Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 48

Mosfellingur - 12.05.2022, Blaðsíða 48
 - Aðsendar greinar48 Forsendubreytingar í skipu- lagsmálum Mosfellsbær hefur verið í mikl- um vexti undanfarin ár og nú lítur út fyrir að á næstu árum muni eiga sér stað enn meiri uppbygging innan bæjarfélagsins. Áætla má að fjöldi bæjarbúa verði kominn yfir 30.000 eftir um 20 ár. Þegar svona stendur á er nauðsynlegt að staldra við og spyrja hvort ekki hafi orðið for- sendubreytingar hvað varðar mið- bæjarskipulag bæjarins. Hver er þörfin á næstu árum og hvað kemur fram í núverandi skipulagi? Tekur miðbæjarskipu- lagið á komandi innviðaþörfum og þjónustuóskum bæjarbúa? Hvar verður endastöð borgarlínunnar og er gert ráð fyrir skiptistöð fyrir innanbæjarvagn? Er ennþá gert ráð fyrir kirkju í miðbænum eins og um var talað á sínum tíma? Hvar endar og byrjar miðbærinn? Það eru margar spurn- ingar sem brenna á fólki, en það stendur oft á svörunum. Óljós uppbyggingarstefna Þegar farið er inn í skipulagssjá koma í ljós fjögur deiliskipulög sem ná yfir það svæði sem mætti túlka sem miðbæ Mosfellsbæjar. Við þau skiplög eru síðan fjölmargar stakstæðar skipulagsbreytingar undir viðkomandi skipulögum, sem komið hafa til vegna breytinga og óska lóðarhafa. Þetta leiðir til þess að uppbyggingarstefnan er óljós, sundurslitin og missir marks. Leitin að miðbænum mun því halda áfram um nokkurt skeið, nema við tökum þá stefnu að marka skýra og heildstæða sýn hvað varðar uppbyggingu til næstu ára. Samfylkingin vill marka skýra stefnu hvað varðar skipulag miðbæjarins, upp- byggingaráform innan áhrifasvæðis hans og varða leiðina með áfangaskiptingu. Það að uppfæra stakstæð skipulög eftir óskum lóðarhafa kemur okkur ekki upp úr hjól- förum gamalla skipulagshugmynda. Hér er ekki nóg að segja; er ekki bara best að gera eins og við höfum alltaf gert! Hér er þörf á breytingum. Hvað þarf til – hvert er ferlið fyrir skipulagssamkeppni Það er nauðsynlegt að endur- skoða öll þau deiliskipulög sem ná til þess svæðis sem afmarkað er í aðalskipulagi sem miðbær Mos- fellsbæjar. Í þessum deiliskipu- lögum er margt sem má halda í en annað er úr takti við óskir og þarfir íbúa og er nauðsynlegt að víki. Áður en þessi endurskoðun getur farið fram þarf að skilgreina hvaða þjónustu og starfsemi við Mosfell- ingar viljum sjá í miðbænum. Samfylkingin telur það best gert með opnu samtali við þá sem nýta sér þá þjónustustarfsemi sem er í miðbænum og þeirra sem veita hana. Þetta væri best gert í gegnum opið íbúaþing sem og rýnihópa um uppbyggingu miðbæjarins og með að- komu lóðarhafanna sjálfra. Þegar þessar óskir og forsendur liggja fyrir er kominn grundvöllur til þess að fara í skipulagssamkeppni, sem við hjá Samfylkingunni teljum eina af meginfor- sendunum fyrir heildstæðri uppbyggingu á nýjum miðbæ. Skipulagssamkeppni er því aðferð til þess að móta heildstæða sýn en samtímis draga fram þau tækifæri sem kunna að skapast við þær forsendubreytingar sem verða með fjölgun bæjarbúa. Um leið er mörkuð stefna og tekin frá svæði fyrir ákveðna innviða- þjónustu, menningarstarfsemi og verslun í bland við nýjar miðbæjaríbúðir. Nauðsynlegt er að ná fram heildstæðu skipulagi að nýjum miðbæ, skipulagi sem kallar fram staðaranda Mosfellsbæjar og gerir okkur stolt af miðbænum okkar. Anna Sigríður Guðnadóttir og Ómar Ingþórsson, skipa 1. og 3. sæti á lista Samfylkingarinnar. Leitin að miðbænum Framsókn í Mosfellsbæ styður áframhaldandi uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir alla aldurs- og tekjuhópa. Annað væri óábyrgt miðað við stöðuna á húsnæðis- markaðnum í dag. Sú staða hefur áhrif á flest heimili meðal annars í gegnum vaxandi verðbólgu. Margir finna fyrir skorti á hús- næði og þá sérstaklega unga fólkið en einnig þeir sem eldri eru. Húsum þar sem ungmenni fá aðstöðu í bílskúrnum hjá for- eldrum sínum fjölgar enn í Mosfellsbæ og húsaleiga er gríðarlega há. Fréttir af fyrirhugaðri uppbyggingu í Blikastaðalandi eru því löngu tímabærar. EN það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir. Þessi uppbygging mun hafa gríðar- leg áhrif á núverandi íbúa Mosfellsbæjar. Það vita þau sem hafa búið hér