Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 106
104
virðing mun vaxa með aukinni ræktun og menningu. —
íslenzki hesturinn hefir að mörgu leyti möguleika til að
verða með beztu hestum Evrópu, en til þess þarf rétt
uppeldi, góða hirðingu og kynbætur. Of margir bændur
hirða of lítið um þessí atriði.
2. Stærsta hlutverk hestsins er að vinna. Með færslu
búreikninga kemur í ljós hve hestavinnan er mikið ódýr-
ari en vinna mannanna. — Látið því hestinn minnka
framleiðslukostnaðinn með því að hafa véltækt land, hag-
kvæm verkfæri og sem fæsta en bezta hesta.
3. Möguleikamir til að skapa góðan hest, liggja að
miklu leyti í uppeldinu. Hryssur, sem ganga með fóstur,
þurfa gott fóður. Notið þær, en ofreynið þær ekki. Úti-
gangshryssur ættu helzt ekki að fyljast nema annaðhvort
ár, en látið folöldin ganga með þeim minnst eitt ár. —
Vaxtarhraði hestsins er mestur fyrsta árið og fer minnk-
andi ár frá ári, unz hesturinn, í flestum tilfellum, er full
vaxinn 6—7 ára gamall. Þess vegna er bezt og ódýrast
að fóðra hrossin til þroska fyrstu 3—4 ár æfinnar. —
Byrjið að venja tryppin á þriðja vetri, þá verða þau
auðveld í tamningu og temjast vel. Lítið eftir hófum
þeirra á 6 mánaða fresti og lagið þá, þegar þess er þörf.
Margir slæmir fótagallar eiga upptök sín í hófskekkjum
á folöldunum.
4. Póðrun og hirðing. Notið vetrarbeitina með mannúð
og skynsemi. Það er bezt fyrir hrossin að vera sem mest
úti, en hver bóndi þarf að eiga hús fyrir þau, svo hægt
sé að hýsa þau í mjög slæmum veðrum. Hesthús þurfa
og fyrst og fremst að vera rakalaus, loft- og rúmgóð.
Byggið skjólveggi í haganum. Látið ekki beitarhrossin
horast of mikið. Þegar beitin er slæm er nauðsynlegt að
gefa stóðinu ögn af síldarmjöli, sérstaklega ungviðinu og
fylfullu hryssunum, ca. 50—150 g. á dag á hross, einnig
væri ágætt að gefa þeim 1—2 kg. af súrheyi daglega.
Síldarmjölið og súrheyið gæfi hrossunum hreysti og þau
yrðu duglegri að hagnýta sér beitina. Innistöðuhross þarí
til viðhalds að meðaltali um 3 fe. á dag, eða 6—8 kg. aí
heyi, en gefið þeim ekki kraftmikla töðu, og sjaldan er
ástæða til að gefa vinnuhrossum, sem eru fóðruð á sæmi-
legu heyi, sildarmjöl, en 2—3 kg. af góðu súrheyi á dag
bætti hreysti og útlit hrossanna. Við vinnu þarf hestur-