Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 52
50
heimtumönnum rikisins. Laun embættismanna. Bftirlaun,
líffé, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra. Mæling og
skrásetning skipa. Peningamál, þar undir peningaslátta. !
Bankar, sparisjóðir. Yfirleitt heyra undir fjármálaráð-
herra öll þau mál, er snerta fjárhag ríkisins eða landsins
í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði
heyri undir annan ráðherra. Hagstofan. Auk þess fer hann
með verzlunarmál, önnur en útflutningsverzlun.
Einar Arnórsson, dr. juris, dóms- og menntamálaráð-
herra, fer með: Dómaskipun, dómsmál, — þar undir
framkvæmd hegningardóma, hegningarhús og fangahús.
Tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfisbréfa,
málflutningsmenn. Lögreglumálefni, þar undir gæzla
landhelginnar, bann gegn innflutningi áfengis og annað,
er snertir áfengismál. Strandmál. Sifjaréttarmál. Erfða- t
réttarmál. Persónuréttarmál. Eignarréttarmál. Yfirfjár-
ráðamál. Kennslumál, þar undir skólar, nema sérstaklega
séu undanteknir. Lög um kosningar til Alþingis og kjör-
dæmaskipting, umsjón með framkvæmd Alþingiskosninga. i
Ríkisborgararéttur. Útgáfa Stjómartíðinda og Lögbirt-
ingablaðs.
Jóhann Sœmundsson, félagsmálaráðherra, fer með
alþýðutryggingamál, húsnæðismál og byggingafélög,
sveitarstjórnarmál, — þar undir fátækramál og atvinnu-
bótafé, — svo og önnur félagsmál.
Vilhjálmur Þór, utanríkis- og atvinnumálaráðherra,
fer með: Utanrikismál, atvinnu- og samgöngu- |
mál. Undir starfssvið hans sem atvinnu- og sam- I
göngumálaráðherra heyra þessi mál: Landbúnaður, þar
undir ræktunarmál, búnaðarfélög, dýralækningar, búnaðar-
skólar, hússtjómarskólar. Sjávarútvegur, þar undir Fiski-
félagið. Iðnaður, þar undir iðnaðarskólar, iðnaðamám,
iðnaðarfélög, einkaréttarleyfi. Vatnamál, þar undir sér-
leyfi til vatnsorkunotkunar. Útflutningsverzlun. Sam-
göngumál, þar undir vegamál, skipagöngur, póstmál, síma-
mál og loftskeytamál, vitamáJ. Þjóðjarðir. Mælitækja- og
vogarmál.