á síðustu tveimur áratugum. Á þeim tíma hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Sú fjölgun hefur ekki verið án vaxtaverkja og við þurfum að læra af þeirri reynslu. Við þurfum að horfa á þróun og rekstur bæjarins í samhengi. Það er ekki skynsam- legt að líta til stakra málaflokka og halda að rekstur á einum lið hafi ekki áhrif á annan. Ekkert frekar en í rekstri fyrirtækja eða heimila. Staðan er sú að á sama tíma og nú- verandi bæjarstjórn hefur skuldbundið verðandi fulltrúa varðandi uppbyggingu á Blikastaðalandi, sem er gríðarlega stórt verkefni, stöndum við frammi fyrir stór- um áskorunum á öðrum sviðum. Það eru samgöngumálin á höfuðborgarsvæðinu sem skipta okkur Mosfellinga miklu máli. Einnig munum við glíma við eftirköst heimsfaraldurs, endurskipuleggja mála- flokk eldra fólks, taka á móti flóttafólki og efla starfsemi leik- og grunnskóla með hagsmuni barna að leiðarljósi svo eitthvað sé nefnt. Að auki eigum við inni samtal um þróun á atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ sem hefur ekki verið í forgrunni heldur mætt afgangi sem sést á stefnu- og áhugaleysi bæjaryfirvalda. Þessi verkefni verða ekki leyst farsællega nema með samvinnu, samtali við íbúa, trausti og forgangsröðun. Þau verða heldur ekki leyst farsællega nema með því að styrkja stjórnsýsluna til að gera henni kleift að sinna sínum verkefnum. Það er stjórnmálanna að leggja til fram- tíðarsýn og gera langtímaáætlanir. Fólki í stjórnmálum ber skylda til að gera það á gagnsæjan hátt og þannig að lýðræðið sé virt. Upplýsingagjöfin og samtalið á að fara stöðugt fram en ekki bara rétt fyrir kosn- ingar. Það á heldur ekki að koma íbúum né kjörnum fulltrúum á óvart þegar verið er að gera stóra samninga um uppbyggingu í sveitarfélaginu. Það eru ekki vinnubrögð sem við getum boðið upp á. Framsókn í Mosfellsbæ leggur áherslu á heiðarleg og gagnsæ vinnubrögð. Virkt samtal við hagsmunahópa og öflugt nefnd- arstarf í nefndum og ráðum bæjarins. Við viljum hugsa stórt og við viljum hugsa til lengri tíma. Hvernig sveitarfélag verður Mosfellsbær í framtíðinni? Hvaða áherslur þarf að leggja í uppbyggingu bæjarins sem gerir hann aðlaðandi og ákjósanlegan til búsetu til framtíðar bæði fyrir börnin okkar og okkur sjálf á efri árum? Svarið við þessum spurn- ingum liggur hjá okkur sem búum hér í dag og látum okkur málin varða. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að hafa hugrekki til að hlusta og koma hlutunum í verk. Munið X við B á kjördag Aldís Stefánsdóttir 2. sæti á lista Framsóknar í Mosfellsbæ Vöndum vinnubrögðin við stækkun bæjarins Mosfellsbær er, í stóra samheng- inu, tiltölulega nýorðinn bær. Fyrir ekki svo löngu vorum við ennþá Mosfellssveit og ímynd bæjarins er enn þann dag í dag einhvers konar sveit í borg. Fullkomið jafnvægi þess að búa nálægt öllu sem borg hefur upp á að bjóða en á sama tíma anda djúpt að sér í grænu umhverfi. Mosfellsbær hefur stækkað mikið og í vaxandi bæ þarf að huga að ýmsu. Ef við viljum halda í þá ímynd sem bærinn okkar hefur þarf að vanda til verka. Húsnæðismál eru stórt mál í Mosfellsbæ og verður áfram, ekki síst fyrir ungar fjölskyldur. Gríðarleg upp- bygging hefur þegar farið fram og áform eru um uppbyggingu á Blikastaðalandi. Ótal tækifæri felast í því þegar nýtt hverfi er skipulagt frá grunni. Tækifæri til að gera meira en bara að setja niður þéttan fjölda íbúðarhúsa sem öll eru eins. Þétting byggð- ar er af hinu góða fyrir umhverfið, en það má ekki ganga of langt, það getur haft áhrif á lífsgæði og lýðheilsu fólksins sem byggir hverfin. Stefna Vinstri grænna er skýr þegar kem- ur að því að öll hverfi skuli hafa þjónustu í göngufæri og græn svæði. Gera skal ráð fyr- ir heilnæmu umhverfi og öllu því sem gefur lífinu gildi, leikvöllum, svæði til útivistar og samveru. Hverfi er nefnilega meira en bara íbúðin sem þú býrð í og bæjarskipu- lag á að þjóna fólkinu sem þar býr en ekki öfugt. Skólar og leikskólar skulu vera vel staðsettir og þeim þurfa að fylgja lóðir sem gera yngstu kynslóðunum auðvelt að vaxa og dafna og rannsaka heiminn í kringum sig. Í takt við að leggja áherslu á að skapa fjölbreytta flóru af þjónustu í heimabæ þarf