Vasakver : með almanaki fyrir árin 1939-1943 - 01.01.1943, Blaðsíða 108
106
Þegar hesturinn er 2\í árs skiptast inntennur.
Þegar hesturinn er 3 V? árs skiptast miðtennur.
Þegar hesturinn er 4H árs skiptast jaðartennur.
Þegar hesturinn er 5 ára hafa allar fullorðinstennur náð
eðlilegri lengd, og frá þeim tima er aldurinn lesinn af þeim
einkennum, sem myndast á slitfleti tannarinnar. Þýðing-
armesta einkennið þar er glerungsfelling niður í tönnina
(sjá langskurðarteikninguna), sem nefnist baun. Fremri
brún fellingarinr.ar er hærri en sú innri, og fellingin er
að mestu fyllt með dökku tannsementi.
Á langskurðarmyndinni, sem tekin er úr Lomme-Alma-
nak, eftir K. K. Heje, er sýnd þróun inntannarinnar til
ca. 12 ára aldurs.
Þriggja ára: Fullorðins-inntennumar hafa náð fuUri
lengd. (Þegar hesturinn er fjögra ára, hafa miðtennumar,
en þegar hann er fimm ára hafa jaðartennurnar náð fullri
lengd.)
Fjögra ára: Fremri brún fellingarinnar á inntönn er
orðin slitin í jafnhæð við innri brúnina, sem ekki er farin
að slitna.
Fimm ára: Baunin er frjáls. Þ. e. hún er umkringd af
glerungslagi, sem svo er umkringt tannbeini (Dentini).
Sex ára: Baunin i inntönn fyllt af svörtu sementi.
Sjö ára: Baunin I inntönn fyUt af hvitu sementi.
Átta ára: Baun miðtanna fyllt af hvítu sementi.
Níu ára: Baun jaðartanna fyllt af hvítu sementi. Þar að
auki kemur stjarnan i inntönnum oftast í ljós á þessu
ári. Stjarnan er tannbein (Dentin), sem myndast i tann-
holunni eftir fæðinguna, og birtist framan við baunina
(sjá langskurðarmyndina). Meðal annars þekkist stjarn-
an frá bauninni á því að hún er ekki umkringd glerungs-
lagi.
Tíu ára: Stjarnan birtist í miðtönnum.
Ellefu ára: Stjarnan birtist í jaðartönnum.
Tólf ára: Baunin horfin i inntönnum.
Þrettán ára: Baunin horfin í miðtönnmn.
Fjórtán ára: Baunin horfin í jaðartönnum.
Þótt þessi regla geti verið leiðbeinandi um að ákveða
aldur hesta, er hún þó engan veginn ábyggileg, og þeim
mun minna má treysta henni, sem hesturinn er eldri.
Til öryggis þarf að athuga fleiri en eina tönn, og þótt
inntönnin sé aðallega notuð sem dæmi hér, þá gildir sú