Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 123
121
Þýðing búreikninga er margþætt. Þeir gefa bóndanum
fullkomið yfirlit um hina hagfraeðilegu hlið búskaparins,
þeir kenna honum betur en allt annað að leggja hugsun
í starfið og gera áætlanir fyrir framtíðina, þeir kenna
honum reglusemi i viðskiptum og þeir sýna honum greini-
lega hvernig margt smátt gerir eitt stórt. Ekkert gétur
eins og vel færðir búreikningar kennt bóndanum, hvernig
hann á að fara að því að reka búskap sinn með sem mestu.
viti, en sem minnstu striti. Þess vegna eiga búreikningar
að verða fastur hður í búrekstri allra bænda.
AFURÐASÖLULÖGIN
Lög um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. (mjólk-
urlögin) eru nr. 1 frá 7. jan. 1935 og breyting á þeim
lögum nr. 66 frá 31. des. 1937. Lög um ráðstafanir til þess
að greiða fyrir viðskiptum með sláturfjárafuiðir og á-
kveða verðlag á þeim (kjötlögin) eru nr. 2 frá 9. jan. 1935.
Eftirfarandi eru nokkur helztu ákvæði laga þessara.
Mjólkurlögin
1. gr. Við sölu mjólkur og rjóma skal landinu skipt
í svæði, er nefnist verðjöfnunarsvæði. Að jafnaði mark-
ar sú aðstæða verðjöfnunarsvæði, að hægt sé þar að selja
daglega góða og óskemmda mjólk og rjóma frá mjólkur-
búum, einu eða fleirum, sem viðurkennd eru til þess af
landbúnaðarráðherra, enda sé kaupstaður eða kauptún
innan þeirra takmarka. Jafnframt skal mjólkursölunefnd-
inni skylt, er verðjöfnunarsvæðin eru ákveðin, að taka
tillit til þess, hvaða mjólkurbú hafa notið markaðar í
hlutaðeigandi kaupstöðum eða kauptúnum. Er öllum
mjólkurframleiðendum óheimilt að selja mjólk eða mjólk-
urafurðir utan þess verðjöfnunarsvæðis sem þeir eru á,
sbr. þó 10 gr. Hér er þó undanskilin sala á osti fullverk-
uðu súru skyri, smjöri, niðursoðinni mjólk og þurrmjólk.
2. gr. Sbr. l.gr . 1. 66/1937. í öllum þeim kaupstöð-
um og kauptúnum, þar sem fram getur farlð dagleg sala
á mjólk og rjóma frá mjólkurbúum, sem viðurkennd
verða til þess af landbúnaðarráðherra og mjólkursölu-
nefnd, hefir ákveðið, sem sölusvæði, skal gjald er nefn-