Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 72
70
eftir því hve vel næringarþörí þeirra er fullnægt og eftir
því hve lifsskilyrðin eru hagkvæm að öðru leyti, svo sem
hiti, raki, jarðvinnsla o. fl. Um sumt af þessu geta menn
litlu eða engu ráðið. Sól og regn fer sínu fram hvað sem
hver segir, en með framræslu og jarðvinnslu er þó hægt
að hafa mikil áhrif á gróðrarskilvrðin. Sjaldan eða aldrei
er jarðvegur hér á landi svo frjór, að hann láti nytja-
jurtum í té svo mikla og góða næringu, að þær taki þeim
þroska sem æskilegastur er, án áburðar. Sprettan og upp-
skeran fer því alla jafna mjög mikið eftir því hve mikið
og vel er borið á.
Það eru viss efni, sem jurtimar þurfa sér til viðurværis.
Aðallega fjögur efni, köfnunarefni, fosfórsýra, kali og
kalk. Stundum eru öll þessi efni af skornum skammti 1
jarðveginum. Stundum skortir eitt eða tvö af þeim, en er
nokkuð nægilegt af hinum. Á sama hátt er það með á-
burðinn. í sumum tegundum áburðar eru ðll þessi efni,
en í öðrum tegundum er aðeins eitt þeirra. Ásigkomulag
efnanna bæði í jarðvegi og áburði getur líka verið mjög
mismunandi. Sum eru auðleyst og aðgengileg fyrir jurt-
irnar, önnur torleyst og seinvirk o. s. frv. Það getur þvi
verið all mikill vandi að bera þannig á, að það komi að
6em beztum notum, og að engu, eða sem minnstu sé eytt
til ónýtis, af efnum og peningum.
í vel reknum búskap er búfjáráburðurinn vanalega aðal-
áburðurinn. Til viðbótar honum er oft notaður ýms líf-
rænn áburður, sem til fellur, s. s. salernisáburður, þang
og þari, fiskúrgangur o. fl. Loks er, í flestöllum búnaðar-
löndum, þar sem jarðrækt er rekin af kappi, notað mikið
af tilbúnum áburði.
Búfjáráburður. í vel hirtum búfjáráburði eru yfirleitt
öll þau efni, sem jurtirnar þarfnast. Mikils er um vert
að þvagið glatist ekki og bezt er að geyma saur og
þvag aðgreint. Þvagið umfram allt í loft- og lagar-
heldri þró. Þvagið er auðugt af köfnunarefni og þó enn
auðugra af kali, en fosfórsýrusnautt. Efnin eru jafnari
i saurnum og í honum er einnig sæmilega mikið af fos-
fórssýru. Sjá töfluna. Þvagið er auðleystur áburður sem
notast fljótt og vel, einnig á grasgróna jörð. Saurinn er
seinvirkari og langvirkari áburður. Hann notast oezt
ef hann kemst niöur í og saman við moldina — í flög