Mosfellingur - 12.05.2022, Qupperneq 30

Mosfellingur - 12.05.2022, Qupperneq 30
K y n n i n g Frænkurnar, Eygerður Helgadóttir og Bóel Kristjánsdóttir hafa báðar tekið mik- inn þátt í starfi Aftureldingar í gegnum árin og hafa mikla reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Nú gefst Mosfellingum á besta aldri tækifæri til að sækja fótboltanámskeið þeirra sér að kostnaðarlausu. Mosfelling- ur tók þær frænkur tali á dögunum. Dönsk fyrirmynd „Verkefnið hefur verið lengi í fæðingu og Valdimar Gunnarsson framkvæmdastjóri UMSK hafði mikinn áhuga á að koma þessu af stað hér á Íslandi eftir að hafa fylgst með Football Fitness vaxa og dafna í Danmörku. Valdimar setti sig í samband við okkur og við vorum tilbúnar að skoða þessa hug- mynd, okkur þótti hún spennandi. Í fram- haldinu hafði hann samband við Danina og fékk frekari upplýsingar um verkefnið ásamt æfingabanka til að styðjast við.“ Samstarfsverkefni KSÍ, UMSK og Aftureldingar „Ákveðið var, í samstarfi við UMSK, KSÍ og Aftureldingu, að fara af stað með æfingar tvisvar í viku, iðkendum að kostnaðarlausu. UMSK og KSÍ útveguðu búnað og Aftureld- ing æfingaaðstöðu. Æfingar hófust í byrjun mars og hafa hátt í hundrað manns mætt í heildina síðan, þrátt fyrir það hefur ekki gengið vel að ná upp reglulegri mætingu. En smátt og smátt er að myndast kjarni sem vonandi þéttist þegar á líður.“ Gleði og hreyfing með og án bolta „Aðalmarkmið Fótboltafitness er gleði og hreyfing með og án bolta. Lagt er upp með þol, styrk, tækni og leikgleði. Það er gert í gegnum hinar ýmsu æfingar með eða án boltans. Það sem er skemmtilegt við þetta verk- efni er að allir geta mætt á æfingarnar sama hvaða grunn þeir hafa. Kannski hefur ein- hvern alltaf langað til að prófa fótboltaæf- ingu en ekki treyst sér, þá er þetta einmitt vettvangurinn. Við höfum fengið fótboltakempur á öllum aldri á æfingar og þær hafa einnig fengið heilmikið út úr æfingunum.“ Æfingar fram á sumar „Æfingar verða fram á sumar einu sinni í viku á þriðjudögum kl. 20:30 og er mæting við Fellið og þar verða æfingarnar áfram eins og verið hefur en þegar fer að hlýna verður farið út á gervigras eða sparkvöll- inn.“ HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG GRAFÍSK HÖNNUN / HREYFIMYNDAGERÐ / MYNDSKREYTINGAR sími 898 4796 / stinamaja@atarna.is HEILSUEFLANDI SAMFÉLAG lógó / texti í einni línu Lagt er upp með þol, styrk, tækni og leikgleði. Það er gert í gegnum hinar ýmsu æfing- ar með eða án boltans. - Kynning á Fótboltafitness30 Reynsluboltarnir Eygerður og Bóel sameina fitness og fótbolta • Æfingar í hverri viku iðkendum að kostnaðarlausu gleði og hreyfing í fótboltafitness æft í fellinu að varmá frænkurnar eyja og bóel allir geta mætt á æfingar

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.