að huga að því að til staðar séu fjölbreytt atvinnutæki- færi, svo ekki þurfi allir að sækja sér atvinnu út fyrir bæjarmörkin. Við Vinstri græn viljum leggja áherslu á að gera íbúum bæjarins kleift að stunda áhugaverð störf í nærumhverfinu ásamt því að styðja við bakið á fyrirtækjum í bænum. Stuðla þarf að sveigjan- legum vinnumarkaði meðal ann- ars með störfum án staðsetningar og fjarvinnukjörnum þar sem ein- yrkjar eða litlir samstarfshópar geta leigt sér skrifstofurými og fundarherbergi til skemmri og lengri tíma. Skapandi og líflegt vinnuumhverfi sem þetta styrkir böndin milli fólks í ólíkum atvinnugreinum og býr til tækifæri til nýsköpunar og samstarfs. Styrkja þarf græn störf, m.a. við uppbygg- ingu grænna svæða sem efla ferðaþjónustu og náttúruvernd. Í Mosfellsbæ eru ótal tækifæri þar sem mikilvægt er að vanda til verka þar sem uppbygging samræmist þörfum fólksins í takt við umhverfisstefnu bæjarins og loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins. Við Vinstri græn erum tilbúin í þá vinnu. Göng- um lengra í Mosfellsbæ. Höfundar sitja á lista Vinstri grænna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, formaður VG í Mosfellsbæ situr í 2. sæti og Garðar Hreinsson situr í 5. sæti. Skipulag fyrir fólk … sem fokking ól mig upp! Svo sagði í laginu hans Dóra DNA, Mosó, sem kom út árið 2004. Það eru án efa fleiri en ég sem tengja við þennan texta, enda þarf samfélag til að ala upp börn. Ég fluttist í Mosfellsbæ eins árs og hef búið hér að stærstum hluta síðan en eins og er með flesta Mosfellinga þá byrjaði ég að búa í öðru sveitarfélagi. Ég sagði oft að það væri eitthvað sem togaði mig til baka í Mosfellsbæ og þegar ég fór að velta fyrir mér hvað þetta ,,eitthvað” væri komst ég að því að það var samfélagið og fólkið sem skapaði umhverfið sem ég ólst upp í. Við eigum það til að taka sam- félaginu sem sjálfsögðum hlut en þegar betur er að gáð þá blómstrar samfélagið ekki nema það sé fólk sem hlúir að því. Skólarnir Mikilvægur hlut samfélagsins eru skól- arnir okkar. Fyrstu minningar marga eru úr skólakerfinu, bæði leikskóla og grunnskóla og að ógleymdri frístundinni. Í þessum stofnunum starfar fólk sem er stór hlut af lífi barna og það er ekki sjálfgef- ið fá gott fólk til starfa í skólakerfinu. Ég var heppin og á góðar minningar frá þessum tíma hvort sem það er Gulla að hamra inn íslenskuna, Halldór í samfélagsfræði, Þyri með stærðfræðina, Árni Jón, Guðmundur, Hanna, Stefán, Malla, Úrsúla, Steinunn, Siggi Palli, Linda, Erna, Sesselja, Björg eða einhverjir af þeim sem ég er að gleyma að skrifa niður núna. Til þess að öll börn njóti öryggis og eignist góðar minningar þá þarf starfsfólk skólanna vinnuumhverfi og stuðning til þess að geta veitt börnum tækifæri til þess að dafna og blómstra. Við í Viðreisn viljum að áhersla verði lögð á að bæta stoðþjónustu í skólunum. Ég vil að við styðjum við starfsfólk skólanna til þess að tileinka sér nýja færni og þróast í starfi. Ég vil að skólasamfélagið verði framúrskarandi og að starfsmönn- um líði vel. Það skiptir framtíðina máli hvernig er staðið að þessum mála- flokki. Þú hefur áhrif Ég vildi að allir sæju kosningar eins og þær raunverulega eru. Tækifæri til þess að hafa áhrif á umhverfið sitt, vegferðina sem sveitarfélagið er á og framtíð þess. Því miður þá eru bara alltof margir sem virðast ekki trúa því að þeir raunverulega hafi áhrif. Ég held þó að nýliðnar Alþing- iskosningar hafi sýnt það og sannað að einungis örfá atkvæði geta breytt öllu! Á laugardaginn er þitt tækifæri til þess að ákveða hvert Mosfellsbær á að stefna næstu 4 árin. Þú ákveður hvaða fólk, hvaða hugsjón og hvaða flokkur fær þitt atkvæði og með því ert þú að móta hver framtíð bæjarins verður. Með því að veita mér þitt atkvæði mun ég lofa því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda í Mosfellsbæjar- andann, að hér verði fyrirmyndar samfélag sem hlúir saman að öllum sínum íbúum og tengist þessum sterku böndum að vera Mosfellingar. C-ykkur á kjörstað. Veldu Viðreisn. Elín Anna Gísladóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ Mosfellsbær er staðurinn …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.