús. Rafræn fermingarskráning fyrir vorið 2023 Enn er hægt að skrá á fermingardaga rafrænt á heimasíðu. lagafellskirkja.is & endilega fylgdu okkur á samfélagsmiðlunum facebook & instagram. Vinna við nýja körfu­ boltavelli á áætlun Framkvæmdir við nýja körfu- boltavelli við Lágafellsskóla og Varmárskóla sem kosnir voru í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó hefjast nú á vormánuðum. Um er að ræða fullbúna körfuboltavelli með mottuundirlagi. Vinnu er lokið við öflun á þeim búnað sem þarf til og fá verktaka í verkið. Ekki var unnt að hefja framkvæmdir á meðan á skólahaldi stendur til að raska ekki skólastarfi og tryggja öryggi á skólalóðum. Því munu framkvæmd- ir hefjast um leið og skólahaldi lýkur í byrjun júní. Vellirnir verða staðsettir þar sem aðgengi er gott fyrir almenning, en jafnframt tekið tillit til nærliggjandi íbúðarhúsa við val á staðsetningu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í júlí 2022. Íslandsmet var slegið í þátttöku í Okkar Mosó síðasta sumar þar sem yfir 20% Mosfellinga kusu. Meðal hugmynda sem voru settar í framkvæmd í vetur var jólaskreyttur garður á Hlégarðastúni. Flest verk- efna úr kosningunni verða boðin út og framkvæmd frá júní 2021 til september 2022 eftir umfangi. Fjölbreytt kynning á lýðheilsuverkefnum Það ætti ekki að hafa farið fram hjá lesendum Mosfellings að undanfar- in misseri hefur verið mikill kraftur í kynningu á lýðheilsuverkefnum á vegum Mosfellsbæjar. Bæði sem tengjast beint íþróttamannvirkjun- um að Varmá og Lágafelli og eins utan þeirra. Góðar kynningar hafa verið á þeim fjölbreyttu möguleik- um sem bæjarbúar á öllum aldri hafa til eflingar sálar og líkama í bæjarfélaginu. Nú þegar vorið er komið fjölgar möguleikum bæjar- búa á finna eitthvað skemmtilegt og við hæfi til að efla heilsu utandyra. Af nógu er að taka. K y n n i n g Um árabil hefur hópur fólks stundað vatns- leikfimi í Lágafellslaug og nú er ásóknin orðin slík að ákveðið hefur verið að bæta við aukatímum á þriðjudögum og fimmtu- dögum frá 19-20 bæði kvöldin. Undanfarin tíu ár hefur Sigrún Másdóttir leitt starfið en hún er menntaður íþrótta- fræðingur með mastersgráðu í heilsuþjálf- un og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Mosfellingur tók Sig- rúnu tali um starfið. „Ég tók við vatnsleik- fimihópnum árið 2012 og þá hafði hópurinn verið starfræktur í nokk- ur ár. Hópurinn sam- anstendur af konum á besta aldri sem líður vel í vatni í skemmtilegum félagsskap og stór hluti af hópnum hefur verið frá upphafi. Hóp- urinn er í Lágafellslaug alla mánudaga og miðvikudaga, eina klst. í senn. Lágafells- laug hentar einstaklega vel fyrir kennsluna þar sem færanlegur botn er til staðar” Frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi Sigrún segir tengslin mikil á milli kvenn- anna, bæði systur, mágkonur og vinkonur stormi saman í laugina og hópurinn hafa stækkað jafnt og þétt í gegnum árin. „Námskeiðin hafa verið þéttsetin síðast- liðin ár þar sem áherslan er ekki einungis á fjölbreytta og áhrifaríka hreyfingu heldur ekki síður til að upplifa ánægju og gleði í góðum félagsskap. Þjálfun í vatni er frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi og blóðþrýstingur rís ekki hátt undir álagi, einnig eru litlar líkur á meiðslum. Vatnsleikfimi hentar því flestum þar sem auðveldara er að framkvæma æfing- ar í vatninu en á þurru landi, líkaminn verður léttari og því minna álag á vöðva og liðamót. Fyrir þá sem glíma t.d. við gigt eða stoðkerfisvandamál er vatnsleikfimi kjörin.