Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 94
92
LEIÐARVÍSIR UM PÓÐRUN
OG HIRÐINGU MJÓLKURKÚA.
Eftir Pál Zophoníasson.
1) Viðhaldsfóður kýrinnar fer eftir stærð hennar, hve
langt er síðan hún hélt fangi, hvemig fjósið er, hirðingin
o. fl. Meðalstór islenzk kýr þarf um 7 kg. af töðu á dag
i viðhaldsfóður, og að auki eitt til tvö kg. af töðu síðustu
4—5 mánuði meðgöngutímans.
2) . Afurðafóðrið er misjafnt og fer eftir mjólkurmagn-
inu og því hve feit mjólkin er. Ennfremur eftir styrk-
leika meltingarfæranna, en af því leiðir að kýr nota sama
fóður misvel.
3) Sé þungi og fitumagn mjólkurinnar þekkt, má finna
hvað meðalkýrin þarf í afurða- og viðhaldsfóður eftir
töflu þeirri, er birt er á bls. 94. í fremsta dálki er fitu-
prósentan hlaupandi á 0,2%, en út undan henni dagsnytin
í kg., og sést þá niður undan nythæðinni, hve kýrin þarf
mikið fóður yfir daginn.
Dæmi: Fitumagnið er 3,5 og dagsnytin 10 kg. í fjórðu
línu er fitan 3,4—3,6 og í þeirri línu er talan 9,5 í sjötta
og 10,8 i sjöunda dálki. Niður undan sjötta dálk stendur
7, og sjöunda 8 og þarf þvi þessi kýr milli 7 og 8 kg. töðu
á dag í afurðafóður, auk 7 kg. til viðhalds, eða alls 14—15
kg. eins og tölumar neðst í sjötta og sjöunda dálk sýna.
Dæmi: F‘'an í mjólkinni reynist 3,1% og kýrin mjólkar
20 kg. á dag. Að fóðurþörf þessarar kúar ber að leita svo
á töflunni. Fitan 3,00—3,20 er í annari línu, í þeirri linu
er nythæðin næst 20 1 þrettánda dálki, en niður undan
honum sézt að kýrin þarf á dag 15 kg. af töðu og að auki
3 kg. af fóðurbæti, eigi hún að geta haldið nytinni á sér.
Töfluna má líka nota til þess að átta sig á hvort kýr skilar
eðlilegri nyt, miðað við það, sem henni er gefið, en geri
hún það ekki, má ætla að eitthvað sé að og þarf þá að
athuga hvað það er og laga það.
Öll er taflan miðuð við það, að taBan sé góB.
4) Stórar kýr þurfa meira viðhaldsfóður en litlar, og
7 kg. eru miðað við 350 kg. þunga, en það er sem næst
meðalþungi á okkar kúm. Kýr í köldum fjósum þurfa
meira viðhaldsfóður en kýr, sem em i hlýjum, loftgóðum
íjósum, (14—18' C.). Hirðingin hefir áhrif á viðhalda-
fóðrið þannig, að sé hún mjög siæm, verður það meira.