Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 100
98
Til þess að fullnægja þessum kröfum, kemur margt til
greina. Kýmar mega eigi vera haldnar neinum sjúkdómi,
er geti smitað mjólkina. Þær þurfa að hafa gott fóður,
því fóðrið hefir mikil áhrif á gæði mjólkurinnar. Ágætar
bendingar um fóðrun kúa er að finna í fóðurfræði Hall-
dórs Vilhjálmssonar. Áríðandi er að kýmar hafi góða
sumarhaga, helzt með valllendisgróðri, en í slíkum gróðri
eru öll þau næringarefni, sem kýrin þarfnast, þar á meðal
gnægð bætiefna, en í vetrarfóðrinu oft bætiefnaskortur.
Kýrnar þurfa að vera í loftgóðum og björtum fjósum,
það barf að hirða þær vel, bursta þær og þvo svo að aldrei
sjáist á þeim óhreinindi. Fjósamaður og mjaltafólk þarf að
vera heilbrigt. Ef þetta fólk gengur með smitandi sjúk-
dóma, er það hinn mesti háski fyrir almenning, sem neyt-
ir mjólkurinnar. Fólkið, sem vinnur við hirðingu og mjalt-
ir kúnna, verður að ganga í hreinum fötum og þarf auk
þess að vera þrifið að eðlisfari. Starf fjósamannsins er
vandasamt og ábyrgðarmikið. Hann þarf að gefa nánar
gætur að öllu því er varðar heilsu og vellíðan kýrinnar,
holdafar hennar, fóðurþörf og nyt. Hann þarf að gefa
kúnni nóg af góðu drykkjarvatni, láta hana vera þurra
og hreina og loftræsta fjósið svo vel sem unnt er.
Mjólkina þarf að bera burt úr fjósinu og setja hana til
kælingar strax og mjöltum er lokið. Kælingin þarf helzt
að fara fram i rennandi vatni, og er áríðandi að kæli-
vatnið nái litið eitt hærra upp á mjólkurbrúsana heldur
en yfirborð mjólkurinnar. Sé þess ekki kostur, að hafa
rennandi vatn, þá er gott að nota ísvatn, sé is fáanlegur
til þeirra hluta. Sé hvorugt þetta fyrir hendi, þá skal
reyna að kæla mjólkina í útihj&ili, þar sem brúsamir eru
varðir fyrir sól, en þar sem dragsúgur getur leikið um þá
á alla vegu. Við flutning á mjólkinni og alla meðferð á
mjólkurbúunum, þarf að viðhafa hið mesta hreinlæti.
Fötur og mjólkuráhöld skulu ætíð hreinsuð með bursta
og kalkvatni, en að lokum með sjóðandi vatni og síðan
sett til þerris. Munið, að fyrsta flokks mjólkurvörur fást
aðeins úr gallalausri mjólk.
Mjólkin er hin ágætasta fæða, sem hver maður ætti
að neyta af 1—2 lítra á dag. 1 líter af mjólk er talið að
samsvari að næringargildi: 12 eggjum, eða 536 gr. af
nautakjöti, eða 1015 gr. af heilagfiski.