“ Hver og einn framkvæmir æfingar á sinni eigin getu Sigrún þjálfaði mest handbolta á árum áður en þegar hún tók að sér hópinn í Lágafellslaug sótti hún sér innblástur og hugmyndir víðsvegar á heilsustofnunum og sundlaugum landsins þar sem vatns- leikfimi er starfrækt. „Ég held að einhvers konar vatnsleik- fimi sé nú í boði í flestum sundlaugum landsins. Fyrir nokkrum árum kenndi ég eldri borgurum hér í Mosfellsbæ og þekki því nokkuð vel til. Ég reyni að byggja nám- skeiðin upp á fjölbreyttri þolþjálfun og styrktaræfingum með margs konar hjálpar- tækjum, þar sem hver og einn framkvæmir æfingarnar á sinni eigin getu og forsend- um,“ sagði Sigrún að lokum. Sigrún Másdóttir hefur leitt leikfimina í 10 ár • Hópur kvenna á besta aldri Vatnsleikfimi nýtur sívaxandi vinsælda HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG Þjálfun í vatni er frábær kostur fyrir hjarta- og æðakerfi og blóðþrýstingur rís ekki hátt undir álagi, einnig eru litlar líkur á meiðslum. Sigrún Másdóttir bæta hefur þurft við auka- tímum í lágafellslaug samstilltar K y n n i n g Fjölskyldutímar Mosfellsbæjar hófu göngu sína haustið 2015 og eru því á sjöunda starfsári. Markmið Mosfellsbæjar með tímunum er að sinna hlutverki sínu sem lýðheilsusamfélag og eru tímarnir frábær viðbót við mörg önnur lýðheilsuverkefni bæjarins. Hjónin Þorbjörg Sólbjartsdóttir íþrótta- fræðingur og Árni Freyr Einarsson tóku að sér að sjá um tímana fyrsta starfsárið en þar sem tímarnir nutu mikilla vinsælda strax fyrsta starfsárið var þörf á að bæta við fleiri leiðbeinendum og bættust þá hjónin Íris Dögg og Ólafur Snorri Rafnsson íþrótta- kennari í hópinn. Mosfellingur tók Ólaf Snorra tali um starfið. „Markmið tímans er að búa til aðstæð- ur þar sem fjölskyldan, mamma, pabbi, afi, amma, börn og unglingar geta komið saman og leikið sér í íþróttum af öllu tagi, boltaíþróttum, spaðaíþróttum og fimleik- um svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldurnar eiga dýrmæta og skemmtilega samverustund saman í íþróttasalnum og allir njóta sín.“ Almenn ánægja og ásókn mikil „Aðókn í tímann hefur verið vonum framar og eru Mosfellingar greinilega ánægðir með þennan möguleika að koma í íþróttahúsið og eiga þar góðar stundir. Tím- arnir hafa vakið athygli út fyrir okkar bæj- armörk og hafa önnur sveitarfélög spurst fyrir um verkefnið, einnig var var fjallað um það í málgagni UMFÍ á dögunum. Stemningin er alltaf góð í tímunum og mikil gleði allsráðandi. Jólasveinar hafa komið í heimsókn fyrir jólin og í kringum hrekkjavöku hefur verið hrekkjavökuþema og gestir komið í búningum. Þegar við för- um í sumarfrí þá höfum við grillað pylsur eftir tímann og einu sinni var hoppukastali í lokatímanum. Uppbrotsdagar falla í góðan jarðveg hjá gestum fjölskyldutímans. Fyrsta veturinn fengu gestir fjölskyldutímans skíðapassa í Skálafelli einn sunnudag og voru margir sem nýttu sér það og skíðuðu saman. Eins er frítt í Varmárlaugina eftir tímann og þar eru stundum heitir sunnudagar í lauginni. Þá er hitastig sundlaugarinnar hækkað örlítið og þá gefst gestum sá mögu- leiki að slaka vel á í lauginni eftir tímann. Oft fyrsta skref í ástundun á skipulögðu íþróttastarfi „Við erum virkilega ánægð með þessar viðtökur og það er greinilega grundvöllur fyrir tíma sem þessa. Fleiri heimsóknir í Varmá eru líka góð auglýsing fyrir Aftur- eldingu þar sem margir sjá auglýsingar hjá deildum Aftureldingar og þar af leiðandi getur þetta verið fyrsta skref í ástundun á skipulögðu íþróttastarfi þegar áhugi vaknar að prófa íþróttir hjá Aftureldingu í framhaldinu. Meðan ánægjan með fjölskyldutímann meðal bæjarbúa er svona mikil og aðsókn- Ókeypis fölskyldutímar alla sunnudaga kl. 10:30-12:00 Fjör að Varmá HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG íris dögg, ólafur snorri, arni freyr og Þorbjörg ásamt börnum sínum Fjölskyldurnar eiga dýrmæta og skemmtilega samverustund saman í íþrótta- salnum og allir njóta sín. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa undirritað samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Reist verður nýbygging áföst heimilinu fyrir 44 íbúa. Þar með ríflega tvöfaldast stærð heimilisins með aðstöðu fyrir samtals 74 íbúa. