Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 88
86
fannþunga og storma. Þarf frjósaman jarðveg til þess að
gefa góðan ávöxt. Sólber eru vandræktaðri en ribs. Bera
eigi ávöxt nema í góðum árum og er hætt við kali á
haustin. Sibefiskt ertutré, geitblöðimgar og ýmsar spireu-
tegundir geta myndað fallega runna. Blæösp getur einnig
viðast hvar vaxið hér sem runnur. Víði, ribsi, geitblöð-
ungum, rósum o. fl. má fjölga með græðlingum á vorin.
Hinum tegundunum er oftast fjölgað með sáningu. Ösp
os reyni má fjölga með rótarskotum.
Plöntur til gróðursetningar á vorin má fá hjá Skóg-
rækt ríkisins, annaðhvort frá Reykjavík, eða beint úr
græðireitunum á Hallormsstað, Vöglum eða í Múlakoti.
Erlendar trjátegundir er ekki vert að leggja stund á að
rækta, fyrr en skjól er fengið af innlendri björk eða reyni.
STYRKVEITINGAR SAMKVÆMT
JARÐRÆKTARLÖGUNUM
Jaröabætur,
Hvert búnaðarsamband ræður sér einn eða fleiri starfs-
menn, sem Búnaðarfélag íslands verður að samþykkja, og
nefnast þeir trúnaðarmenn Búnaðarfélags íslands.
Þessir menn mæla og meta allar jarðabætur, sem
styrkur er greiddur fyrir, samkvæmt jarðræktarlögunum,
færa þær á skýrslur, sem sendast Búnaðarfélagi íslands,
en félagið hefir yfirumsjón með þessu starfi og endur-
skoðar skýrslurnar.
Styrkveitingar fyrir jarðabætur eru sem hér segir:
Styrk- St. á ein.
ein. kr.
Þvaggryfjur, alsteyptar ................. 1 m3 8.50
Safnþrær, steyptar með járnþaki ....... 1 — 5.00
Áburðarhús, alsteypt .................... 1 — 7.00
Áburðarhús, steypt með járnþaki ....... 1 — 5.00
Áburðarhús ög safnþrær úr öðru efni .. 1— 1.50
Haugstæði, steypt með steyptu undirlagi
og 1 m. veggjum ......... ........... 1 m2 3 00
Skurðir, 1 m og grynnri ............... 10 m3 1.50
Skurðir, dýpt 1—1,3 m ;............... 10 — 1.80
Skurðir, dýpt yfir 1,3 m ............... 10 — 2.50
Lokuð grjótræsi, dýpt 1,1 m og dýpri .. 10 m 2.25