Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 71
69
Þurrkað með opnum skurðum. Þar sem jarðvegur er
óhentugur fyrir lokræsi, verður að þurrka með opnum
skurðum. Með tilliti til allrar vélavinnu á landinu, er bezt
skurðimir séu sem lengstir (spildurnar á milli þeirra
langar). Sé hallinn mikill, liggi skurðirnir meira eða minna
þvert við honum. Millibil skurða 20—40 m. (oftast 25 m.);
dýpi 100—150 cm. (ekki minna en 80 cm.); botnbreidd
30—40 cm. (á aðalskurðum, sem safna vatni úr tveimur
eða fleiri skurðum, sé botnbreiddin meiri); flái 1:% til
1:% á mýrum, 1 til 1:1% i holta- eða melajörð (skurð
fláinn þá þakinn eða sáð í hann grasfræi).
Þurrkað með lokræsum (jarðræsi, hnausræsi). Skurð-
imir, sem lokræst er í, liggi eftir mesta halla landsins,
svo ræsa megi í þá frá báðum hliðum, nema hallinn sé það
mikill að skurðimir „grafi sig“. Dýpt 140—200 cm. (aldrei
minni en 120 cm. Því blautara sem landið er, því dýpri
skurði, en þe'ir grynnast þegar landið sígur. Botnsbreidd
og flái eins og að ofan getur. Lokræsin liggi meira eða
minna þvert við mesta hallanum. Millibil þeirra sé: í
þurrviðrasveitum Norðurlands og á Héraði 14—20 m., ann-
arstaðar á landinu 8—16 m. (oftast 12 m.). Eftir því sem
halli landsins er meiri, því þéttari ræsi; á hallalitlu landi
verka ræsin bezt. Dýptin sé gjarnan 120—130 cm., en má
vera 100 cm., þar sem jarðdýpi leyfir ekki meira. Hættu-
laust getur verið að efri endi ræsis sé aðeins 80 cm. á
dýpt. Lengdin sé venjulega ekki yfir 60 m.
Þegar þurrka á mjög blauta mýri, skal líða að minnsta
kosti 1 ár frá því að skurðum er lokiö og þar til að byrjað
er á lokræsum. Vanur maður, fullgildur, grefur 12—16
rúmmetra í skurði á 10 tímum, á góðu landi, og fullgerir
20—30 m. í hnausaræsum á sama tíma.
Þurrkun garðlendis gerist með sama hætti og að ofan
getur, nema hvað hún þarf að vera enn fullkomnari:
Styttra á milli skurða eða ræsa og dýpt þeirra fari ekki
í lágmark.
ÁBURÐUR
Eftir Árna G. Eylands.
Jurtimar þurfa næringu, alveg eins og að menn og dýr
þurfa mat og fóður. Þroski jurtanna og uppskerumagn fer