Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 70
68
TILRAUNARÁÐ JARÐRÆKTAR
Ráðið er skipað samkvæmt lögum um rannsóknir og
tilraunir í þágu atvinnuveganna nr. 64, frá 7. maí 1940.
í því eiga sæti:
Jakob H. Líndal, fyrir Búnaðardeild Atvinnudeildar Há-
skólans, formaður ráðsins.
Ólafur Jónsson, fyrir Tilraunastöð R. N., á Akureyri.
Klemenz Kr. Kristjánsson, fyrir tilraunabúið, á Sáms-
stöðum.
Ásgeir L. Jónsson og Pálmi Einarsson, tilnefndir aí
stjórn Búnaðarfélags íslands. Pálmi Einarsson er fram-
kvæmdastjóri ráðsins.
VERKÆÆRANEFND
Nefndin er skipuð samkvæmt lögum um rannsóknir
og tilratmir í þágu atvinnuveganna, nr. 64, frá 7. mai 1940.
í henni eiga sæti:
Ámi G. Eylands, formaður, tilnefndur af Bændaskól-
anum á Hvanneyri.
Runólfur Sveinsson, tilnefndur af Sambandi íslenzkra
samvinnufélaga.
Pálmi Einarsson, tilnefndur af Búnaðarþingi.
JARÐRÆKT.
ÞURRKUN TÚNLANDS
Eftir Ásgeir L. Jónsson.
Stærstu mistökin við túnrækt hér á landi er vanþurrkun
ræktunarlandsins. Fyrir þá sök eina hafa bændur orðið
fyrir fjárhagslegu tjóni, er nemur milljónum króna, siðan
jarðræktarlögin gengu i gildi.
Munið: Land, sem vaxið er mýrar- eða votlendisgróðri,
getur aldrei fóstrað túngrös, þó það sé vel unnið og í það
sáð grasfræi, nema það sé áður vel þurrkað. Aldrei má
brjóta land til túnræktar, án þurrkunar, nema gróður þess
sé hreinn þurrlendisgróður. Að þurrka landið fyrst eftir
að það hefir verið unnið, veldur venjulega margföldum
kostnaði.