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist seinni hluta næsta árs og að hægt verði að taka heimilið í notkun í ársbyrjun 2026. Samtal um stækkun hefur staðið frá árinu 2018 þegar velferð- arráðuneytið boðaði til fyrsta fundar um mögulega stækkun. Samkvæmt samningi munu heilbrigðisráðuneytið og Mosfellsbær standa saman að stækkun heimilisins. Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými er brýn „Við Mosfellingar fögnum mjög ríflega tvöföldun hjúkrunar- heimilisins Hamra. Þannig verður hægt að mæta betur þörfum íbúa Hamra og efla starfsemina frá því sem nú er enda verður einingin hagkvæmari í rekstri sem mun skila sér til íbúanna. Þá notum við tækifærið til að efla félagsstarf Mosfellsbæjar í húsinu til hagsbóta fyrir alla eldri íbúa og fjölskyldur þeirra. Hér er um stóra og mikilvæga framkvæmd að ræða sem skiptir miklu máli fyrir samfélagið hér. Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými er brýn,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. 85% greiðast úr ríkissjóði á móti 15% framlagi Mosfellsbæjar „Þetta er mikið gleðiefni,“ bætir heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson við. „Með þessu er framfylgt stefnu stjórnvalda um að mæta aukinni þörf fyrir hjúkrunarrými, jafnframt því að bæta aðbúnað fyrir íbúa og starfsfólk og efla og bæta þjónustu við aldr- aða,“ segir Willum. Hjúkrunarheimilið Hamrar stendur við Langatanga í Mosfells- bæ. Húsnæðið er um 2.200 fermetrar með aðstöðu í dag fyrir 33 íbúa. Þjónustumiðstöð og dagvistun eru samtengdar heimilinu. Nýbyggingin mun rísa norðan við núverandi heimili, samtals 2.860 fermetrar á tveimur hæðum og verður samtengd eldri byggingu. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er tæpir 2,5 millj- arðar króna og skiptist kostnaðurinn þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði á móti 15% framlagi bæjarfélagsins sem jafnframt leggur til lóðina undir húsnæðið. Nýja byggingin verður staðsett norðan við núverandi húsnæði og verður áfast því. Verður byggingin á tveimur hæðum með tveimur 11 eininga deildum á hvorri hæð. Hjúkrunarheimilið ríflega tvöfaldast • Byggt á tveimur hæðum í norður • 2,5 milljarðar samið um stækkun Hamra haraldur sverrisson bæjarstjóri og willum þór heilbrigðisráðherra Á dögunum veitti íþrótta- og tómstunda- nefnd Mosfellsbæjar styrki til ungra og efnilegra ungmenna. Styrkirnir eru í formi launa yfir sumartímann og eru greiddir í samræmi við önnur sumarstörf hjá Mos- fellsbæ. Markmiðið er að gefa einstaklingum sem skara fram úr færi á að stunda sína list, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann. Við valið er stuðst við reglur sem byggjast á vilja Mosfellsbæjar til að koma til móts við ungmenni sem vegna listar, íþróttar eða tómstundar sinnar eiga erfitt með að vinna launuð störf að hluta til eða að öllu leyti yfir sumartímann. vel að styrknum komin Í ár bárust nefndinni 17 umsóknir, allir umsóknaraðilar voru sannarlega vel að styrknum komnir og langt frá því að vera auðvelt að bera saman og velja á milli umsókna. Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar öllum aðilum fyrir þeirra umsókn og óskar þeim öllum velfarnaðar í leik og starfi. Styrkhafar árið 2022 eru: Aron Ingi Há- konarson (golf ), Brynjar Vignir Sigurjóns- son (handbolti), Hafrún Rakel Halldórs- dóttir (knattspyrna), Sigríður Ragnarsdóttir (listdans), Skarphéðinn Hjaltason (júdó) og Þorsteinn Leó Gunnarsson (handbolti). Á myndina vantar Brynjar og Þorstein. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar styrkir sex ungmenni • Laun yfir sumarið styrkur veittur til ungmenna styrkþegar ásamt hafsteini formanni nefndarinnar sÓkn Í sÓkn – liFandi saMFÉlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.