Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 122
120
á hverjum bæ og geymið þar fiskinn og kjötið ósaltað,
eða notið frystihúsin, þar sem til þeirra næst.
10. Neytið einkum þeirra korntegunda, þar sem kímið er
malað með, svo sem ósigtaðs rúgmjöls og heilhveitis.
UM BÚREIKNINGA
Eftir Guðmund Jónsson.
Seint á árinu 1932 gaf Búnaðarfélag íslands út form og
leiðbeiningar fyrir sundurliðaða búreikninga. Var það
samið af Guðmundi Jónssyni kennara á Hvanneyri. Form-
in voru þegar send nokkrum bændum víðsvegar um landið
í því skyni að fá reynslu fyrir nothæfi þeirra og upplýs-
ingar um búrekstur bænda. Nokkrir þessara bænda sendu
formin útfyilt aftur og var unnið úr þeim og samin skýrsla
um aðalniðurstöðurnar. Náði hún yfir 16 búreikninga.
3. des. 1936 samþykkti Alþingi lög um Búreikningaskrif-
stofu ríkisins. Skal hún starfa undir Umsjón Búnaðarfé-
lags íslands og leggur ríkið til hennar 5000 kr. á ári. Hlut-
verk búreikningaskrifstofunnar á að vera að leiðbeina
bændum á sviði búreikninga, gera upp búreikninga þeirra,
eftir því sem við verður komið. Ennfremur að sjá um að
hentug búréikningaform séu til, gangast fyrir búreikninga-
námskeiðum o. s. frv. Þetta skal gert bændum að kostn-
aðarlausu og eru starfsmenn skrifstofunnar bundnir þagn-
arheiti um hag einstakra manná, er þeir komast að vegna
starfs síns. Búreikningaskrifstofan er starfandi á Hvann-
eýri. Forstöðumaður er Guðmundur Jónsson kennari.
Síðan 1935 hefir á hverju hausti verið haldið búreikn-
inganámskeið á Hvanneyri. Eru þau aðallega ætluð þeim,
er síðar vilja taka að sér að leiðbeina öðrum á því sviði.
107 þátttakendur hafa útskrifazt af námskeiðum þessum,
næstum allt búfræðingar. Hafa sumir þeirra stofnað bú-
reikningafélög. Fá þau styrk til starfsemi sinnar, til þess
að launa leiðbeinandi manni. Nemur styrkurinn 70 kr. á
sundurliðaðan og 45 kr. á einfaldan búreikning. Skulu
reikningarnir þá sendir til Búreikningaskrifstofunnar og
hún viðurkenna þá. Einstakir bændur fá sama styrk fyrir
uppgjörða búreikninga, er þeir senda Búreikningaskrifstof-
unni og hún viðurkennir styrkhæfa. Fyrir árið 1940 bárust
Búreikningaskrifstofunni 41 búreikningar, sem imnið var
úr og gefin skýrsla um.