Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 1

Fréttablaðið - 28.09.2022, Side 1
2 1 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 2 8 . S E P T E M B E R 2 0 2 2 RIFF byrjar með látum Krimmi skorar hjá Hannesi Menning ➤ 22 Lífið ➤ 26 MID SEASON SALE ALLT AÐ 40% BYRJAR Á MORGUN Þú færð okkar besta verð á tm.is Haustlitadýrðin er nú í hámarki á Þingvöllum. Á vefsíðu þjóðgarðsins var sagt frá því í gær að árlegur Urriðadans Jóhannesar Sturlaugssonar verði laugardaginn 15. október. Gefst þá gullið tækifæri til þess að njóta einstakrar sýningar og fróðleiks um ísaldarurriðann sem á haustin gengur í Öxará til hrygningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Höfundur grænbókar um orkumál á Íslandi segir að þótt öll áform stærstu vindorku- fyrirtækja á Vesturlandi verði að veruleika muni Ísland enn eiga langt í land með að ná markmiðum í loftslagsmálum. Stjórnvöld þurfi að taka af skarið gagnvart vindorku. ggunnars@frettabladid.is ORKUMÁL Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi alþingismaður og höf- undur skýrslu um orkumál, segir tímabært að endurskoða alla ferla í virkjanamálum þjóðarinnar. Umræða um nýtingu vindorku sé í hálfgerðri pattstöðu vegna þess hve erfiðlega gengur að komast að niðurstöðu. „Ferlarnir sem við vinnum eftir eru ekki nógu skilvirkir. Til dæmis um það hvort ákveðnar staðsetn- ingar séu inni í myndinni eða ekki. Það stendur upp á stjórnvöld að koma þessum málum upp úr skot- gröfunum og taka ákvarðanir,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mikilvægt að setja áform um beislun vindorku á Íslandi  í samhengi við markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. „Allir þessir virkjanakostir á Vesturlandi, til að mynda, skila ekki nema tólf prósentum af því sem við þurfum til að ná settum markmið- um. Og við komumst aldrei neitt áfram því hver einasti virkjana- kostur dagar uppi í áratugalöngum þrætum um eitthvað sem enginn veit hvort verður að veruleika eða ekki.“ Framk væmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir ljóst að átök um nýtingu vindork- unnar á svæðinu  muni einkenna alla umræðu næstu ára. „Þetta verður langstærsta málið og það er mikill hiti í fólki. Við gerum okkur alveg grein fyrir því. Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi,“ segir Páll Snævar Brynjarsson. SJÁ SÍÐU 8 Brýnt að virkja vindinn hraðar til að ná markmiðum benediktarnar@frettabladid.is  NORÐURLÖND Skemmdarverk hafa verið unnin á gasleiðslum Nord Stream 1 og 2, sem liggja um Eystra- saltið og flytja  gas frá Rússlandi til Evrópu. Þetta sögðu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Magdalena Andersson, forsætisráð- herra Svía, í gærkvöldi. Í fyrradag upplýsti Siglingamála- stofnun Danmerkur um hættu- legan gasleka við Borgundarhólm og kom í ljós leki frá Nord Stream 2. Í gær greindust svo seinni tveir gas- lekarnir frá Nord Stream 1. Frederiksen sagði götin á gas- leiðslunum bera merki um augljós skemmdarverk. Mælistöðvar í Dan- mörku og Svíþjóð námu sprenging- ar á svæðinu er lekans varð vart. Morten Bødskov, varnarmála- ráðherra Danmerkur, sagði Dan- mörku ekki stafa hernaðarleg ógn af verknaðinum. Viðbúnaður við Borgundarhólm og Christiansø hafi verið aukinn. Dmítrí Peskov, talsmaður rúss- neskra stjórnvalda, sagði í gær ekki hægt að útiloka skemmdarverk. n Nánar á frettabladid.is Óþekktir aðilar sprengdu gasleiðslur Vilhjálmur Egils- son, höfundur grænbókar um orkumál

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.