Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 105
103
mlssa lömb sín, skal venja þá undir þær, ef mjólkin í
þeim ám, sem misstu, virðist óskemmd.
Hafið það hugfast, að ársarður af þeím ám, sem missa
lömb sin, vegna vanhirðu um sauðburðinn, er að mestu
glataður.
Mjólkið þær ær, sem leifir mjög í. Þrengið ekki um of
að ánum um sauðburðinn með þvi að hafa þær til lengdar
I þröngum girðingarhólfum.
JÚNÍ. Látið féð hafa eins gott næði og frelsi í högum
eins og unnt er í þessum mánuði.
Rýið hvorki geldfé né ær of snemma. Sé kuldatíð um
rúningu eða skömmu eftir, þá geldast æmar og afleiðingar
þess koma fram í ríkum mæli á lömbunum á haustin.
Bólusetjið lömbin áður en rekið er á fjall, þar sem
hætta er á að bráðapest geri snemma vart við sig á
haustin.
Haldið nákvœmar œrbœkur.
SAUÐFJÁRRÆKTARBÚ 1941.
Þórustaðir, Öngulsstaðahreppi, Eyjafjarðars. Eig. Helgi
Eiríksson. Stofnað 1910. 63 ær.
Rangá, Tunguhreppi, N.MÚ1. Eig. Bjöm Hallsson. Stofn-
að 1913. 36 ær.
Hrafnkelsstaðir, Hrunamannahreppi, Árn. Eig. Helgi
Haraldsson. Stofnað 1921. 54 ær.
Ólafsdalur, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Eig. Rögnvaldur
Guðmundsson. Stofnað 1926. 35 ær.
Höfðabrekka, Hvammshreppi, V.Skaft. Eig. Guðmundur
Pétursson. Stofnað 1928. 40 ær.
Svanshóll, Kaldrananeshreppi, Strand. Eig. Ingimundur
Ingimundarson. Stofnað 1932. 100 ær.
Stafafell og Brekka í Lóni, A.-Skaft. Eig. Sigurður Jons-
son og Sighvatur Davíðsson. Stofnað 1933. 121 ær.
Grænavatn, Skútustaðahreppi, S.-Þing. Eig. Páll Jónsson.
Stofnað 1937. 101 ær.
UM HROSSARÆKT.
Eftir Gunnar Bjarnason.
1. Það er viðurkennt að hesturinn hafi verið einhver
þarfasti þjónn íslenzku þjóðarinnar, og vegur hans og