Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 45

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 45
Aðsendar greinar - 45 Það er gefandi að taka þátt í sveit- arstjórnarmálum. Það er líka mikil ábyrgð sem fylgir því að taka þátt í sveitarstjórnarmálum. Þegar á mig var skorað fyrir sveitarstjórnarkosningar á árinu 2018, að starfa með hópi fólks sem hafði það eitt að markmiði að koma að uppbyggingu og þjónustu við Mosfellinga með lýðræði, heiðarleika og þekkingu að vopni, var áhugavert að vera með. Hópi sem nefnir sig Vini Mos- fellsbæjar en í nafninu felst í raun allt sem segja þarf. Þessi þátttaka mín hefur gefið mér mikið. Ég hef fengið aukna þekkingu á hvað í starfi þeirra sem starfa á þessum vettvangi felst. Ég hef kynnst hópi fólks, fólki sem hefur gefið sig fram til að starfa á pólitíska svið- inu, mörgu því frábæra fólki sem starfar hjá sveitarfélaginu og ég hef kynnst mörgum íbúum sem ég hefði kannski annars ekki kynnst. Fyrir þetta vil ég þakka. Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa á sveit- arstjórnarmálum, ekki síst unga fólkið, að gefa kost á sér til starfa og nýta þekkingu sína til að koma að góðum verkum því ég veit að ef íbúar standa saman, ræða málin, hvort sem er í skólamálum, skipu- lagsmálum eða hverjum öðrum málum sem okkur öll varða, leyf- um öllum þeim mannauði sem Mosfellsbær býr yfir að njóta sín og koma að málum, þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Það er líka tímafrekt að taka þátt í sveitar- stjórnarmálum sé þeim sinnt af heilindum og með sóma og hef ég nú ákveðið að beina kröftum mínum og tíma á annað svið. Ég kveð þennan vettvang með miklu þakklæti í huga, bæði fyrir það traust sem mér var sýnt svo og þakklæti til þeirra sem ég hef átt í samskiptum við. Margrét Guðjónsdóttir Höfundur er varabæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar 2018-2022 Þakklæti að lokum Fyrsta skólastig, eða leikskólar, er einhver mikilvægasta þjónusta sem sveitarfélög veita. Í Mosfellsbæ er heimilt að sækja um leikskólavist fyrir börn frá 12 mánaða aldri. Gott og vel. Það sem er mikilvæg- ast í umsóknarferlinu er að óvissu um hvenær og hvar barnið fái leikskólapláss sé eytt eftir fremsta megni. Það er nógu stórt verkefni fyrir nýbakaða foreldra að sinna uppeldinu, án þess að þurfa að bæta öðrum áhyggjum ofan á það. Vissulega hafa verið ákveðnir vaxtarverkir í takti við vaxandi íbúafjölda í sveitarfélag- inu og því krefjandi verkefni að mæta auk- inni þörf í þessum málum. Ekki er hægt að verða við öllum óskum um tiltekinn skóla og getur fæðingarmánuður barns haft mikið að segja í þeim efnum. Aðalatriðið er að við veitum foreldrum hugarró. Við í Framsókn Mosfellsbæ viljum að þjónustan við börn sé veitt um leið og fæðingarorlofi foreldra lýkur, það þarf að sjá til þess að bilið sé brúað. Það er gríðarlega krefjandi starf að vera starfsmaður á leikskóla og mikil ábyrgð sem felst í því að sjá um börnin okkar á þessum mest mótandi tíma á þeirra ævi. Við sem foreldrar gerum ríkar kröfur á leikskólastarfið, alveg eins og starfsfólkið gerir kröfur á okkur sem foreldra. Það þarf að sjá til þess að búið sé þannig um að við sem sveitarfélag séum einmitt að veita bestu þjónustu sem völ er á, framúrskar- andi þjónustu. Hærra hlutfall fagmennt- aðra leikskólakennara er stór þáttur í því að efla góða þjónustu enn frekar. Sem dæmi má nefna að ófaglærðir starfsmenn leikskóla eru oft á tíð- um einstaklingar sem vilja sækja sér menntunina en vantar hvatn- ingu til að taka skrefið. Við hjá Framsókn viljum beita okkur fyrir því að efla það mikil- væga starf sem unnið er í leikskól- um sveitarfélagsins, meðal annars með því að mæta því frábæra fólki sem þar starfar og auðvelda því að sækja sér viðeigandi menntun til að styrkja stöðu sína. Eru fjöl- margar leiðir færar í þeim efnum. Á sama tíma erum við að bæta þjónustuna og gera vinnustaðina enn eftirsóknarverðari. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur unnið mjög gott starf fyrir farsæld barna og fjölskyldna í landinu. Mikið framfaraskref var stigið þegar Alþingi samþykkti frumvarp til nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þau ganga út á að tryggja aukna samvinnu og samfellu í þjónustu við börn, eitthvað sem mikilvægt er að verði innleitt sem fyrst. Hér í Mosfellsbæ eigum við að vera framúrskarandi þegar kemur að málefnum barna, því við viljum bara það besta fyrir börnin okkar. Setjum málefni barna í forgang og merkj- um X við B á kjördag. Höfundur er faðir tveggja barna á leik- skólaaldri. Sævar Birgisson 3. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ Við viljum bara það besta fyrir börnin okkar Flokkar í framboði keppast við að koma sínum metnaðarfullu stefnum á framfæri, stefnum sem taka mið af menntamálum, skipu- lagsmálum, velferðarmálum, lofts- lagsmálum og svo lengi má telja og eru þegar upp er staðið alls ekki ólíkar. Allar þessar tilkynningar um fögur loforð eru margar hverjar löngu tíma- bærar og flestar íbúum öllum til hagsbóta. En dugar þetta til? Stefnur flokkana eru ekki svo ólíkar síð- ustu kjörtímabilum, þá einna helst stefnur um loftslagsmál sem hveða við nýjan tón enda erum við öll í kapphlaupi við tímann að bæta þar úr. Það er ekki nóg að setja sér metnaðar- full markmið, það þurfa að vera mælanleg langtímamarkmið til að ná árangri í stefnu- málum, það þurfa allir að fá að koma að borðinu og með raunverulegum hætti, markmið þurfa að vera sýnileg, tímasett og eftirfylgni þarf að vera til staðar. Reglulega þarf að taka stöðu mála og með upplýstum hætti. Óháðir ólíkir fagaðilar með sérþekkingu þurfa að koma að málum og styðjast þarf við niður- stöður rannsókna. Allt þetta þarf að vera sýnilegt til að tryggja heiðarleika og með rafrænni, gagn- særri stjórnsýslu, auknu og opnu samtali við íbúa, faglegum vinnubrögðum undir stjórn óháðs stjórnanda náum við betri árangri. Höfum ekki sömu stefnur á næsta kjör- tímabili. Náum árangri núna. Rakel Baldursdóttir, skipar 10. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar Kosningaloforðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.